Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 19
Erlent fagefni um þessi mál
Iiggur ekki á lausu fyrir þessa
menn og jafnvel þó að það fengist,
er tæpast hægt að ætlast til að fag-
mál þess skiljist þó menn séu
sæmilega læsir á almennt mál sömu
tungu.
Leiðbeiningaþjónusta við
veiðifélögin er því miður allt of
takmörkuð og verður vart við-
unandi fyrr en a. m. k. er kominn
veiðiráðunautur í einhverri mynd í
hvert kjördæmi.
Niðurstaðan verður því sú, að
stjórnarmenn veiðifélaganna snúa
sér oft einkum í útleigu
veiðiaðstöðu, en fiskræktin situr
víða á hakanum enda þótt hún sé
nánast undirstaða aukinna tekna í
flestum tilfellum. Aðrir aðilar sem
þurfa að taka ákvarðanir varðandi
veiði og fiskræktarmál eru auk
Veiðimálastofnunar einkum
Veiðimálanefnd og nú síðustu ár
Framleiðnisjóður.
Mér er raunar til efs að þeirra
aðstaða tii ákvarðanatöku sé
nokkru auðveldari en stjórna
veiðifélaganna. Að vísu hafa þessir
aðilar greiðari aðgang að fag-
mönnum, en á móti kemur, að
staðarþekkingu skortir oft og erfitt
að afla hennar vegna mismunandi
skoðana heimamanna.
Nýafstaðið Búnaðarþing lagði
til að efldar yrðu rannsóknir á
ýmsum þáttum varðandi mögu-
leika í veiði og fiskræktarmálum.
Er það ekki ef til vill það sem
brýnast er í dag, en jafnframt verði
þess gætt að upplýsingastreymi til
veiðifélaga sé mjög ört jafnóðum
og nýjar niðurstöður fást.
Eins og fram hefur komið eru
líkur á mikilli aukningu tekna af
veiði á næstu árurn og örrar þróun-
ar að vænta.
Ég get þó ekki látið hjá líða að
lokum að benda á þann draug sem
mér virðist líklegastur til að spilla
þessu máli í framtíðinni, en það er
ósamkomulag innan veiðifélaga og
raunar víðast hvar þar sem um
veiðimál er fjallað.
Virðist þetta ósamkomulag
jafnvel geta átt eftir að magnast á
næstu árum, því að hætt er við að,
ef hagsmunir veiðibænda og
stangveiðimanna skiljast að frekar
en orðið er, leiði það til þess að
stangveiðimenn viljandi eða
óviljandi auki á sundrungu
veiðibænda.
Ég læt þá spjalli þessu lokið og
þakka áheyrnina.
Frá Bændaskólanum á Hvanneyri:
Námskeið í búfræði
Að Hvanneyri verða haldin þrjú námskeið fyrir bændur og bændaefni í febrúar og mars
n. k.
1. Bændaskólinn á Hvanneyri og Bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins halda
námskeið í bútækni. Námskeiðið hefst mánudaginn 22. febrúar kl. 1300 og lýkur föstudag-
inn 26. febrúar.
2. Bændaskólinn á Hvanneyri heldur námskeið í fóðurrækt, heyverkun og fóðrun. Nám-
skeiðið hefst mánudaginn 1. mars kl. 1300 og lýkur föstudaginn 5. mars.
3. Bændaskólinn á Hvanneyri og Stéttarsamband bænda halda námskeið í framleiðslustjórn-
un. Námskeiðið hefst mánudaginn 8. mars kl. 1300 og lýkur föstudaginn 12. mars.
Kostnaður vegna dvalar þátttakenda að Hvanneyri er áætlaður kr. 500 fyrir hvert nám-
skeið. Þar að auki þurfa þátttakendur að greiða námsgögn og ferðir, sem farið verður í.
Væntanlegir þátttakendur gefi sig fram í síma 93-7000. Frestur til að tilkynna þátttöku er
sjö dögum fyrir hvert námskeið.
Skólastjóri.
freyr — 59