Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 53

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 53
Jóhönnu Bryndísi Bjarnadóltur, 5.-M: Annoll félogslífsins Með hækk- andi sól og vor í lofti er vel við hæfi að líta um öxl og fara yfir félagslíf vetrar- ins. Margt hef- ur verið í boði og oftar en ekki hefur maður staðið frammi fyrir að þurfa að velja og hafna þegar atburðir félagslífsins eru annars vegar. Og af hverju brakar í sumum skólabókunum alveg eins og þær hafi sjaldan verið opnaðar? Óhætt má segja að félagslífið í MR í vetur hafi höfðað til þorra nemenda. Flóra félagslífsins hefur sjald- an verið fjölskrúðugari og leit- ast hefur verið við að hafa uppákomurnar, sem verið hafa nær hvert kvöld, sem fjöl- breyttastar og er vonandi að allir hafi fundið eitthvað við sitt hæfi. Mánaðaráætlanir með dagskrá félagslífsins hafa komið út mánaðarlega, svo nemendur hafa getað skipulagt námið með tilliti til félagslífs- ins. Fyrsti stóratburður vetrarins var á þriðja skóladegi þegar Opnun félags- lífsins var í kjallara Casa Nova. Fram komu nemendur með frumsamið leik- rit, Gysbræður skemmtu og þá lék hljómsveitin Jet Black Joe. Aldrei hafa jafnmargir verið samankomnir í kjallaranum og einmitt þetta kvöld, á sjötta hundrað manns samkvæmt áreiðanlegum heimildum gestabókar. Viftumar höfðu nóg að gera. í vikunni á eftir stóðu skemmti- nefnd og tónlistardeild Listafélagsins fyrir tónleikum með hljómsveitunum Ham og Púff á svokölluðu Neðanjarð- arkvöldi, sem var liður í röð félag- anna um mismunandi tónlistarstefnur. Tollering var 17. september og var Busaball haldið sama kvöld að Hótel Borg. Og þar með var MR síðastur skóla til að halda skólaball á Borg- inni, í bili. Komust fæni að en vildu (þó allir MR-ingar) og var margur orðinn þyrstur í bekkjarpartý eftir sumarið. Síðustu helgina í september fékk svo félagsaðstaðan sína andlits- lyftingu og var haldið upp á endur- bætumar með uppákomu þann 30. september þar sem fram komu meðal annars Vinir Dóra og Þórarinn Eld- jám. Október mánuður hófst með glæsi- legum sigri MR-inga á MR-ví degin- um. Þá var haldið jazz-kvöld í áður- nefndri röð tónlistardeildar og skemmtinefndar. Næstu daga á eftir var ekki spilað annað en Oscar Peter- son í kjallara Cösu! Að annarri dansæfingu vetrarins var staðið 15. október þegar Tod- mobile kom og lék fyrir fullu húsi MR-inga á Tunglinu. Um daginn var kaffihúsadagur í kjallara Cösu, þar sem hin eina sanna franska kaffi- húsastemning réð ríkjum. Engir MR- ingar fóru heim af ballinu með rauða málningu í fötum, og er því helst um að kenna að ekki náðust samningar við Málningu hf. Þess má geta að Todmobile voru í Nemanum sama dag og ballið var og komu þar fram órafmögnuð. Vakti sú uppákoma mikla lukku. Um miðjan október var fræðsla fyrir 3. bekk um skaðsemi áfengis og tóbaks, sem Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Skólafélagið stóðu fyrir. Er von að hún hafi vakið ein- hverja til umhugsunar. I lok október voru haldnir hátíðar- tónleikar Listafélagsins í íslensku óp- erunni. Sýndu þar og sönnuðu meðal þeirra sem fram komu, að það leynist margur efnilegur tónlistarmaðurinn með framtíðina fyrir sér á meðal nem- enda. Um tíu dögum fyrir Árshátíð mátti sjá á dagskrá félagslífsins að stórvið- burður væri í nánd. Meðal þess sem boðið var uppá í niðurtalningunni fyr- ir Árshátíð var námskeið í almennum siðum, dansnámskeið og síðast en ekki síst var Árshátíðarlagið frumflutt í Nemanum. En þess má geta að í tengslum við Árshátíðina var gefin út glæsileg plata með 4 frumsömdum lögum eftir nemendur. Þann 12. nóv- ember var svo sjálf Árshátíðin. I löngu frímínútunum var gestum og gangandi boðið upp á skúffukköku og mjólk og Bossanova band spilaði undir af miklum móð. Að loknum skóladegi var haldið á skemmtunina á Hótel Islandi, og síðar um kvöldið á Hótel Sögu á ball, þar sem Milljóna- mæringamir léku fyrir dansi. Bogomil Font sjálfur komst því miður ekki, því Bono í U2 vildi hafa aukatónleika, svo Bogomil var fastur í Ameríku. Þó ekki límdur. En eins og alkunna er Bogomil Sigtryggur í tygj- um við trommusettið í Sykur- molunum, og sú hljómsveit var á tónleikaferðalagi með U2 um þetta leyti. Árshátíðin þótti takast mjög vel. Hún þótti frumlej*, og skemmtiatriðin á Hótel Islandi voru mjög glæsileg. Að lokinni Árshátíð tók við svokallað fé- lagslífsbann, og var þá litið í bækur! Að loknum prófum eða þann 15. desember var haldið jólaball í Hinu Húsinu. Hljómsveitin NýDönsk spilaði fyrir dansi og skemmti fólk sér hið besta, en þeir þó best sem nýbúnir voru í dönskuprófi. Eftir jólafrí komu nemendur fílefldir til leiks. Strax í fyrstu skóla- vikunni var Þrettándagleði, þar sem ýmislegt var til gamans gert. Töfra- maðurinn Mighty Garath töfraði nokkra upp úr skónum, nokkur örleik- rit voru sýnd við leikstjóm Magnúsar Geirs inspectors, eldspúarar komu og gleyptu annað en mat, menn komu sem gengu á glerbrotum, flugeldasýn- ing var og brenna var í portinu (þó sýnd af breiðtjaldi). Þá spilaði einnig hljómsveitin Pinkowitz. Til að auka ' fjölbreytnina, voru 2 svið notuð við skemmtunina þetta kvöld. í vikunni á eftir var Michael Jackson-kvöld í áðurnefndri tónlista- röð. Þar voru sýnd myndbönd og spil- uð tónlist með kappanum, boðið upp á Micael Jackson-drykk (Pepsi) og stigin Michael Jackson dans. Hug- mynd var uppi um að fá lýtalækni til að hafa stutt innskot um lýtalækning- ar en frá henni var fallið. Bogomil Fonf sjolfur komsf því miður ekki, því Bono í U2 vildi hofo oukofónleiko, svo Bogomil vor fosfur í Ameríku. Þó ekki límdur. 53 SKÓLADLADIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.