Prentarinn - 01.01.1972, Page 5

Prentarinn - 01.01.1972, Page 5
Þóróífur Danielsson, formaður HIP: DÖKK EÐA BJÖRT FRAMTÍÐ? Um réttindi og skyldur í lögum okkar eru ákvæði um |)að hvenær maður hefur skuldað sig út úr réttindum í H.Í.P. Það vill segja 12. grein félagslaga og 40. gr. sem gera ráð fyr- ir að eftir eins mánaðar skuld liafi félagi misst rétt- indi sín. Þó verður stjórnin um það að fjalla og þarf ekki nema 5 daga fyrirvara til þess, en þverskallist hann enn við að greiða sktdd sína getur stjórnin með 10 daga fyrirvara vikið hoiium úr félaginu. Ef við lítum nú á jretta í framkvæmd, þá minnist ég þess ekki að hafa heyrt að þessum ákvæðum liafi verið beitt á síðustu áratugum. Félagið liefur litið til jtess, að trassaskapur íslendinga væri svo land- lægur, að engar slíkar greiðslur væru inntar af hendi nema gengið væri eftir þeim. Það er sam- kvæmt jrví verkefni starfsmannsins að ná félagsgjöld- iinum af viðkomandi, sé það ekki gert á vinnustað, en ekki félagans sjálfs að sjá til þess að hann sé örugglega í réttindum. Ég geri ráð fyrir að flestir séu mér sammála um, að hér sé öfugt farið að. Fé- lagið býður upp á viss réttindi, svo sem Jrau að fá að vinna í prentsmiðjum, lífeyrissjóðsréttindi, styrkt- ar- og sjúkraréltindi — sé aðeins það stærsta tekið — en samkvæmt mínum skilningi aðeins Jreim, sem gæta Jress sjálfir að Jreir séu í fullum réttindum. Því ber að sjá til þess að í lögum félagsins sé skýrl tekið fram um réttindamissi félagsmanna eftir ákveðinn tíma og þá lengri tíma en einn mánuð. Ég bendi á að samkv. lögum ASÍ hefur félagsmaður rétt til að kjósa fulltrúa á þing ASÍ skuldi hann ekki meira en citl ár. Hann getur því verið réttindalaus í HÍP, cn [)ó haft rétt til að kjósa á Júng ASÍ. Ef við tökum mið af þessum landlæga trassaskap og reiknum með, að of mikið sé að ætlast til Jress af félögunum, að [>cir komi með gjöld sín mánaðar- lega á skrifstofuna. Lögunum væri því breytt á Jiaiin veg að eins árs skuld þýði réttindamissi og farið með slíka félaga sem nýja félaga, hvað varðar að vinna sér inn réttindi á ný, — þá væri komin ákveðin lína, sem farið yrði eftir í framtíðinni án allra serimonía um sviptingu félagsréttinda og síðan brottrekstur úr félaginu. Hér er aðeins um þá félaga okkar að ræða, sem ekki liafa aðstöðu til að láta draga af sér fé- lagsgjaldið, t. d. þar sem vitað er að prentsmiðjan skilar ]>ví aldrei aftur, eða af öðrum orsöktim. Félagi, sem verið hefur fullgildur meðlimur í 25— 30 ár, veikist og fær greidda alla sína innistand- andi veikindadaga. Að |>ví búnu fær hann greidd- ar 80 kr. á dag í 100 daga á hverjnm 12 mánuðum. Hanti á rétt á þessu svo lengi, sem hann er veikur. Segjum svo að maðurinn nái sér aldrei svo vel að hann hefji starf að nýju í prentsmiðju. Hann er á fullum örorkuhóttim hjá tryggingum og gelur unn- ið af og til eitthvert létt starf. í okkar reglugerðum er ekki gert ráð fyrir |>ví, hve lengi þessi styrkur skal greiðast né að hve miklu leyti tekið skal tillit til þeirra tekna, sem viðkomandi fær úr trygging- um, óreglulegu starfi og nú væntanlega úr lífeyris- sjóðnum. Reglugerð styrktarsjóðs gerir ráð fyrir J>ví, að ef sjóðsfélagi leggst í megna óreglu, sem heilsu hans stafar hætta af, missi hann öll réttindi í sjóðnum. Þó svo hann greiði öll sfn gjöld. Félagið hefur J>ó greitt þessar 80 kr. á dag í 100 daga til félaga, sem verið hafa á Vistheimilinu á Vfðinesi, á ]>eim for- sendum að verið sé að gcra tilraun til að lækna þá af sjúklegri áfengisnotkun. Ég tel að endurskoða eigi þessar styrkveitingar og með tilkomu lífeyrissjóðsins fella þær niður og nota féð frekar í tilfellum, sem það getur betur komið að gagni. Hærri greiðslur f skemmri tíma. Ég minntist á félagann, sem verið liafði fullgild- ur félagsmaður í 25—30 ár og fer síðan í annað starf, en er aukafélagi í HÍP. Hann vill meina það, að hann hafi öðlazt rétt til þess að vera jarðaður á kostnað félagsins. Sé hann veikur og óvinnufær þá PRENTARINN 3

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.