Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 32
SKÓLADLAÐID
sem mér fannst nauðsynlegur vegna
ævintýrisins.
Leikarahópurinn stóð sig í heild
með prýði þó menn hafi passað mis-
vel inn í hlutverkin sín, einstaka menn
fipast í línum sínum og einhverjir
misst leikmuni út úr höndunum. Að
öðrum ólöstuðum vil ég þó minnast
Elínar Lilju Jónasdóttur sem mér
fannst eiga frábæran leik sem Elsa.
Framsögn hennar var skýr og túlkun
sannfærandi. Markús Þór Andrésson
var góður sem Lancelot og Hrannar
Már Sigurðarson var sannfærandi sem
hinn tækifærissinnaði Hinrik. Olafur
Darri Olafsson átti einnig góða takta
sem hinn geðbilaði borgarstjóri.
I heildina litið tel ég uppfærsluna
hafa heppnast vel og aðstandendur
mega vera nokkuð stoltir af enda hef-
ur mikið af hæfileikaríku fólki komið
þar við sögu og á ég þá bæði við leik-
ara, tónlistarfólk og aðra sem með
sýninguna höfðu að gera. Ég átti
góða kvöldstund í leikhúsinu.
32
Lovísq Leifsdóttir, 5.Z
Á Herranótt 1993
Ár hvert þegar sól er farin að
hækka aftur á lofti og snjóa jafnvel
tekið að leysa hefjast sýningar á
Herranótt. Að þessu sinni varð fyrir
valinu Drekinn eftir Uzbekistanska
rithöfundinn Jewegeni Schwarz.
Verkið er háðsk ádeila á hið einræðis-
lega stjómarfar sem ríkti í Sovétríkj-
unum og var skrifað árið 1942 á
valdatíma Stalíns. Verkið var að
sjálfsögðu bannað á sínum tíma enda
þarf ekki að kafa mjög djúpt til þess
að verða ádeilunnar var þó verkið sé á
formi ævintýris.
I stuttu máli fjallar leikritið um það
þegar riddarinn Lancelot kemur til
borgarinnar sem hefur verið undir
ægistjóm dreka nokkurs í fjöldamörg
ár. Hann tekur óbeðinn að sér það
hlutverk að frelsa borgina úr klóm
drekans í óþökk flestra borgarbúa sem
annað hvort hafa sætt sig við kúgun-
ina eða telja sig geta haft gott af drek-
anum. Og auðvitað er hann að bjarga
fallegri stúlku í leiðinni.
Sýningin heppnaðist vel að mér
fannst. Leikmyndin var alveg sér-
staklega skemmtileg, sú besta sem ég
hef séð á sýningum í Tjamarbíói.
Einnig fannst mér öll tæknivinna hafa
tekist vel svo sem öll hljóð og ljós.
Tónlistin sem mér skilst að hafi verið
frumsamin fyrir þessa uppsetningu
var bæði fallega leikin og hæfði sýn-
ingunni vel. Búningar voru líka
skrautlegri og fallegri en oft áður og
settu skemmtilegan svip á sýninguna