Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 9
Donfríður SkarphéðinsdótTir:
Þonkor um órshótíð
/
slendingar hafa frá upphafi
búsetu sinnar hér á landi
fundið sér ýmis tilefni til að
halda hátíðir og veislur sér til
dægradvalar og skemmtunar. I
lífsspeki Hávamála er lögð
áhersla á nauðsyn mannlegra
samskipta og vináttu. Þar er að
finna hina gullvægu setningu
„Maður er manns gaman“ sem við
vitnum gjarnan til enn þann dag í
dag.
Sá sem kemur nýr til starfa við
Menntaskólann í Reykjavík verður
þess fljótt áskynja að skólastarfið
hvílir á rótgrónum hefðum. A þetta
eflaust bæði við um nemendur og
annað starfsfólk skólans. Enginn skóli
á Islandi getur rakið sögu sína svo
langt aftur sem Menntaskólinn í
Reykjavík. Hefðimar eru því fastar í
sessi og eðlilegt er að nemendur og
starfsfólk vilji halda þær í heiðri.
Hefðimar eiga sinn þátt í að skapa á-
kveðna festu í skólastarfinu og stuðla
án efa einnig að því að með nemend-
um og kennurum myndast samhugur
og samvinna sem skiptir miklu máli.
A öskudaginn, 24. febrúar síðast-
liðinn, var haldin glæsileg árshátíð
Framtíðarinnar. Nemendur höfðu að
vanda unnið af kappi við undirbún-
ing. Arangurinn birtist ekki aðeins í
fjölbreytilegum frumsömdum atrið-
um, heldur einnig í góðum anda og
gleði sem alls staðar lá í loftinu dag-
ana fyrir árshátíðina og á árshátíðar-
daginn. Við tækifæri sem þetta kemur
fram í dagsljósið skapandi kraftur
nemenda og ýmsir hæfileikar sem
ekki eru alltaf sýnilegir í dagsins önn.
Vikuna fyrir árshátíð hljómaði tón-
list frá íþróttahúsinu þar sem flestir
nemendur skólans stigu dansinn af
mikilli gleði. Á skemmtuninni á Hótel
Islandi síðdegis sýndu nemendur
hæfileika sína á sviði hefðbundinna
lista eins og leiklistar, tónlistar og
danslistar en jafnframt frábæra skipu-
lagshæfileika, hugmyndaflug og
tækniþekkingu. Þar sannaðist svo
ekki verður um villst að sé vel að und-
irbúningi staðið verður uppskeran í
samræmi við það. Er ástæða til að
hafa í huga alla daga ársins hve mikil
áhrif við getum sjálf haft á hvemig
tekst til með þau verkefni sem við
tökum okkur fyrir hendur. Það skiptir
sköpum bæði í vinnu og námi hvernig
við sjálf undirbúum okkur fyrir loka-
atriðið.
Undirbúningur fyrir svo veglega
samkomu sem árshátíð krefst þátttöku
margra en mikilvægast er að með
þeim takist góð samvinna. Slíkar
samkomur eiga sinn þátt í að þjappa
nemendum saman og kenna þeim að
vinna saman í stórum og smáuni hóp-
um. Sú reynsla sem þannig hlýst er
gott veganesti út í lífið.
Hið hefðbundna skólastarf er að
sjálfsögðu það sem starf nemenda og
kennara snýst um frá einum degi til
Undirbúningur fyrir
svo veglega sam-
komu sem ðrshóríð
krefst þámöku
margra en
mikilvægasf er að
með þeim rakisr
góð samvinna.
annars. Ekki má þó vanmeta þá stað-
reynd að bestu minningamar frá
skólaárunum tengjast oft þátttöku í fé-
lagslífi. Oft myndast sterkustu vin-
áttuböndin í félagsstarfinu. Loks má
ekki gleyma því að öll höfum við þörf
fyrir tilbreytingu í daglega lífinu, ekki
síst á vetuma þegar dagamir eru stutt-
ir og oft strangir. Tilbreytingin gefur
okkur oft nýja sýn á verkefni líðandi
stundar. Hæfileg blanda af vinnu,
skemmtun og slökun er hverjum
manni nauðsynleg.
Undirrituð naut gestrisni 5.-Z árs-
hátíðarkvöldið. Þar komu fram leynd-
ir hæfileikar m.a. í karokee-keppni og
fótmennt. Vil ég enn og aftur þakka
fyrir ánægjulega kvöldstund.
Það er von mín að árshátíðin nú á
vormisseri svo og aðrir þættir félags-
lífsins hafi gefið ykkur, ágætu nem-
endur, þann innblástur sem þið þurfið
til að leysa með góðum árangri þau
verkefni sem blasa við á síðustu
starfsdögum skólans. Nú er vert að
horfa til þess sem vel hefur tekist í fé-
lagslífinu hjá ykkur einmitt vegna
þess hve vel var að því staðið að ykk-
ar hálfu. Á sama hátt getið þið lagt
drög að góðri uppskeru starfs ykkar
hér í skólanum í vetur.
L
SKÓLADLADID