Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 24

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 24
SKÓLADLADIÐ Kristján Guy Burgess - Örn Úlfar Sævarsson Jeppoferd / Atímamótum sem þessum er ekki úr vegi að staldra við og líta til baka og íhuga hvað það er sem menn hafa farið á mis við í lífinu. Það geta ekki allir verið sigurvegarar og sumir eru óheppnir og ljótir. Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað? Er eina hlutverk okkar á jörðinni að tímgast og komast að því að stífnistuðull gorms er 14. Nú vitum við það. En er þá tilveran tilgangslaus? Erum við ekkert annað en tilviljanakennd hrúga af amínósýrum? Hvað er það þá sem gefur lífinu lit? Jú, það eru einmitt fyrirbæri á borð við kvikmyndahelgar í Selum sem verða jeppaferðir. Hin ofvirka og að því er virðist tótallí fokkt opp kvikmyndadeild sem inniheldur hin síður en svo óþekktu stök Isak (sem í þessari ferð fékk sæmdarheitið fjallageit), Ottó Geir Borg (bróðir New Jack City og Chris de Burg) ásamt Sigurði Jökli Olafs- syni (hann er einmitt sonur Olafs G. Einarssonar sem einmitt er sonur Ein- ars Ingimundarsonar sem fékk það eðla hlutverk á Herranótt að vera vörðurinn sem stóð uppi á þaki og sagði: „Horfið til himins.“) ákvað að bjóða oss nemum Skólans að dvelja með sér yfir helgi í Selinu og berja gírugum glymum nokkrar vel valdar kvikmyndir. Síminn hringdi. Ég svaraði og sagði halló halló, halló halló hver er á línunni, halló halló. Ekkert svar, bara sónn. Ég hafði verið doblaður. Ein- hverjum er greinilega illa við ein- hvern. Ég lagði símtólið frá mér hux- andi. Síminn hringdi öðru sinni. A ég að svara? jú ég svara. Nei ég svara ekki, jú ég svara. Hinum megin var rödd. Hún sagði Hey ætlaru ekki að koma í Selið? Jú auðvitað. E'haggi? Síðan fórum við í Selið með rútu og handboltaliði Selfoss í kvennaflokki. Síðan komumst við í Selið og byrjuð- um á að horfa á bíó. Fyrsta myndin sem við sáum var spagettí og lasanja vestrinn Góði, slæmi og ljóti en í henni er einmitt að finna lagið sem hljóðar svo: Waíaía Wah Wah Wah, hauujh, ttsssssj. Síðan fóu obboðslega margir að spila borðtennis og Trivial og allt svona skemmtilegt eins og fólk gerir í Selum en einnig var keppt í Fyrsta myndin sem við sóum var spagerrí og lasanja vesrrinn Góði, slæmi og Ijóri en í henni er einmirr að finna lagið sem hljóðar svo: Waíoía Woh Wah Wah, hauujh, rrsssssj. hinni sívinsælu íþrótt Blástursbolta. Keppnin var spennandi og vart mátti á milli sjá hver væri lang bestur. Hið sanna kom þó í ljós hjá Toppsól að lokum og var 4 tima. Þess má geta að hver tími kostaði krónur 350 og því var samanlagður ljósakostnaður hjá hinu sanna 2030 krónur enda er hið sanna á máladeild og lét snuða sig. Eftir að hið sanna hafði látið snuða sig fóru allir vinir þess að stríða því því þeir héldu að það væri það sama að snuða og að snoða en þeir sem þekkja ekki muninn á þessu tvennu ættu að spyrja tösku og póstþjófinn Pál Hilmarsson enda er hann meistari í hvoru tveggja það er að stela töskum og pósti en hins vegar er hann aðeins semiprófessjónal snoð og snuðari. En við skulum hætta i þessari starfskynn- ingu hjá BM Vallá umstund og snúa okkur að umræðuefni kvöldsins sem er ekki „Er ísland að fara til andskot- ans?“ heldur „Er Morfís að fara til andskotans?" og „Er þessi grein að fara til andskotans? A miðnætti var sýnd kvikmyndin Rocky Horror Pict- ure Show með þátttöku áhorfenda þar á meðal Hrannars Más Sigurðssonar, Amar Ulfars Sævarssonar, Kristjáns Gæs Burgessonar auk Bjamar Jó- hannessonar og Borgars Þórs Einars- sonar. Þessi eðalmenni tóku virkan þátt í þátttöku áhorfenda í framvindu söguþráðarins í þessari þekktu mynd. Sem hlutlausum áhorfanda komu að- farir hlutdrægra áhorfenda mér á ó- vart. Ekki var óalgengt að sjá fólk breiða dagblöð yfir höfuð sér, kasta ristuðum brauðsneiðum í sýningar- tjaldið, blotna á rassinum og spyrja söguhetjur myndarinnar hvernig þær stöfuðu enska orðið „urinate“. Allir skemmtu sér vel nema nokkrar ein- stæðar húsmæður í vesturbænum með fjögur böm á sínu framfæri og borga 30000 krónur í leigu á mánuði og eiga elskhuga sem lemja þær þangað til þær neyðast til að flytja burt og í kvennaathvarfið, hvar þeim er tekið með kostum og kynjum og Björn Jó- hannesson því í lokin var hann orðinn alveg ferlega rassblautur eftir að hafa sest í vatnspoll sem var staðsettur í stólnum hans. Eftir Rocky horror horfðu með limir kvikmyndadeildar á pomómyndina Debbie does Dalvík en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.