Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1982, Síða 46

Freyr - 15.01.1982, Síða 46
Þór Guðjónsson veiðimálastjóri Laxveiðar á Norður-Atlantshafi Laxveiðar á Noregshafi fara fram á tveimur svæðum, annars vegar norðan við 67. breiddargráðu og hins vegar innan 200 mílna landhelgi Færeyja. Danir hófu laxveiðar með línu á fyrrnefnda svæðinu 1965 og hafa veitt þar árlega síðan. Norðmenn, Svíar, Vestur- Þjóðverjar og Færeyingar hafa tekið þátt í veiðinni, en þó ekki öll árin. Veiðin einstök ár hefur verið mismikil. Hún komst mest upp í 946 tonn 1970, en hefur verið milli eitt og tvö hundruð tonn nú síðustu árin. Veiðin fer fram í apríl og maí. Talið er að 80—85% af laxinum, sem veiðist á þessu svæði, sé af norskum uppruna. Laxveiöar á Færeyjasvæðinu Laxveiðar við Færeyjar hófust 1968. Á árunum 1968—1972 var meðalveiðin á ári 6,6 tonn, á árun- um 1973—1978 var meðalárs- veiðin 34,5 tonn, 1979 komst veiðin upp í 194 tonn og 718 tonn 1980. Vitneskja liggur ekki fyrir um veiðimagnið 1981, en talið er, að það sé nálægt 1000 tonnum. Laxveiðin á Færeyjasvæðinu jókst þannig gífurlega á stuttum tíma vegna lengingar árlegs veiðitíma, en hann var nú síðast frá seint í október til júníloka, vegna fjöig- unar báta sem stunda veiðarnar, svo og vegna góðs árangurs á veiðieiningu á árinu 1979. Færey- ingar voru einir um veiðarnar þar til 1978 að Danir hófu veiðar á Færeyjasvæðinu, fyrstu tvö árin með tveimur bátum og síðan sex. Laxveiðar á svæðinu eru háðar leyfum, sem landsstjórn Færeyja gefur út og er hámarksveiðimagn hvers báts ákveðið í leyfinu. Mest er leyft að veiða 35 tonn á bát. Veiði Færeyinga frá janúarbyrj- un til júníloka 1980 var 98.046 laxar, sem vógu 375.160 kg, og var meðalþunginn 3,83 kg. innan fær- eysku landhelginnar, norðan og austan við eyjarnar, fengust 85.825 laxar eða 87,5% veiðinnar, 3701 lax eða 3,8% veiddust frá 67.—70. breiddargráðu og 8520 laxar eða 8,7% norðan við 70. breiddargráðu. Veiðin var mest í mars. Við veiðar samtímis voru frá 5 til 17 bátar, fæstir í janúar og flestir í maí. Laxgöngur og laxeldi Laxveiðar í sjó á Færeyjasvæðinu byggjast nær eingöngu á laxi upp- runnum í ám í löndum við Norður- Atlantshaf. Sjóurriði hrygnir og elst upp í ám á Færeyjum, en lax fyrirfannst þar ekki fyrir 1947, að seiðum úr laxahrognum frá Elliða- ánum var sleppt þar í ár. Stangar- veiðimenn í Færeyjum keyptu hrognin og fengu aftur augnhrogn árið eftir. Smálaxagöngur komu upp af þessum sleppingum. Síðan þetta gerðist hefur kviðpoka- seiðum verið sleppt flest árin í ár og læki á eyjunum og sjógöngu- seiðum nú síðustu árin og þá mest 1980 eða 4000 seiðum. Færeying- ar hafa fengið styrk frá Norður- landaráði til hafbeitartilrauna með lax nú næstu fjögur árin. Ráðgera þeir ýmsar framkvæmdir til undir- búnings stóraukins fiskeldis á næstu árum. Er í því sambandi við ýmsa erfiðleika að stríða, þar sem ár eru fáar og vatnslitlar og jarð- hita er ekki að finna nema óveru- legan í einni lind á Straumey. í marslok (1981) var langt komið að byggja nýja fiskeldisstöð við Áir á Straumey og var þá byrjað að fóðra 250 þúsund laxaseiði í göml- um húsakynnum aflagðrar hval- stöðvar og 50—60 þúsund stærri seiði voru þar einnig í eldi. Auk hafbeitar hafa Færeyingar mikinn áhuga á að ala upp lax í sláturstærð í netkvíum í sjó. Síðast liðið vor var þegar byrjað að gera tilraunir með netkvíaeldi á 5—6 stöðum á eyjunum. Upprunalönd laxins í Færeyja- veiðununi Vitneskju unt uppruna laxins sem veiðist á Færeyjasvæðinu hefur aðallega verið aflað með laxa- merkingum, annars vegar með merkingum á sjógönguseiðum í 86 — FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.