Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 46

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 46
Þór Guðjónsson veiðimálastjóri Laxveiðar á Norður-Atlantshafi Laxveiðar á Noregshafi fara fram á tveimur svæðum, annars vegar norðan við 67. breiddargráðu og hins vegar innan 200 mílna landhelgi Færeyja. Danir hófu laxveiðar með línu á fyrrnefnda svæðinu 1965 og hafa veitt þar árlega síðan. Norðmenn, Svíar, Vestur- Þjóðverjar og Færeyingar hafa tekið þátt í veiðinni, en þó ekki öll árin. Veiðin einstök ár hefur verið mismikil. Hún komst mest upp í 946 tonn 1970, en hefur verið milli eitt og tvö hundruð tonn nú síðustu árin. Veiðin fer fram í apríl og maí. Talið er að 80—85% af laxinum, sem veiðist á þessu svæði, sé af norskum uppruna. Laxveiöar á Færeyjasvæðinu Laxveiðar við Færeyjar hófust 1968. Á árunum 1968—1972 var meðalveiðin á ári 6,6 tonn, á árun- um 1973—1978 var meðalárs- veiðin 34,5 tonn, 1979 komst veiðin upp í 194 tonn og 718 tonn 1980. Vitneskja liggur ekki fyrir um veiðimagnið 1981, en talið er, að það sé nálægt 1000 tonnum. Laxveiðin á Færeyjasvæðinu jókst þannig gífurlega á stuttum tíma vegna lengingar árlegs veiðitíma, en hann var nú síðast frá seint í október til júníloka, vegna fjöig- unar báta sem stunda veiðarnar, svo og vegna góðs árangurs á veiðieiningu á árinu 1979. Færey- ingar voru einir um veiðarnar þar til 1978 að Danir hófu veiðar á Færeyjasvæðinu, fyrstu tvö árin með tveimur bátum og síðan sex. Laxveiðar á svæðinu eru háðar leyfum, sem landsstjórn Færeyja gefur út og er hámarksveiðimagn hvers báts ákveðið í leyfinu. Mest er leyft að veiða 35 tonn á bát. Veiði Færeyinga frá janúarbyrj- un til júníloka 1980 var 98.046 laxar, sem vógu 375.160 kg, og var meðalþunginn 3,83 kg. innan fær- eysku landhelginnar, norðan og austan við eyjarnar, fengust 85.825 laxar eða 87,5% veiðinnar, 3701 lax eða 3,8% veiddust frá 67.—70. breiddargráðu og 8520 laxar eða 8,7% norðan við 70. breiddargráðu. Veiðin var mest í mars. Við veiðar samtímis voru frá 5 til 17 bátar, fæstir í janúar og flestir í maí. Laxgöngur og laxeldi Laxveiðar í sjó á Færeyjasvæðinu byggjast nær eingöngu á laxi upp- runnum í ám í löndum við Norður- Atlantshaf. Sjóurriði hrygnir og elst upp í ám á Færeyjum, en lax fyrirfannst þar ekki fyrir 1947, að seiðum úr laxahrognum frá Elliða- ánum var sleppt þar í ár. Stangar- veiðimenn í Færeyjum keyptu hrognin og fengu aftur augnhrogn árið eftir. Smálaxagöngur komu upp af þessum sleppingum. Síðan þetta gerðist hefur kviðpoka- seiðum verið sleppt flest árin í ár og læki á eyjunum og sjógöngu- seiðum nú síðustu árin og þá mest 1980 eða 4000 seiðum. Færeying- ar hafa fengið styrk frá Norður- landaráði til hafbeitartilrauna með lax nú næstu fjögur árin. Ráðgera þeir ýmsar framkvæmdir til undir- búnings stóraukins fiskeldis á næstu árum. Er í því sambandi við ýmsa erfiðleika að stríða, þar sem ár eru fáar og vatnslitlar og jarð- hita er ekki að finna nema óveru- legan í einni lind á Straumey. í marslok (1981) var langt komið að byggja nýja fiskeldisstöð við Áir á Straumey og var þá byrjað að fóðra 250 þúsund laxaseiði í göml- um húsakynnum aflagðrar hval- stöðvar og 50—60 þúsund stærri seiði voru þar einnig í eldi. Auk hafbeitar hafa Færeyingar mikinn áhuga á að ala upp lax í sláturstærð í netkvíum í sjó. Síðast liðið vor var þegar byrjað að gera tilraunir með netkvíaeldi á 5—6 stöðum á eyjunum. Upprunalönd laxins í Færeyja- veiðununi Vitneskju unt uppruna laxins sem veiðist á Færeyjasvæðinu hefur aðallega verið aflað með laxa- merkingum, annars vegar með merkingum á sjógönguseiðum í 86 — FREYR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.