Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 26
Laxaseiði merkt með örmerkjum í Laxeldisstöðinni í Kollafirði. (Ljósm. Jón
Kristjánsson.)
mjög tímafrekt, og tekur allt
starfsfólk þátt í því að meiru eða
minna leyti. Veiðimálastofnuninni
berast óskir um leiðbeiningar og
upplýsingar á öllum sviðum veiði-
mála, og eru beiðendur veiði-
eigendur, veiðimenn, fisk-
eldismenn, matsmenn, stjórnvöld
og erlendir aðilar. Helstu mála-
flokkar eru eignarréttarmál, fisk-
ræktarmál, fiskeldismál, veiði-
leigumál og veiðieftirlitsmál. Fé-
lagsmál hafa verið og eru um-
fangsmikil. { landinu eru nú starf-
andi 146 veiðifélög og fjöldi
stangarveiðifélaga. Um félags-
málastörfin fjallar Einar Hannes-
son, fulltrúi, sérstaklega í annari
grein, og skal að öðru leyti vísað til
hennar um þau mál.
Nátengd leiðbeiningastarfinu er
upplýsingaþjónusta, m. a. við
sömu aðila og að ofan voru
nefndir. Leiðbeiningar og upplýs-
ingar eru ýmist veittar í símtölum,
á fundum, í fjölmiðlum eða í ritum.
Fjöldi greina um veiðimál hafa
verið birtar í blöðum, tímaritum og
bókum, auk þess sem gefin hafa
verið út 32 Fjölrit Veiðimála-
stofnunar. Þá hefur ýmsum hlut-
aðeigandi aðilum verið sendar
álitsgerðir, umsagnir og skýrslur
um athuganir og rannsóknir, sem
framkvæmdar hafa verið og ekki
hafa komið á prenti.
Rannsóknir vatnafiska og veiði-
vatna
Fram til ársins 1969 var
starfslið fámennt eins og áður
greinir og því takmarkaður tími til
að sinna rannsóknum með öðrum
störfum. Á þeim árum var safnað
hreistri af laxi og silungi til aldurs-
greiningar og vaxtamælinga.
Unnið var sömuleiðis að merkingu
á laxi og silungi og þær auknar
verulega eftir að gönguseiða-
merkingar í Laxeldisstöðinni í
Kollafirði hófust 1963. í Úlfarsá í
Mosfellssveit voru veidd í mörg ár
lax seiði af göngustærð á leið
þeirra til sjávar og þau merkt. Þá
fóru og fram kannanir á hrygningu
laxins í Úlfarsá í sex haust. Enn-
fremur var vatnasilungur merktur í
Meðalfellsvatni og Þingvallavatni
og sjógengin bleikja í Víðidalsá.
Þá voru gerðar tilraunir með
fiskræktaraðferðir og fiskeldi.
Tilraunir með fiskfóður voru m. a.
gerðar í samvinnu við Rannsókn-
arstofnun sjávarútvegsins og Raf-
magnsveitu Reykjavíkur. Haf-
beitartilraunir voru m. a. gerðar í
samvinnu við Rannsóknarstofnun
sjávarútvegsins og Rafmagnsveitu
Reykjavíkur. Hafbeitartilraunir
voru hafnar í Laxeldisstöð ríkisins
í Kollafirði og fiskhaldstilraunir
gerðar með laxaseiði í Bessa-
staðatjörn á árunum 1953—60 í
samvinnu við Erik Mogensen
stöðvarstjóra við eldisstöð Raf-
magnsveitu Reykjavíkur við
Elliðaár. Á umræddu tímabili fór
einnig fram skoðun á ám og vötn-
um víðsvegar um landið.
Á árunum eftir 1970 jókst
starfsliðið eins og áður segir og þá
jafnframt verkefnavalið og aukin
verkaskipting var tekin upp.
Unnið var áfram að verkefnum
fyrri ára. Tiiraunir og rannsóknir
með fiskeldi, seiðasleppingar og
66 — FREYR