Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 23
kunnáttumenn, að fátt sé um-
fangsminna í matreiðslu en soðinn
silungur með sntjöri. Ég bað um
silungsmáltíð á nokkrum venju-
legum matstöðum og betri hótel-
um hér í Reykjavík nú síðustu
dagana. Mér var tjáð að íslend-
ingar væru svo hræddir við bein í
silungi, að ekki væri viðeigandi að
hafa silung á matseðli um þetta
Umræður og útdrættir
Teitur Arnlaugsson taldi að
auðvelt væri að kenna hér-
aðsráðunautum og t. d. starfs-
mönnum veiðifélaga, að gera ýms-
ar undirstöðuathuganir varðandi
vaxtarskilyrðin í á, svo sem mæla
stærð uppeldissvæða fyrir seiði í
ánni og stærð hrygningarsvæða.
Að gefa fullkomna lýsingu á um 20
km iangri á væri um mánaðar
vinna. Hann taldi beina áburðar-
gjöf í á bera takmarkaðan árang-
ur, nema þá, að um stöðuga
áburðargjöf yrði að ræða yfir
sumarið. Betra væri að bera á ár-
bakka og láta næringarefni síast úr.
Einnig mætti grafa niður „lífræna
næringu" í árbakka, og vitnaði
hann þar til greinar Jóns Krist-
jánssonar í Frey (nr. 10, 1980),
varðandi það atriði.
Hann sagði, að ekki væri unnt að
meta nákvæmlega framleiðslugetu
ólaxgengra áa og ársvæða, nema
með viðamiklum og kostnaðar-
sömum athugunum. Sér þætti það
þó ekki ólíklegt, að þær 69 ólax-
gengu ár og ársvæði, sem Veiði-
málastofnunin hefur kannað, nú
síðustu sex árin, gætu gefið um
30—35 þúsund laxa, og mörg álit-
leg ólaxgeng ársvæði væru enn
ókönnuð.
Þorgríniur Starri Björgvinsson
taldi að í meðferð á silungi væri
víða pottur brotinn. Menn þurfa
að blóðga brönduna og slægja
strax. Góð meðferð er undirstaða
sölu á silungi. Reyktur, vel
leyti árs, en hann kæmi á matseðil
yfir sumartímann. Silungur væri
auk þess ekki fáanlegur til matar-
kaupa á þessum tíma árs.
í nágrenni Reykjavíkur er of-
setið silungsvatn, sem bændur
veiða í meiri hluta árs. Ég fékk fyrir
fyrir stuttu silung úr tjáðu vatni hjá
Hússtjórnarkennaraskóla fslands,
matreiddan á 9 mismunandi vegu
og var allt hið mesta lostæti.
Að sjálfsögðu verður að gera
fyllstu kröfur um meðhöndlun og
gæðamat vörunnar. En að þessum
málum verður að standa á þann
veg að bændur geti stundað sil-
ungsveiði sem hvern annan
hlunnindabúskap, án þess að þurfa
að leggja út í stóriðju.
verkaður silungur gefur reyktum
laxi ekkert eftir. Silungur var áður
fyrr bjargræði frá sulti við Mývatn.
Þegar þetta lífkerfi, Mývatn, sem
er 38 km2 er í fullu lagi afkastar
það miklu. Þorgrímur taldi að hafa
mætti miklu stærri stofn í Mývatni.
Hann sagði að klakstarfsemi hefði
verið rekin við Mývatn fyrir sl.
aldamót. Aðalveiðin var áður með
fyrirdrætti og dorgi, en nú í lag-
netum. Við þurfum, sagði Þor-
grímur, miklu meiri hjálp og
ráðgjöf frá Veiðimálastofnun. Ef
Mývatn kemst í fulla stofnstærð er
um geysileg hlunnindi að ræða.
Þorgrímur gagnrýndi nýlegan dóm
Hæstaréttar um eignarrétt á botni
Mývatns.
Árni ísaksson gerði athugasemd
við atriði í erindi Ara Teitssonar.
Hann taldi mögulegt að fá lax í
laxlausar ár með gönguseiða-
sleppingum. Rannsóknir með
hreisturmælingum eru óná-
kvæmar.
Aðalbjörn Benediktsson kann-
aðist við það fyrirbæri sem Þórir
Dan Jónsson gat um að 10 ára
sveiflur væru í silungsveiðum.
Hvað á að gera við lax, sem stansar
við efstu fossa og kemst ekki
lengra? Hvernig er hagkvæmast að
nýta hann?
Friðrik Sigfússon þakkaði er-
indin, en spurði Ara Teitsson
hvernig ætti að auka nýtingu á laxi
og silungi. Hann taldi tillögu Jóns
Kristjánssonar um nótaveiði í
vötnum athyglisverða og vildi
meiri rannsóknir á ræktun nytja-
fisks í vötnum. Væri ekki ráðlegt
að nefna hlunnindatækna.
Guðmundur J. Kristjánsson
sagðist hafa reynslu af því að
Grjótá væri uppeldisstöð fyrir lax í
Hítará. Hann spurði Jón Krist-
jánsson um hvernig grisjunin á
Meðalfellsvatni hefði tekist.
Magnús Ólafsson: Hvenær
eigum við von á að geta nýtt regn-
bogasilunginn hérna? Er hægt að
nota túngróður til fóðurs handa
vatnafiskum? Spurningin er
hvernig á að blanda túngróðri í
fóður. Magnús kvaðst hafa vitn-
eskju um það, og væri fús að láta
hana í té, ef menn vildu.
Hinrik Þórðarson sagði að ofát
þjáði mest vestrænar þjóðir. Helst
væri þó að reyna útflutning á sil-
ungi þótt róðurinn væri þungur.
Erfiðlega hefði gengið nteð út-
flutning á laxi. Fara þyrfti innan í
lax áður en hann er fluttur út vegna
orms sem er innan í lífhimnunni.
Sagðist hann hafa nokkra reynslu
af útflutningi á laxi. Taldi hann
ekki líklegt að ef eitthvert magn af
silungi yrði veitt að það yrði selt
innanlands, heldur yrði að selja
ferskan fisk út. Spurði hann Þóri
Dan nánar um fiskiandarorma og
mávaorma.
Þorsteinn Þorsteinsson á
Skálpastöðum: Veiðifélögin í
landinu eru rekin með það fyrir
augum að hafa sem mest út úr
freyr — 63