Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 23
Barði forseti Jóhannsson 4-B
Lestu mig !
Aha. Þú ert forvitin(n) að eðlisfari. Þú
verður alltaf að athuga hvað er í pottinum
þegar hann er á eldavélinni, ert með eyrun
allstaðar, nagar neglumar til að sjá hvemig
er undir þeim, gengur í Frímúrarasamtökin
eingöngu til að athuga hvernig starfsemi fer
þar fram og heimtar að fá að vita hvað vinir
og kunningjar ætla að snæða næstu daga.
Það er ekkert til að skammast sín fyrir. All-
ir eru forvitnir (líka ég). Krækiber. Það er
þó speisað að hugsa til þess að á hverjum
degi virðast menn forvitnast í gríð og erg.
Það er óþolandi þegar maður er að segja
eitthvað sem ekki á að berast lengra en ein-
hver lítill lúði hefur legið á hleri og kjaftar
öllu. Ekki satt? Litli lúði ! Hættu að for-
vitnast eða ég læt Gauta taka karatespark
framan í þig.
Ljóð
Hann leit niður til hennar og virti hana fyrir
sér. Hún var föl og grönn. Varimar voru
stórar, fallegar og virtust svo mjúkar. Augun
voru lokuð en samt sást vel hversu stór þau
voru, þessi djúpu, blíðuaugu sem höfðu sagt
honum svo margt.
Þrátt fyrir hvíta silkið sem breitt var yfir
hana kom greinilega í ljós hinn fagri
líkamsvöxtur. Þessi líkami sem hann hafði
svo oft haldið utan um og alltaf verið svo
glaður þegar hann var nálægur.
Glansandi hárið lá niður með vöngunum og
leit út fyrir að vera svo lifandi að hann langaði
mest að grafa andlitið í það, aðeins að fá að
snerta það, strjúka því líkt og hann hafði gert
svo oft áður.
Hún lá þama máttvana, lítil og hjálparþurfi.
Hún var enn ung en þreytuleg með augun
lokuð. Brátt yrði kistunni líka lokað og
moldin hyldi hana að eilífu.
Að eilífu.
Höfundur er nemandi í 5. bekk.
Réttumegin
við strikið með
Reglubundnum
spamaði
I*/ Reghibundii
/• sj)arnaður
linn
Reglubundinn sparnaður -
RS-er einfaltog sveigjan-
legtsparnaðarkerfisem
hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að vera réttu megin
við strikið í fjármálum. Ávinningurinn er margfaldur: Þú
eignast sparrfé og ávaxtar það með öruggum og aróbærum
hætti, átt greiðari aðgang að lánsfé, kemst í hóp bestu
viðskiptavina bankans og nærð betri tökum á fjármálum
þínum en nokkru sinni fyrr. Allt sem til þarf er að semja við
bankann um að millifæra ákveðna upphæð
reglulega inn á Grunn, Landsbók, Kjörbók
eða Spariveltu sem saman mynda RS.
Við inngöngu í RS
færðu þægilega
fjárhagsáætlunar-
möppu fyrir heimilið
og fjölskylduna.
Landsbanki
íslands
Bankl allra landsmanna
Allar nánarí upplýsmgar fást í itarlegum bækllngi sem llggur frammi i næstu afgreiðslu Landsbankans
SKÓLADLADID