Freyr

Årgang

Freyr - 15.01.1982, Side 51

Freyr - 15.01.1982, Side 51
veiðimagni íslenska laxins í Fær- eyjaveiðunum á þessu ári. Lítið var af tveggja ára laxi í veiðunum hér á landi í sumar, einkum á Norðausturlandi. Er því sennilegt, að einnig hafi verið lítið um ís- lenskan lax á öðru ári í sjó í Fær- eyjaveiðunum síðastliðinn vetur °g í vor, en orsökina má tvímæla- laust rekja til kuldanna sumarið 1979. Laxarannsóknir við Vestur- Grænland v>ð rannsóknir á laxveiðunr við Færeyjar og í Noregshafi mun á næstu árum verða stuðst við reynsluna af rannsóknum á lax- veiðum við Vestur-Grænland sem fram hafa farið aðallega á síðustu tveim áratugum. Veiðarnar á nefndu tímabili jukust úr 60 tonn- um 1960 mest í 2689 tonn á árinu 1971 og hefur nú síðustu árin eða síðan 1976 verið 1234 tonn að meðaltali eða um 35 tonn umfram áætlað og leyfilegt veiðimagn þessi ár. Margþætt alþjóðleg samvinna um rannsóknirnar á laxi hófst við Vestur-Grænland um 1960, en fram að því var lítið vitað um líf laxins í sjónum. í heimalöndum laxins fóru fram merkingar á gönguseiðunt og endurveiddist hluti merktra laxa við Grænland. Frá merkingunum fengust mikil- vægar upplýsingar um ferðir laxins á Grænlandsmið og um dreifingu hans þar frá ýmsum löndum. Merkingar á laxi á ætissvæðum hans við Vestur-Grænland voru framkvæmdar af Dönum og Bret- um á árunum 1965—1971. Á þessum árunr voru merktir 2293 laxar og veiddust 105 þeirra aftur eða 4,6%. Veiddust 68 laxanna aftur við Grænland, 16 í Kanada, 19 á Bretlandseyjum og 2 á Spáni. Árið 1972 var gert stórt átak í al- þjóðlegri samvinnu um laxa- FREYR — 91

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.