Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 4
SKÓLADLAÐID Guðjón Leifur: Ritdómur Dómar eru dómar og munu standa sem ei- lífar umsagnir dyggða og dáð- leysis, drepnir úr dylgjum og duttlungum, djarfhuga dóm- enda. Mun undirritaður nú dirfast að kveða upp dóm um andlegar afurðir nemenda og annarra er birtust á síðum 1. tbl. 68. árgangs, Skólablaðs Menntaskólans í Rvík. Fátt er leiðinlegra en að lesa ritdóm þar sem lítið kemur fram annað en fá- láta efnisyfirlit með einstaka órök- studdri umsögn : Agætt/Nokkuð gott. En sú er oftast hættan þegar hið tröllaukna Skólablað Menntaskólans er tekið til úrskurðar. Til að falla ekki í þessa gryfju hefur undirritaður af- ráðið að breyta formi umsagnarinnar í þá veru að líta helst á blaðið sem eina heild og gefa því frekari gaum sem frekast kallar á athugasemdir eða um- sögn. Skólablað Menntaskólanema skil- aði sér ekki á tilsettum tíma frekar en fyrri daginn og e.t.v. má þar um kenna þeirri natni er ritstjómin sýndi við endurskoðun og nýmælasmíðar Skólafélagslaganna, og að það hafi komið niður á útgáfu blaðsins. Osér- hlífni ritstjómar virðast þó engin tak- mörk sett því að þrátt fyrir aukinn eril kom glögglega í ljós, er lesendum barst blaðið í hendur, að hér er ekki um nétt venjulegt Skólablað að ræða. Þessi útgáfa er einstök í útgáfumálum skólans og því er skiljanlegt hvers vegna ekki komu út fleiri tölublöð á síðasta misseri. Auðséð er á öllu yfir- bragði blaðsins að þar hafi engir aukvisar eða amatörar átt hlut að máli og auk þess væri óhugsandi fyrir rit- stjórn sem aðeins er skipuð fimm mönnum að skila tveimur slíkum meistarastykkjum, uppá réttar 60 blaðsíður, í höfn á rúmum fjórum mánuðum. Leiðari ritstjóra „Editor dicit“ markar metnaðarleg áform ritstjómar og gerir innihaldi blaðsins skírari skil á fjálglegum nótum fyrirmanns blaðs- ins, Kristjáns Guy Burgess. Mun hann vera eini maðurinn sem hefur gert skólablaðið að „Fugli og fiski“ en það var raunar með hjálp ýmissra mætra manna. Spennandi verður að fylgjast með Burgeisanum í heimi fullorðnafólksins þegar fram líða stundir. Ritdómur síðasta blaðs var að mati undirritaðs um margt aðfinnslu verð- ur. Þó svo að efni Guðrúnar til um- fjöllunar væri yfirgripsmikið þykir á- stæðulaust að tiltaka allt sem skrifað var í blaðið í samantekt er líkist helst ýtarlegu efnisyfirliti.Umfjöllun henn- ar varð löng og dómar illa grundaðir fyrir vikið. Er öndvegisýringur Fjalars nú með öllu uppurinn? Hinn íslenski Mennta- skóli er óðum að sneyðast allri and- legri kynngi. Skáldfíflin skirrast einskis í óljóðabarningi sínum og hafa hátt. Fyrir utan ljóð „skólaskáldsins“ Steinunnar Sigurðardóttur taldi undir- ritaður 4 hnjóð í blaðinu auk 3 óljóða, ósmekklegar kennaravísur teljast þar ekki með. Dagrenning í október: Snilldarverk af hálfu höfundar. Haglega brugðnar líkingar í mildum blæ, af djarflegri andagift. Höfundur hefur fágæt tök á máli og stíl og ótæmandi þekkingu á margvíslegum fræðigreinum. Lík- ingasmíð er fágæt og á engan sinn líka, t.a.m.