Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 36

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 36
Hákon Jóhannsson Landssamband Stangaveiðifélaga Tilgangur — störf Stangaveiði og gildi hennar fyrir manninn. Petta er önnur ráðstefnan, sem hér hefur verið haldin um vatnafiskamál, það ég best veit. Hin fyrri var haldin 12. og 13. des. 1969, en Landssamband stangaveiðifélaga hafði forgöngu um að til hennar var efnt. Þar voru flutt erindi af kunnáttumönnum um þessi mál og vakti ráðstefnan athygli. Við, sem þá vorum í stjórn Landssambands stangaveiðifélaga væntum mikils árangurs af henni, en því miður, varð hann ekki eins mikill og við var búist af ástæðum sem ekki er vert að Hákon Jóhannsson flytur erindi sitt á ráðstefnunni. I þessu erindi mun ég, vegna þeirra, sem ekki þekkja málefni okkar nægjanlega, skýra með fáum orðum frá tilgangi og störfum Landssambands stangaveiðifélaga og verður þá aðeins stiklað á stóru. I öðru lagi mun ég ræða um stangaveiði almennt, þá hollustu, sem hún veitir og viðhorf mín til þessara mála. Landssamband stangaveiðifélaga — tilgangur og störf. Landssamband stangaveiðifélaga er stofnað 29. október 1950. Til- gangur Landssambandsins er í megindráttum þessi: rifja upp. Að vinna að því að bæta aðstöðu manna til stangaveiði. Að stuðla að aukningu fiski- stofna í ám og vötnum, að vinna að aukinni fiskirækt og að reyna að koma í veg fyrir hverskonar rán- yrkju og ofveiði á göngu- og vatna- fiski. Að stuðla að góðri samvinnu stangaveiðimanna og veiðiréttar- eigenda. Að vinna að náttúruvernd og kenna mönnum að virða lög og reglur og sýna háttvísi í veiði og gagnvart umhverfi sínu. Enda þótt L. S. sé áhugamanna- samband, hefur það mörgu góðu komið til leiðar í þessum efnum. Eitt merkasta málið er stofnun fiskræktarsjóða. L. S. byrjaði að vinna að þessu máli 1954. Reynt var að fá hann inn í lax- og silungs- veiðilögin, þegar þeim var breytt árið 1957, en tókst ekki. Það er fyrst árið 1970, sem ákvæði eru um stofnun fiskræktarsjóðs, sbr. 14. kafla laga um lax- og silungsveiði. Landssambandið átti fulltrúa í nefnd, sem Landbúnaðarráðu- neytið skipaði í ágúst 1967 til þess að endurskoða þessi lög. Fulltrúi, tilnefndur af L. S. á nú sæti í Veiðimálanefnd. Laxveiði í Norður-Atlantshafi. L. S. er aðili að Norðurlandasam- bandi stangaveiðimanna, skamm- stafað N. S. U. Á fundi hjá þessum samtökum, sem var haldinn í Reykjavík í september 1967, voru hinar auknu laxveiðar í N.-At- lantshafi á dagskrá samkvæmt beiðni okkar í L. S. Þar var samþykkt ályktun um bann við laxveiðum á alþjóðahaf- svæðum í N.-Atlantshafi. Mér vitanlega er þetta fyrsta ályktunin, sem var samþykkt um þessar veið- ar. L. S. og Norðurlandasamband stangaveiðimanna skrifaði Norð- urlandaráði og fór fram á að málið yrði tekið þar fyrir, sem og var gert nokkru síðar, en því miður náðist þar ekki samkomulag. í greinargerð, sem Norðurland- aráð lét frá sér fara um málið er einmitt vitnað til ályktunarN. S. U. svo og til bréfa L. S., norska stangaveiðilandssambandsins og Norðurlandasambands stanga- veiðimanna. Þetta mál var einnig til umræðu í báðum Norður-Atlantshafs fiski- veiðinefndunum. Fyrstu árin, sem það var þar á dagskrá, tóku ís- 76 — FREYR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.