Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 46
SKÓLADLAÐID
Margrét Sigurðordórtir, ó.-M:
Söngkeppni jyiennloskólons
í Reykjovík
27. janúar
síðasliðinn fór
fram Söng-
keppni
Menntaskólans
í Reykjavík að
Hótel íslandi.
Þátttaka hefur
aldrei verið
meiri en 22 at-
riði kepptu um farandsleirkrukkuna
og mat fyrir tvo á veitingastaðnum
Við tjörnina. Innan hvers atriðis voru
svo ýmist einn eða fleiri sem hófu upp
raust sína. Kynnar kvöldsins voru
Jakobína Zoega og Jónas næturgali en
hann opnaði einmitt keppnina með
stórsöng sínum. Það voru fáir MR-
ingar sem létu sig vanta á íslandið
þetta kvöld og kom það sér einkar vel
að háttvirtur inspector, Magnús Geir,
hafði komið fyrir miklum lím-
bandsvef frá sviðinu að áhorfendum
svo tryggt væri að trylltur lýðurinn
héldi sig í hæfilegri fjarlægð frá
söngstimum. Sumir gátu þó ekki
haldið aftur af sér og æddu í gildruna.
Máttu þeir sitja þar fastir það sem eft-
ir var kvöldsins enda vefurinn þéttur
og límið sterkt. Olli þetta litlum trufl-
unum og keppnin fór fram með mikl-
um glæsibrag. Þama var auðséð að
MR-ingar búa yfir fjölda prýðilegra
söngvara og tel ég fullvíst að a.m.k.
átta þeirra hefðu getað farið í aðal-
keppnina, Söngkepnni Framhalds-
skólanna, sem mjög frambærilegir
fulltrúar Menntaskólans. Ef keppend-
ur hins vegar bjuggu ekki yfir grunn-
tækni í söng bættu þeir það upp með
stórskemmtilegri framkomu. Útkom-
an varð mjög fjölbreytt og skemmti-
leg keppni sem ýmist kitlaði heyrna-,
sjón- eða hláturtaugar. (Hér vill þó
undirrituð benda á að þama var ekki
verið að keppa um lag eða texta held-
ur FLYTJANDA).
Hljómsveit skipuð mektarfólki inn-
an skólans að mestu stóð sig ágætlega
þetta kvöld þótt hins vegar hafi hljóð-
blöndun verið hörmuleg þannig að
stundum yfirgnæfðu einstök hljóðfæri
söngvana. Þetta olli þó engum alvar-
legum skaða í þetta skipti. Stórtón-
listarmennimir Guðmundur Pétursson
Hljómsveif skipuð
mektorfólki innon
skólons qó mesfu
sfóö sig ágæflego
þeffo kvöld þóff
hins vegor hofi
hljóðblöndun verið
hörmuleg þonnig
qó sfundum
yfirgnæfðu einsfök
hljóðfæri
söngvanQ.
og Karl Olgeirsson veittu aðstoð sína
í lögum Lindu og Kristbjargar og var
sú aðstoð mjög skemmtileg áheymar.
Þegar keppninni lauk héldu hótel-
gestir á skemmtistaðinn Berlín, nema
þeir sem voru fastir í límbandsvefn-
um. Flestir sneru þó aftur til gisti-
hússins góða þar sem úrslit vom til-
kynnt. Skemmst er frá að segja að í 3.
sæti var ung snót úr 3. bekk ; Helga
Magnúsdóttir. í öðru sæti varð ung
stúlka sem oft hefur skemmt söng-
elskum Menntaskólanemum og nú
síðast allri þjóðinni í þættinum hans
Hemma vinar okkar allra; Krisbjörg
Kari Sólmundardóttir. Sigurvegari
keppninnar í ár var eins og flestum er
kunnugt önnur þriðjubekkjarsnót Þór-
anna Jónbjömsdóttir sem söng lagið
Dimmar rósir. Eg efast um að áður
hafi Menntaskólinn búið yfir annarri
eins fjöld ágætra söngvara og þótt stór
hluti þeirra hverfi á næsta ári úr skól-
anum finnst mér ekki úr vegi að
benda komandi Herranæturstjóm á að
velja það verk sem fært verður upp á
næsta ári með tilliti til þeirra miklu
sönghæfileika sem Mennskælingar
búa yfir..