„Lífsins sálarkraftar“. Hví- líkur styrkur í meðferð skáldaleyfisins (lífs og sálar kraftar). „Glóandi og daprir fingur sem drúpa þreyttum og sprungnum nöglum“ undursamleg myndlíking, full af kynngi sem nær hámarki þegar skáldið undirstrikar setninguna af ótæmandi líffræðikunn- áttu og kveður fastar á um að neglurn- ar séu af skordýrum.. Hr. eða Frk Dul- nefni hefur margt fleira fram að færa sem verður víst að bíða síðari tíma en fullvíst er að hún á framtíðina fyrir sér í naive-atóm-ljóðagerð. Vatn, Orra er einkar myndræn og að mínu viti, merkingarlaus athugun barns sem uppgötvar spegilmynd sína á tæru vatninu. Hvað snertir „Óá- kveðna“ og „Þakkarræðu" eftir Grímu, frýjar undirritaður sig af öll- um dómum og vísar till ummæla enska skáldsins Mac Leish: „A poem should not mean But be“ Viðtalið við Ólaf Eiríkson er þungt og nær sér aldrei á flug. Einna líkast „manni mánaðarins" úr Æskunni eða ABC. Jasskvöld í frásögn Sults er ágæt framanaf en klúðrast gjörsamlega í lokin þegar efnistökin rýrast og sultur sverfur. í fyrstu markast greinin af digurbarkalegum fullyrðingum um frammistöðu Jazzaranna og fær les- andinn þá á tilfinninguna að höfundur sé soltinn Jazz-unnandi. En það lætur víst öðru nær þegar Sultur leyfir sér að setja út á „þann leiða ósið að klappa í lok einleikskafla hvers hljóð- færis“ . Því að það eru einmitt þessir einleikskaflar sem einkenna Jazzinn og alls staðar, nema hjá Sulti, er tíðk- að að lofa frammistöðu tónlistar- manna með lófataki. Þar með hefur Sultur opinberað fákunnáttu sína á viðfanginu og dulnefnið öðlast nýja merkingu: Einhver sem hungrar í e-ð sem hann getur ekki staðið undir. Greinar þeirra: Sigurðar Freys Marinóssonar og Margrétar Sigurðar- dóttur voru ákaflega skemmtilegar og báru af að öðrum greinum ólöstuðum. Báðar voru þær lipurlega skrifaðar og settar fram í látlausum og aðgengileg- um stíl, einkar heppilegar tímarits- greinar. Það var helst að grein Mar- grétar væri í stysta lagi og að þær myndir sem fylgdu greininni væru full dapurlegar og gæfu því ekki rétta mynd af fjörinu á Púgal ‘92. Aðeins var að finna eina ritgerð á síðum Skólablaðsins sem er miður. Þar brýnir stílvopnið Sigurður Þór Sigurðsson og veitist að menntakerfi landans með íronísku háði undir yfir- skrift dagdrauma og særir uppskrúf- aðar andleysur Maðkétna myglu- hjallsins við tjömina sárri holund og markar langþráð tímamót í efnistök- um Skólablaðsins. Annað eins hefur aldrei gerst síðan 1943 þegar flokks- bróðir Sigurðar og forveri við skól- ann, Eymundur Magnússon var rek- inn fyrir sams konar skrif sem þó voru öllu beryrtari og beittari en Sigurðar. Þetta hefur ritstjóm gert sér ljóst og birtir stórskemmtilega og fræðandi frásögn af þeim atburði á þessum 50 ára tímamótum. Hið þrumandi leikverk „Síðdegi skógarpúkans“ eftir Danté... Debussi... Ravel... Nei annars, Egil Amarson og Stefán Jónsson??? Er dæmigert fyrir þá kumpána : Frásögn af ógeiginlegum atburðum í eiginlegu umhverfi. Staðlaus rökleysa á fá- visku grunduð. Til að hylma yfir öllu saman strá þeir ryki í augu lesandans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.