Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 17
Ari Teitsson
Breytt viðhorf í veiðimálum
Pess hefur verið faríð á leit við mig að ég tali hér nokkuð um veiðimál eins og þau koma mér
fyrir sjónir sem héraðsráðunaut.
Mitt sjónarhorn þarf þó ekki að vera hið almenna sjónarhorn héraðsráðunauta meðal
annars vegna þess að ég hef ofurlitla sérmenntun á þessu sviði og þófremur vegna þess að ég
hef starfað að veiðimálum meira en gengur og gerist með héraðsráðunauta.
Ef fyrst er gerð grein fyrir hver ég
tel vera hin breyttu viðhorf eru þau
meðal annars eftirfarandi:
Varðandi silung:
1- Sýnt hefur verið fram á með
athugunum á aldursdreifingu
og vexti silungs í mjög mörgum
stöðuvötnum hérlendis, að
yfirleitt er veiðiálag allt of lítið
og silungur því lélegur.
2. Rannsóknir benda til, að aukin
sókn í silungsvötn komi að litlu
gagni nema ákveðnum sókn-
arþunga sé náð og haldið. Með
öðrum orðum, hér þýðir lítið
að ætla að bæta ofsetin vötn
nema virkilega sé tekinn úr
þeim sá hluti fisksins sem er
umfram það sem fæðufram-
leiðsla vatnsins annar og þess-
um fiskafjölda síðan haldið.
Á undanförnum árum hefur
hins vegar verið reynt að bæta
ýmis ofsetin vötn með nokkuð
auknu veiðiálagi án verulegs
árangurs.
3. Athuganir á Mývatni benda til,
að hugsanlegt sé að ofveiða
silungsstofna í vötnum ef til vill
samfara utanaðkomandi
áhrifum. Þýðir þetta í raun að
til að ná hámarksnýtingu
veiðivatna má búast við, að
fylgjast þurfi með vötnum og
gera á þeim fiskifræðilegar at-
huganir árlega.
4. Fyrir nokkrum árum var talið
að hæpið væri að reikna með að
hérlend vötn gæfu í árlega veiði
meira en 10 kg af silungi á ha.
Athuganir síðustu ára benda
hins vegar til að líklegt sé að
grunn bleikjuvötn geti gefið
30—50 kg á ha. árlega.
Þýðir þetta, ef rétt reynist, að
aflamöguleikar og þar með
tekjumöguleikar veiðibænda
við stöðuvötn eru miklu meiri
en talið hefur verið sem rétt-
lætir þá meiri vinnu við að ná
skynsamlegri nýtingu veiði-
vatnanna og halda henni.
Samfara þessu verður að leggja
verulega vinnu í markaðsöflun
fyrir silung.
Breytt viðhorf varðandi lax:
1. Sýnt hefur verið fram á á
síðustu árum með tilraunum og
hreisturathugunum að slepp-
ingar sjógönguseiða í ár gefa
yfirleitt ekki nægan árangur til
að greiða kostnað við slepping-
arnar.
Má í þessu sambandi nefna
umfangsmiklar tilraunir sem
Veiðimálastofnunin hefur
staðið fyrir á síðustu árum á
fjórum stöðum á landinu.
Ennfremur má nefna í þessu
sambandi athuganir á hreistri
af laxi úr ám í Suður-Þing-
eyjarsýslu.
2. Athuganirbendatil aðslepping
4—5 cm laxaseiða í ófisk-
gengna hluta áa skili oft veru-
legum árangri.
3. íslenskarathuganirbendatilað
hér gildi sömu Iögmál og fund-
ist hafa hjá Atlantshafslaxi í
öðrum löndum varðandi það,
að hæfilega stór hrygningar-
stofn gefi mesta endurkomu
laxa.
Þetta hefur hérlendis einkum
verið rannsakað í Elliðaánum,
en vísbendingar eru um, að
margar fleiri ár hafi oft of stór-
an hrygningarstofn að veiði
lokinni.
Líklegt virðist að oftast sé
óhætt að veiða 89—90% af
þeim laxi sem gengur í árnar,
en athuganir í Elliðaám og á
vatnasvæði Ölfusár — Hvítár
benda til að oft séu aðeins
veidd 30—50% af laxa-
göngunni. Þarna eru því á
ferðinni upplýsingar, sem gefa
tilefni til mjög aukinna rann-
sókna og gefa vonir um mjög
auknar tekjur af laxveiði.
FREYR — 57