Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1982, Síða 27

Freyr - 15.01.1982, Síða 27
Starfsmenn Veidimálastofnunar við rannsóknir í Seyðisá, þverá Blöndu. (Ljósm. Teitur Arnlaugsson). hafbeit voru auknar. Voru þær að mestu framkvæmdar í Laxeldis- stöðinni í Kollafirði. Kannanir á lífsskilyrðum í ám voru auknar verulega svo og rannsóknir á göngufiskum og þá einkum á laxi. ítarlegar tilraunir hafa verið gerðar á Iífsskilyrðum göngufiska á vatnasvæðum Elliða- ánna, Rangánna, Lagarfljóts, Skjálfandafljóts, Héraðsvatna, Hrútafjarðarár og Grímsár. Um- fangsminni kannanir hafa verið framkvæmdar í fjölda straumvatna víðsvegar um landið. Þá hafa farið fram seiðaveiðar í ánum með það fyrir augum að kanna seiðamagn, seiðategundir, þéttleika seiðanna og aldursgreiningu þeirra. Nú síð- ustu árin hefur verið lögð áhersla á að kanna lífsskilyrði fyrir lax ofan ófiskgengra fossa með það fyrir augum að nýta slík ársvæði til lax- uppeldis svo og stöðuvötnin. Silungsrannsóknir hafa verið framkvæmdar í mörgum stöðu- vötnum. Stofnstærð silungs hefur verið áætluð í Elliðavatni, Eystra Friðmundarvatni, Mývatni og Þórisvatni, og stærð murtustofn- anna í Þingvallavatni og Skorra- dalsvatni. Þáhefururriðastofninn í Efri-Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu verið kannaður í nokkur ár. Auk þess hafa tilraunaveiðar farið fram í vötnum víðsvegar um landið og silungur aldursgreindur úr fjölda vatna. Merkingar á silungi hafa verið framkvæmdar í Elliðavatni undanfarin ár. Þá hafa verið gerð- ar tilraunir með ný veiðitæki í stöðuvötnum, svo sem með gildrur og dragnót. Merkingar á laxi á mismunandi aldursskeiði hafa verið fram- kvæmdar á mörgum stöðum. Mest hefur verið merkt af gönguseiðum af laxi og þá aðallega í Laxeldis- stöðinni í Kollafirði. Um 100.000 gönguseiði hafa verið merkt með áfestum merkjum og um 250.000 með örmerkjum. Á árunum 1960—1972 voru 1070 laxar merktir á göngu úr sjó um Ölfus- árósa og um 5500 hoplaxar í Lax- eldisstöðinni í Kollafirði og í nokkrum ám. Stórt átak í rannsóknum var gert á árunum 1974 til 1976, en á þess- um árum veitti Þróunarsjóður Sameinuðu Þjóðanna 100.050.- dollara styrk til rannsókna í þágu veiðimála. Nefnd upphæð var síðar hækkuð nokkuð vegna vax- andi dýrtíðar þau ár. Verja mátti styrknum til að greiða laun og ferða- og uppihaldskostnað er- lendra sérfræðinga, sem störfuðu með starfsfólki Veiðimálastofn- unar og Laxeldisstöðvarinnar í Kollafirði svo og til kaupa á rann- sóknar- og farartækjum. Fulltrúi Þróunarsjóðsins við rannsóknar- verkefnin, sem unnið var að, var dr. Ole A. Mathisen, prófessor við Washingtonháskóla í Seattle í Bandaríkjunum. Auk hans störfuðu hér á umræddum árum sex bandarískir sérfræðingar og einn norskur með hérlendu starfsfólki að sumarlagi. Aðalverkefnið, sem unnið var að á árunum 1974—1976, var könnun á stofnstærðum lax og sil- ungs í veiðivötnunum, þ. e. ám og vötnum. Reynt var að kanna stofnstærð lax og silungs í veiði- vötnunum, þ. e. ám og vötnum. Reynt var að kanna stofnstærð laxins í ám með rafeindateljurum og með úrvinnslu á veiðiskýrslum, og stofnstærð murtu í Þingvalla- vatni og Skorradalsvatni með bergsmálsdýptarmæli. Tekin var upp ný tækni við fiskmerkingar, þ. e. örmerkjatækni sem leiðir af sér mun betri endurheimtur af laxaseiðum, sem sleppt er til sjó- göngu, heldur en með áfestum merkjum, sem viðhöfð hafði verið hér á landi fram til 1974 ásamt uggaklippingum. Ennfremur var gerð úttekt á laxgengd í Elliðaár- nar og afkomendur laxgöngunnar á árunum 1935—1973, svo og á rekstursaðferðum við fiskeldi í Laxeldisstöðinni í Kollafirði. Niðurstöður af rannsóknunum, sem Þróunarsjóðurinn styrkti birtust undir heitinu Salmon and Trout in Iceland í ritinu íslenskar landbúnaðarrannsóknir, 10. árg- angi, 2. hefti, 1978. Á árunum 1978—1980 veitti Norðurlandaráð árlegan styrk að upphæð nkr. 150.000 — 180.000 til hafbeitartilrauna í Berufjarðará í Berufirði, Fossá á Skaga og í Botnsá í Súgandafirði. Voru haf- beitartilraunir í Laxeldisstöðinni í Kollafirði hafðar til viðmiðunar. Styrkurinn nægði til kaupa á sjóg- önguseiðum af laxi, flutninga þeirra á tilraunastaðina, bygginga freyr — 67

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.