Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 17
MR-MA
Að kvöldi 19. dags febrúarmán-
uðar þessa árs þyrptust MR-ingar í
VÍ-höllina í Kringluhverfi. Astæð-
an var sú að þá skyldi fara fram
undanúrslitakeppni í MORFÍS á
milli Menntaskólans í Reykjavík og
einu verðugu andstæðinga hans,
dótturskólans á Akureyri. Hann er
einmitt kenndur annars vegar við bæinn sem hann er stað-
settur í og hins vegar við skólann okkar.
Ástæða þess að Menntaskólinn heldur keppnina í húsi
VÍ er flestum kunn, skólinn hefur nefnilega ekki aðstöðu
til að taka á móti öllum þeim fjölda fólks sem mætir á at-
burð sem þennan, enda er MR ekki einkaskóli og skipar
því ekki sérstakan sess hjá yfirvöldum. Það er reyndar
annað mál og ekki til umræðu hér.
Sem fyrr segir var mikill fjöldi fólks saman kominn til
að fylgjast með keppninni
og „stemmningin“ býsna
góð. Enda var í salnum, auk
MR-inganna, allstór hópur
Norðanmanna sem reyndi
hvað hann gat að halda í við
róðrafélagið. Fundarstjóri,
Gauti B.E., setti fundinn og
kynnti tímaverðina sem að
vanda voru tveir, einn úr
hvorum skóla. Fulltrúi okk-
ar var að sjálfsögðu Öm
Ulfar Sævarsson, tímavörð-
ur scholae og áhugamaður um ættfræði. Fyrir MA mældi
stúlka með bláa derhúfu tímann. Þegar tímaverðir höfðu
komið sér fyrir gengu liðin inn á sviðið við fögnuð áhorf-
enda, fyrst Akureyringarnir en í kjölfar þeirra fylgdu okk-
ar menn - Sveinn Guðmarsson liðsstjóri, Ingvi Hrafn Ósk-
arsson frummæl-
andi, Úlfur Eldjárn
meðmælandi og
Stefán Pálsson
stuðningsmaður. Að
kynningarræðum
liðsstjóra loknum
tók Ingvi Hrafn til
máls og hélt með
ágætistilþrifum
fram málstað okkar,
að maðurinn sé góð-
ur í eðli sínu. Því
andmæltu MA-
menn sem vera ber
og beittu einna helst
þeim rökum að rétt-
ast væri að draga
ályktun út frá hegðun manna áður en samfélagið næði að
móta þá, þ.e.a.s. í bamæsku eða fornöld, þeir vildu meina
að þannig mætti komast að raun um að maðurinn væri ekki
góður í eðli sínu. Ræður MA-inga voru nokkuð keimlíkar,
aftur á móti skiptust ræður okkar manna í öruggar og rök-
fastar ræður frummælandans og fjörugar ræður stuðnings-
manna sem hlæðu jafnt gestina sem okkur heimamenn,
enda hafa þeir Stefán og Úlfur verið skilgreindir sem
blanda af ræðumönnum og „stand-up comidians“.
I hlénu milli umferða stréymdu áhorfendur í sælgætis-
búðir, en að lokinni keppni sátu menn hins vegar í sætum
sínum og biðu úrslitanna. Var það mál manna að keppnin
hefði verið nokkuð jöfn og að úrslitin myndu ráðast af því
hvernig dómarar tækju gamansemi Úlfs og Stefáns. Á
meðan á biðinni stóð steig glottandi drengur í pontu, pilt-
urinn reyndist vera formaður málfundafélags Verslunar-
skólans og var erindi hans að ávíta róðrafélagsmenn fyrir
að stunda svall í einni af fyrirtækjastofum skólans. Þetta
var allneyðarlegt og ekki var laust við að verslingurinn
hefði ánægju af því er hann
hótaði að svipta okkur af-
notum af húsnæðinu í fram-
tíðinni. Hann ætti þó
kannski að líta aðeins í eigin
barm, því stuttbuxnalið
Verslunarskólans angar æv-
inlega af áfengi. Þá fóru
fram gjafaskipti milli lið-
anna og í kjölfarið reyndi hr.
tímavörður að vingast við
ungfrú tímavörð með því að
gefa hanni árshátíðarplötu
Framtíðarinnar, sú viðleitni bar ekki árangur. Vegna nýs
tölvuforrits sem dómarar nota við útreikninga sína fengust
úrslit svo fljótt að ekki gafst tími til að sýna hreyfimynd
frá Framtíðinni.
Þrátt fyrir að mikil spenna og eftirvænting hafi ríkt eftir
úrslitum jókst hún
um helming þegar
oddadómari til-
kynnti að munur á
stigafjölda efsta og
neðsta ræðumanns
væri aðeins 27 stig
og munur á liðun-
um 14 stig. Titillinn
„ræðumaður
kvöldsins“ féll
stuðningsmanni
MA-liðsins í skaut
en sigurinn var
MR-inga.
Sigmundur D.
Gunnlaugsson, 4.U.
Ræður MA-ingo voru nokkuð
keimlíkor, oftur ð móri skiptust
ræður okkor monno í öruggor
og rökfostor ræður frummæl-
ondons og fjörugor ræður
stuðningsmonno
L
SKÓLADLADID