Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 26

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 26
SKÓLADLAÐIÐ Bryndís Ásgeirsdóftir og Sveinn H. Guðmorsson: DóndimQður Það er 7. október 1973. Lítill drengur grenjar há- stöfum. Skömmu síðar færist ró yfir hann. Nú er hann eins og hann á að sér að vera. Magnús Geir Þórðarson er sonur Þórðar Magnússonar og Mörtu Maríu Oddsdóttur. Hann á tvo bræður en enga systur. Sitt fyrsta ár bjó hann í Ameríku en fluttist sem betur fer þaðan áður en umhverfið næði að móta hann svo nokkru næmi. Því næst hafði hann skamma viðdvöl á Vesturgötu 20 en færði sig svo um set á Kvisthagann og sleit þar bamsskónum. Hann fékk þó fljótt nýja skó og tók þá að kynna sig fyrir krökkunum í hverfinu með hefðbundnum hrekkjum og prakkaraskap sem hefur einkennt hann æ síðan. A sjötta aldursári ákvað hann að fara í Melaskóla, hélt þaðan í Hagaskóla og ekki orð um það meir. Magnús Geir hefur alltaf verið maður stórhuga og sést það kannski helst á því að aðeins ellefu ára gamall stofnaði hann Gamanleik- húsið. Síðan þá hafa sýn- ingar þess orðið átta talsins sem hann hefur sett upp og leikstýrt. Þessi verk voru sýnd í leikhúsum Reykja- víkurborgar, þar á meðal á Iðnó, Islensku Operunni og nú síðast í Borgarleikhús- inu. Innlendi markaðurinn reyndist of lítill fyrir Gam- anleikhúsið og lagði það því land undir fót í leit að frægð og frama. Þannig hefur leikhúsið farið þrisvar utan með jafnmörg leikrit og alltaf hlotið góðar viðtökur. Hátindinum var svo náð með uppfærslunni á leikrit- inu Grænjöxlum sumarið 1991 í Islensku Óperunni sem var svo sýnt um vetur- inn í Borgarleikhúsinu. Hlaut uppfærslan einróma lof gagnrýnenda og þótti einkennast af miklum metn- aði. Flestir hefðu látið þar við sitja, að halda uppi heilu leikhúsi, en Ifkt og aðrir at- hafnamenn þurfti Magnús að berjast á tveimur víg- stöðvum. Hann lét lítið á sér bera í 3. bekk en sinnti náminu vel og vandlega. Straumhvörf urðu svo í lífi hans þegar honum var boðin leikstjómarstaða á Árshátíð Skólafélagsins 1990 ásamt Sólveigu Amarsdóttur. Sæti í Skemmtinefnd fylgdi í kjöl- farið en hann lét ekki þar við sitja heldur skellti sér í Herranótt og lék þar nokkur hlutverk í Mjólkurskógi eftir Dylan Thomas. Um vorið bauð hann sig svo fram í emb- ætti quaestors. Það er skemmst frá því að segja að hann sigraði kosningarnar með miklum yfirburðum enda einn í framboði. Nú var Magnús Geir orðinn quaestor og að margra dómi lyfti hann þessu virðingarembætti á æðri stall með slagorðum á borð við: „Drekkum, ælum, drepumst!“ og „Hrynjum í það!“ Með árshátíð Skóla- félagsins „Ljúfa líf‘ bætti hann enn einni fjöður í hatt- inn. Þetta var eflaust ein glæsilegasta árshátíð sem haldin hafði verið og er það ekki hvað síst Magnúsi Geir að þakka. Auk hefð- bundinna quaestorsstarfa tók hann upp þráðinn að nýju á sýningunni Grænj- öxlum á litla sviði Borgar- leikhússins. Þetta vor varð enn einn vendipunkturinn í lífi hans en eins og alkunna er þá bauð hann sig fram til Inspectors. Hann hóf In- spectorsár sitt af miklum krafti með sveitaballi og síðan þá hefur hver stórat- burðurinn fylgt á fætur öðr- um. Það er ekki ofsögum sagt að félagslífið í ár hefur verið með miklum ágætum og verður það að skrifast að einhverju leyti á kvikindið. Sem dæmi má nefna Árshá- tíð djúpt í hugarheimi og söngkeppni Hins íslenska Menntaskóla. Magnús lét þó söngkeppni okkar MR- manna ekki nægja sér held- ur, knúinn áfram af óbilandi metorðagirnd og framapoti, notaði stöðu sína innan Fé- lags framhaldsskólanema og leikstýrði söngkeppni framhaldsskólanna nú í ár. Má segja að með henni hafi hann sett punktinn yfir i-ið á ferli sínum í Menntaskólan- um í Reykjavík. Flestir sem kynnst hafa Flestir sem kynnst hafo Mognúsi Geir myndu lýsa honum sem afar kurteisum og viðfelldnum en þó mjög ákveðnum manni. Kímnigáfan er með besta móti en hún brýst einkum fram í ófrúlegum prakkaraskap þar sem engum er hlíft.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.