Prentarinn - 01.01.1972, Síða 29

Prentarinn - 01.01.1972, Síða 29
Þctta cr upphafið að veru minni í útlandinu. Hún hafði byrjað brösuglega, en ég hafði þó verið heppinn. Svo þegar ég sagði upp, báðu þeir mig að vera áfram. En ég hafði lofað Ólafi, syni Björns, að korna aftur á vissum tíma, og stóð við það. Bjöm hafði þá hætt forstöðu fyrir prentsmiðjunni og Ól- afur tekið við, ljómandi góður maður. Ég sá alltaf eftir |>ví síðar, að hafa farið heim. Ég ætlaði að fara að kvænast, og í staðinn fyrir að fara heim hefði ég átt að skrifa og biðja kærustuna að koma til Hafnar og vera þar síðan áfram í eitt- tvö ár; það er alltaf lærdómur í því. Þá var Kaup- mannahöfn prýðileg borg og ágætt að búa þar. Það er nú orðið svo breytt, að hún er næstum óþekkjan- leg, nánast ömurleg. En segSu mér annað: Hvað var vinnutíminn langur, þegar þú byrjaðir nóm? — Hann var þá frá sjö á morgnana til sjö á kvöld- in og tveir tímar í mat. Tveir tímar?! — Já, þá var farið í mat frá klukkan niu til tíu, morgunmat, og farið heim, og svo aftur frá klukkan þrjú til fjögur. Klukkan tólf var kaffi, en það fékk maður bara á staðnum. Ýmist höfðu menn það með sér eða var fært það. En þarna hjá ísafold var Hótel ísland og við gátum sent þangað út með mjólkurfötu og fengið í hana kaffi fyrir tuttugu og fimm aura. Við stofnuðum þarna kaffifélag til að standa undir slíkum útgjöldum. Nú rómar mig í að þú hafir byrjað hjá Kassa- gerðinni þegar hún hóf starfsemi? — Ekki þegar hún byrjaði, en ég fór þangað seinna. Þannig var, að ég hef alltaf haft með hönd- um kristilegt starf, með prentverkinu. Ólaunað auka- starf að sjálfsögðu. Ég var sex ár fyrir norðan og vann þar hjá Oddi Björnssyni á daginn, en veitti forstöðu kristniboðshúsi að auki, Zion. Þegar ég kom að norðan byrjaði ég í Eddu. Hann vildi fá mig þar fyrir verkstjóra þar, hann Eggert Briem. Þar var ég í tvö ár og byrjaði þá í Leiftri. Þá kem- ur til mín einn dag Kristján Jóhann í Kassagerð- inni. Þeir höfðu keypt gamla prentvél, sem gat prentað í tveimur litum í einu og stansað, gamlan garm, og sent mann út til að læra að fara með þetta. Nú kcmur maðurinn heim, vélin er sett upp og það á að fara að gera prufu. Það var frystihús eða eitthvað þess háttar, sem þurfti að samþykkja pönt- unina. En manninum tókst ekki prentunin, sem ekki var eðlilegt, því hann var ekki prentari. Svo Kristján Jóhann kemur til mín í öngum sínum einn eftirmiðdag og spyr, hvort ég vilji líta á þetta fyrir sig. Ég sagðist ekki þekkja svona vél og vissi ekki hvort ég gæti neitt gert, en hann gæti komið klukkan fimm og sótt mig. Hann gerði það og fór mcð mig inn eftir. Ég sá undir eins hvað var að hjá manninum og sagði hvað skyldi gera. Ég var þarna í hálftíma og þá var búið að fá þarna góða prufu, sem seinna var send og samþykkt. Þegar Kristján ók mér heim sagði hann við mig: — Hvað á ég að borga þér fyrir þetta? — Ekkert, sagði ég. Þetta var bara vinargreiði, því ég þekkti hann. — Maður tekur ekkert fyrir að standa þarna x hálftíma og segja nokkur orð. Svo kveður hann mig með handabandi og Jxá var eitthvað eftir í hendinni á mér. Það voru 500 krónur. Og Jxað var drjúgur peningur fyrir aðeins hálftíma vinnu. En þetta borgaði sig auðvitað fyrir hann, því það var allt undir þessu komið. Svo kemur hann til mín nokkru seinna og spyr hvort ég geti útvegað honum mann. — Nei, ekki nema ég komi sjálfur, segi ég, því ég vildi athuga það. Svo var ég þar hjá honum i tvö ár. Þar var baia litprentun, og þá var mig farið að Ianga að káfa í prentsvertu aftur. Nú hljóta vinnubrögS að hafa breytzt töluvert síðan þú byrjaðir, er það ekld? — Já, en Jxað einkennilega er, að [xú veizt, að nú er faginu algerlega skipt í tvær greinar, setningu og pientun. Þetta byrjaði með mér. Ert þú sá fyrsti? — Já, ég er sá fyrsti sem ekki var í hvoru tveggja. Var þá búið að lögleiða þetta? — Nei, Jxetta hefur baia komið af sjálfu sér. í þetta skipti stóð þannig á, að ég átti að kynna mér jxetta og var cina viku við kassann. Þá var tekinn lærlingur. Og hann lærði bara setningu. Það var Gunnar Einaisson. Þá var ég búinn að vera í tvö ár. Það stóð þannig á þessu, að við vorum æskufélag- ar, við Gunnar. Okkur langaði báða til að stúdera en hvorugur hafði nokkra leið til Jxess, vegna fá- PRENTARINN 27

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.