Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 47

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 47
Skástrikuðu fletirnir á myndinni sýna laxveiðisvæði Dana og Fœreyinga í Noregs- hafi og við Fœreyjar árin 1979 og 1980. upprunalöndum laxins og hins vegar meö merkingum á laxi á Færeyjamiðum. Þess skal getið, að vegna skilatregðu sjómanna má vænta betri endurheimtu á merkj- um af laxi merktum við Færeyjar á uppvaxtarskeiðinu og veiddum í heimalöndum, en af laxi merktum fyrir sjógöngu í heimalöndum og veiddum á Færeyjamiðum. Af löxum merktum í uppruna- löndunum sem sjógönguseiði hafa 86 veiðst við Færeyjar á árunum 1968—1978, samkvæmt upplýs- ingum Færeyinga. Flestir þeirra eða 41 (47,8%) voru merktir í Noregi, 24 (27,9%) í Svíþjóð og 13 (15,1%) á Bretlandseyjum. Sex voru merktir annars staðar, þar af tveir á íslandi, samkvæmt nefnd- um upplýsingum. Auk þess veiddist enn einn íslenskur lax 1975 á stöng í stöðuvatni á Straumey í Færeyjum. Á árunum 1969—1976 fóru fram merkingar á laxi á veiði- svæðinu við Færeyjar. Merktir voru 1949 laxar og endurveiddust 91 þeirra eða 4,7%. Flestir lax- anna veiddust í Skotlandi eða 33 (36,3%), 31 (34,1%) ÍNoregi, 15 (16,5%) í írlandi og afgangurinn í Englandi, Svíþjóð og Ráðstjórn- arríkjunum. Einn lax veiddist á Færeyjamiðunum og þrír við Vestur-Grænland. Enginn hinna nterktu laxa veiddist hér á landi svo vitað sé. Niðurstöður merkinganna á Færeyjamiðum gefa til kynna, að um þriðjungur laxins, sem veiðist vtð Færeyjar, sé upprunninn í norskum ám og vel helmingur í ám á Bretlandseyjum. Alls endur- veiddust 53 merktir laxar frá Bretlandseyjum eða 58,2%. Umræddar merkingar þarf að endurtaka í verulegum mæli, ef fá á áreiðanlegar niðurstöður. Gera má ráð fyrir að framlag einstakra þjóða til veiðanna við Færeyjar sé breytilegt frá ári til árs. Auk merkinga á sjógöngu- seiðum í heimalöndum og uppvax- andi laxi á Færeyjamiðum, hafa Færeyingar safnað hreistri af laxi á miðunum á árunum 1969—1980, og hafa skoskir fiskifræðingar unnið úr gögnunum. Úr þeim hefur mátt lesa margs konar upp- lýsingar unt laxinn. Meðal annars kemur fram, að lax á fyrsta ári í sjó, sem er undir 60 cm að lengd, og sem bannað er að hirða, kemur helst fram í veiðunum á haustin og fyrri hluta vetrar og þá ásamt laxi, sem er á öðru ári í sjó, en mestur hluti veiðanna byggir á þeim laxi. Á vorin og framan af sumri, eftir um ársdvöl í sjó, er laxinn 50—59 cm að lengd, og fyrri hluta annars vetrar í sjó er hann 65—74 cm að lengd. í Færeyjaveiðum er 50 cm lax á bilinu 1,02—1,39 kg að FREYR — 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.