Prentarinn - 01.01.1972, Page 34

Prentarinn - 01.01.1972, Page 34
félagsins og verkamannsins. I>að er vcrið að höggva á innviðina. Þessi vinnubrögð eru hluti af slóru pólitikinni, ekki bara hér á íslandi, heldur einnig annars staðar. í nágrannalöndunum virðist þessi stefna foringjanna í heildarsamtökunum vera að ganga sér til liúðar og ntargir vona að hið sama muni gerast hér, ef fólkið í félögunum la;tur vilja sinn nógu eindregið í ljós. Það er svo önnur saga en skyld hvílíkar auðmýkingar samninganefndir verkalýðsfélaganna liafa lalið sér sæma að þola í viðskiptum við atvinnurekendur og ríkisvald á undanförnum árum. Það minnir á lierrann og þrælinn. HvaS er til bjargar í þessum efnum? Undirstaða lýðræðisins í vcrkalýðshreyfingunni er nógu almenn þátttaka félagsmanna í starfi og ákvörðunum, og náið samstarf félagsmanna og stjórnenda. Um langt skcið hefur víða verið brcst- ur í þessu kerfi. Þótt einkennilegt megi virðast hefur stækkun félaganna með nauðsynlegu skrif- stofu- og starfsmannahaldi aukið á fjarlægðir milli forustumanna og hins óbreytta félagsmanns. Það er engu líkara en umsvifin og þjónustan geti ekki geng- ið í takt. „Fjarlægðin" frá aðalstöðvunum til vinnu- staðanna hefur svo oft liaft þær afleiðingar, að for- ustan skilur |>að verr en áður, hvar skórinn kreppir. Ég er kominn á þá skoðun að það væri forustu- mönnum og starfsmönnum verkalýðshreyfingar nauðsynleg heilsubót að fara á nokkurra ára fresti út í atvinnulífið, til starfa með því fólki, sem þeir eru fulltrúar og starfsmcnn fyrir. Þá mundu ]>eir eiga auðveldara með að varðveita hæfileikann til að horfa í hug félaga sinna og skilja þær tilfinn- ingar, scm margvísleg blæbrigði starfs, aðbúnaðar og kjara kalla þar fram. Það er enginn vafi á því að með slfkum tengslum mundi forstöðumaðurinn eða starfsmaðurinn bæta iniklu við þá þekkingu, og reynslu, sem hann vissulega öðlast í starfi sínu. Ég held, að það sé nokkuð öruggur mælikvarði á hæfni þeirra manna, sem við veljum til forustu og launaðra starfa fyrir verkalýðsfélögin, að þeir hætti aldrei að geta hugsað sér að hverfa aftur til fyrri starfa. Mikið hefur verið rætt um hugsanlega sam- einingu bókagerðarfélaganna. Hvernig lítur þú ó það mól? Við erum búin að fá nokkurra ára reynslu af góðu samstarfi og samstöðu bókagerðarfélaganua. Við höfum tekið óiðnlærða fólkið inn í prentara- félagið með fullum réttindum og þar nteð sagt A. Ég held að það ætti að vera sýnu auðveldara fyrir okkur að segja B mcð því að sameina bókagerðar- félögin. Það á að halda áfram að treysta samstarfið milli bókagerðarfélaganna og efla svo skilninginn á nauðsyn þess, að engin hætta sé á ferðum, þótt atvinnurekendum þóknist að búa til svolítinn öldugang. Samstarfið á ekki að vera vandamál að öðru leyti en þv(, hvernig bezt sé að konia því fyrir. Það er cnginn vafi, að í flestu tilliti yrðu félögin sterkari sameinuð, með sameigin- lega sjóði, samciginlega innheimtu, starfsmenn og skrifstofu. Ef við berum okkur saman við stærð og styrk erlendra stéttarfélaga í okkar greinum, þá er það hrein fásinna að hafa ekki komið á miklu mciri samvinnu í praktískum efnum; að dreifa þeim í svo marga staði er einfaldlega að dreifa afli félaganna. Og þegar hugsað er um iðn- ina — bókagerðina sjálfa, þá er stóraukin samvinna bókstaflega forsenda þess að við getum komið hér upp svo vel menntuðu og æfðu starfsliði, að það standist öðrum þjóðtttn snúning. Þegar samstarf eins og ég hef nefnt hefur stað- ið í nokkur ár, verðttr litið á sameiningu eins og sjálfsagðan hlut. En þarna á ckki að þvinga, — þarna þarf lag og tíma. Hvað um Menningar- og fræðslusamband aiþýðu og starf ykkar þar? Ég held það yrði of langt m:íl að fara út í þá sálma í þessu viðtali, enda þótt það sé nátengt því, scm ég hcf verið að tala um. Ég vil aðeins segja það, að óskirnar og áformin um fræðslustarf í verkalýðshreyfingunni er jafngamalt samtökun- um sjálfum. Þeir vissu það þeir gömlu, að mennl er máttur og letruðu það skýrum stöfum í fána sinn. En það er fyrst á allra síðustu árum — eða nánar til tekið á næstsíðasta þingi ASÍ, að lagður er grundvöllur að varanlegu ogskipulegu starfi fræðslu- málanna með samþykktum cr þing'.ð gerði. Þess- um samþykktum var fylgt eftir með samningtt reglugerðar fyrir Menningar- og fræðslusamband alþýðu, scm staðfcst var af sambandsstjórn ASÍ haustið 1969. Ég held, að það sé nokkttð almennur dómur þeirra sem fylgzt Itafa með fyrstu skref- tinum, að það starf sem orðið er lofi góðu um framhaldið. Óteljandi verkefni bíða og vandinn er einkum sá, að velja það brýnasta með hliðsjón af takmörkuðum fjárráðum og liðskosti til starfa. Ég vil ekki fjölyrða hér um framttðina. Hitt er vfst, að ör atvinnuþróun og síbreytilegt þjóðfélag gera menningar- og fræðslustarf innan vcrkalýðs- hreyfingarinnar brýnna en nokkru sinni fyrr. Og menntun hins óbreytta alþýðumanns er og verður megin undirstaða Iýðræðis í þjóðfélagi og verkalvðs- hreyfingu. —hm. •52 PRENTARIN N

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.