Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 20

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 20
Jón Kristjánsson V eiðimálas tof nun Þróun veiðitækja til nýtingar silungsvatna Að undanförnu hefur verið rætt um hvernig auka megi arð af silungsvötnum tilþess að drýgja tekjur vatnaeigenda. Rannsóknir hafa sýnt að flest vötn landsins eru vannýtt, og í mörgum þeirra er offjöldifiska. Rökrétt virðist því að álykta að aukinn veiðiskapur sé forsenda meiri tekna af vötnunum. Aukinn aflimyndigefa meiri tekjur, fiskur myndi stækka og verða betri söluvara, og ásókn stangveiðimanna myndi jafnframt aukast. Sala og dreifing silungs hefur lengi verið vandamál, en nú virðist vera að rofa til í þeim efnum, aðallega vegna fjölgunar matsölustaða á höfuðborgarsvæðinu. Jón Kristjánsson flytur erindi sitt á rádstefnunni. Pað hefur sýnt sig að grisjun í silungsvötnum krefst mikillar vinnu ef beitt erhefðbundnum að- ferðum (netaveiði). Til þess að verulegur árangur náist er nauð- synlegt að leita nýrra og afkasta- meiri veiðiaðferða. Rannsóknir hafa einnig sýnt að ekki er aðeins þörf á afkastamiklum veiðarfær- unt, heldur eru þau nauðsynleg ef ekki á illa að fara. Ég hef sett fram tillögur um að laga tækni, sent þekkt er í sjávarveiði, að silungs- vötnum. í öllum íslenskum silungsvötn- um er silungurinn háður fæðu sem hann tekur við botn. Hann heldur sig því nálægt botni og er það sem kallað er botnlægur. Séu vötn djúp, þ. e. meira en ca 12 m, finnst einnig sviflæg bleikja (murta sem lifir í dýrasvifbeltinu, óháð botni nema um hrygningartímann. Sömu veiðiaðferðir henta ekki fyrir botn- lægan og sviflægan fisk. Þess vegna þarf að gera tilraunir við bæði þessi skilyrð. A. Veiðiaðferðir á botnlægan fisk, urriða og bleikju. Nú er lagnetaveiði einráð, en eins og áður sagði hafa silunga- gildrur einnig verið notaðar í til- raunaskyni með góðum árangri. Báðar þessar aðferðir eru það sent kallað er „passívar“ þ. e. veiðar- færin standa kyrr og veiða þann fisk sem er á ferðinni. Veiðni slíkra tækja ræðst aðallega af tveimur þáttum, fiskmagni á hverjum stað, og því á hve mikilli hreyfingu fisk- urinn er, t. d. á göngum eða í ætis- leit. Dráttarveiði með ádráttarnót er ,,aktív“ veiðiaðferð, þ. e. veið- arfærið hreyfist en fiskurinn er kyrr. Slík veiði gefur oft góðan árangur þar sem silungurinn safn- ast saman af einhverjum orsökum og var hún notuð áður fyrr, en er nú orðin sjaldgæfari. Ádráttarnót- in er eins konar sambland af hring- nót og trolli, en sökum þess hve þung hún er í drætti (þær nætur sem nú tíðkast) veiðir hún illa fisk sem er jafnt dreifður í vatninu. Al- gengur afli við slíkar aðstæður er á bilinu 25—100 fiskar sem er svo lítið að óviðunandi er. Við nánari athugun sýna útreikningar að slíkt er eðlilegt. í Efra-Friðmundar- vatni sem er mjög þéttsetið bleikjuvatn eru að meðaltali 250 veiðanlegir fiskar á hverjum hekt- ara. 70 m löngnót sem kastað er60 m frá landi þekur 0,42 ha, og á því svæði eru að meðaltali um 100 bleikjur. Hérergóðsamsvörun við raunverulegan afla. Ljóst er því að ef menn stefna að 2000 fiska drætti í fiskmörgu vatni þyrfti óhemju 60 — FREYR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.