Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 36
SKÓLADLADID
steinhlöðnum veggjum. Brúna nýttu
leikaramir til að auka hið takmarkaða
rými sviðsins og færa sýninguna út í
sal, nær áhorfandanum. Hin þrískipta
borgarráðsbygging, sem gnæfði yfir
sviðinu, var e.t.v táknræn fyrir hinn
þríhöfðaða dreka. Leikmunir voru vel
nýttir, einkum brunnurinn sem þjón-
aði einnig sem eldstó og undirstaða
borðs. Einfalt svið og notadrjúgir
leikmunir tryggðu hraðar skiptingar
milli atriða, svo að hvergi varð
spennufall í sýningunni. Búningar
hæfðu verkinu vel. Öðrum þræði var
þar um að ræða einfaldaðan og stíl-
færðan miðaldaklæðnað, en í lokaat-
riðunum bættust við fasískir herbún-
ingar. Gervin voru einnig góð, sér-
staklega andlitsgríma drekans og hið
stalínska gervi Ólafs Darra. Reyndar
er vísun verksins til stalínskra stjórnar
hátta og alræðis svo sterk að varla er
hægt að virða hana að vettugi við
uppfærslu.
Sérlega hugkvæmt þótti mér sam-
spil Ijósa og ' li&snæmrar málningar.
Gætti þar skynsamrar hófstillingar, en
einhverjir hefðu væntanlega látið
freistast af ofnotkun til að laða fram
hið litríka miðaldalíf. A leikhljóðum
mátti finna bæði kost og löst. Vel var
til fundið að hafa bardagagnýinn í
formi sprengjuregns, en hann var þó
yfirgnæfandi og skyggði á textaflutn-
inginn. Hið sama átti við um vængja-
slátt drekans. Tónlistin sem mun að
mestu eða öllu leyti hafa verið frum-
samin hæfði verkinu vel. Einkum átti
það við um atriðið, þar sem borgar-
amir færðu Lancelot vopnin góðu, en
þá var leikin miðaldaleg ballaða, þar
sem greina mátti tóna frá fomum
hljóðfæram, s.s. harpsikordi ( sem ég
þykist vita að hafi verið framkallaðir
með hljóðgervlum). I gegnum leikrit-
ið gekk hugþekkt stef, sem einkum
var leikið undir ástaratriðum. Þótt
stefið væri fallegt var það ofnotað,
svo það varð leiðigjarnt þegar á leið.
I sýningunni gætti tæknibrellna og
yfirgengilegra atriða, sem mér þóttu
næsta óþörf. Slík brögð, sem eru
væntanlega komin inn í leikhúsið fyr-
ir áhrif kvikmynda og eiga að svala
þörf nútímamannsins fyrir stórfeng-
leika, geta reynst hjárænuleg á leik-
sviði. Ur „Drekanum“ vil ég taka tvö
dæmi. Hið fyrra er þegar þrír ógnar-
stórir og sjálflýsandi hausar birtust á
sviðinu. I verkinu er það fyrst og
fremst nærvera drekans og það and-
rúmsloft sem þetta nábýli borgarbúa
við óvættina skapar, sem skiptir máli.
Þess vegna þjónaði þessi tilkomu-
mikla hausasýning ekki tilgangi og
varð frekar til að draga úr áhrifamætti
sýningarinnar en auka hann. Síðara
dæmið var þeysireið Lancelots á mót-
orhjóli upp á sviðið í lokaatriðinu,
með tilheyrandi stímabraki, írafári og
upplausn. Að mínu mati var hér um
stílbrot að ræða, sem jók ekki á neinn
hátt við tímaleysi verksins, heldur
þvert á móti takmarkaði það. Lausnari
borgarbúa reynist vera leðurklæddur
riddari götunnar, sem geysist um á
vélfáki , tekur ofan hjálminn og lfkist
mest drambsömum Vítisengli. Slíkur
töffari virðist betur til þess fallinn að
vekja skelfingu og ógn heldur en
frelsun lýðsins. í þessu leðurlíki flutti
Lancelot lokaræðu sína um samkennd
allra manna, og virkaði ræðan sú arna
kyndug í Ijósi þess.
Þó hér hafi verið tæpt á ýmsu, sem
betur mætti fara við uppfærslu „Drek-
ans“, stendur eftir óhagganleg skoðun
mín að sýningin hafi verið afbragðs-
góð skemmtun. Þetta síunga verk á
erindi við alla og í fjörmikilli upp-
færslu Herranætur vógu kostir langt
umfram galla. Sýningin var m.ö.o.
mjög góð, en ekki hnökralaus. Hafi
Herranótt þökk fyrir ánægjuríkt
kvöld.
NOTIÐ SUMARFRIIÐ VEL
BÚIÐ TIL YKKAR EIGIN SKARTGRIPI
Hjá okkur fáið þið skartgripaefni í
ævintýralegu úrvali.
Perlur og steinar frá ollum
heimshornum:
Indlandi, Perú, Mexíko, Bandaríkjunum,
Þýskalandi o.fl.o.fl.
Festingar og keðjur á mjög góðu verði.
Allt ofnæmisprófað.
Náttúrsteinar frá Suður-Ameríku.
Fallega slípaðir.
Módelplast og Cernit leir fyrir ykkur
sem viljið móta allt sjálf.
Leðurreimar, bæði þykkar og þunnar.
Verslið þar sem úrvalið er mest.
VOLUSTEINN
FAXAFEN114-108 REYKJAVÍK
SÍMl: 679505 - FAX: 685421