Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 54

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 54
Bjarni Arason Veiðihlunnindi og hefðbundinn land- búnaður Veiði ferskvatnsfisks hefur frá upphafi byggðar í landinu haft umtalsverða þýðingu fyrir afkomu þjóðarinnar. I fornsögum okkar er víða sagt frá veiði í ám og vötnum og þar kemur fram að deilurum veiðiréttleiddu ástundum til mannvíga. Höfuðregla mun alla tíð hafa verið að veiðiréttur fylgdi landi þótt út af því gœti brugðið einkum á síðari öldum samanber veiðiítök einstakra jarða, einkum kirkjujarða, í landareignum annarra jarða. ítök voru þá engan veginn bundin við veiðihlunnindi. Pau gátu verið margvísleg gæði önnur, svo sem skógarhögg, beit, slægjur og reki svo að eitthvað sé nefnt. Víst er, að nýting veiðihlunninda var víða fastur liður í búrekstrinum og í sumuni tilfellum ekki lítils virði. Þegar lífsbaráttan var svo mjög bundin því að afla matar og hungurvofan var oft á næstu grös- um, var hestburður af silungi eða laxi ekki þýðingarlítil verðmæti. Að sjálfsögðu var þýðing þessa bjargræðisvegar misjöfn eftir hér- uðum. Réði þar bæði hversu mikil veiðihlunnindi voru og hver að- staða var til að afla fiskjar úr sjó. Veiði lax og göngusilungs er mjög árstíðabundin og veiði fellur mest á þann tíma þegar annir eru mestar við heyöflun eða á þann tíma, sem kallaður var hábjarg- ræðistíminn í mínurn barndómi. Þessi tími var jafnframt sá tími er matsæld var mest í búi en örðugast að forða mat frá skemmdum. Veiði göngufisks hefur því ekki fallið vel að venjulegum búrekstri. Tæki til að veiða göngufisk, lax og silung, voru líka ófullkomin, a. m. k. til veiða í stærri vatnsföllum. Ádráttarnetið var það tæki sem mestan afla gaf, þar sem því varð við komið en annars staðar varð að notast við lagnet og auk þess mun ljóstur eða fiskspjót hafa verið notað eitthvað t. d. í Borgarfirði en það hefur varla verið stórvirkt veiðitæki. í mörgurn veiðiám var veiðin bundin að mestu við fáa veiðistaði þar sem fiskur stöðvaðist vegna gönguhindrana. Króknet eins og nú er veitt í í stærstu veiði- ám okkarþekktust ekki hér á Iandi fyrr en seint á 19. öldinni og und- antekningar voru að laxakistur væru notaðar til veiði. Þessi skort- ur fullkominna veiðitækja leiddi til þess að í stærri ánum hefur veiði verið mest stunduð á riðstöðvum ofanvert í ánum, þar sem vatn var minna. Sagan um laxinn á Gilsbakka, sem var svo leiðigjarn að hundar gengu út ef hann var nefndur ber vitni um mikla laxveiði í Kjarará í Iandi Gilsbakka tugi kílómetra frá sjó. Þessi saga hljómar undarlega í eyra þess, sem borðar nýjan ný- genginn lax einu sinni eða tvisvar á ári. Entrúlegerhúnfyrirþannsem hefur borðað lax sem veiddur er leginn og síðan geymdur nokkra daga í sumarhita. Nýting veiðivatna með stað- bundna fiskstofna, eða vatnasil- ung, hefur fallið betur að hinum venjulega búskap. Þar var hægt að stunda veiðina þegar aðrar annir kölluðu ekki að. Þannig sátu Mý- vetningar löngum við dorg milli mála á vetrum og bændur úr upp- sveitum Borgarfjarðar lágu við á Arnarvatnsheiði með net og dorg seint á haustin. Afla þann sem þá fékkst var líka auðveldara að geyma um tíma en sumarafla. Þannig varð silungsveiði í vötnum notadrýgri en veiði göngufisks og hver þyngdareining afla ekki síðra búsílag en iax, sem nú þykir mun verðmætari fiskur. Þannig var þetta á árum áður eða fyrir þá atvinnubyltingu, sem við höfum nú búið við hátt í öld. Atvinnubyltingu, sem hefur gjör- breytt öllu okkar verðmætamati, atvinnuháttum og hugsunarhætti. Nauðsyn er að hyggja að fortíðinni til þess að öðlast dýpri skilning á því sem er í dag, aðstæðum okkar 94 — FREYR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.