Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 39

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 39
þess hve matur er af skomum skammti í Litháen þurftum við að panta þrjá aðalrétti fyrir hvern. Lithá- ar eru mjög siðað fólk og kom það bersýnilega í ljós hjá dömunum þegar þeim var boðin máltíð sem tæki mán- uð fyrir þær að vinna sér inn fyrir og vildu ekki þiggja það í fyrstu. í janúarmánuði árið 1991 vörðust Litháar árásum rússneska hersins í sjálfstæðisbaráttu sinni sem féll því miður í skugga Persaflóastríðsins og beið þá fjöldi fólks bana. Þar á meðal vom nemendur úr skóla mokkrum sem okkur var boðið að heimsækja. Skólastjórinn tók okkur tali og lýsti atburðunum og þakkaði sérstaklega fyrir það að Islendingar höfðu fyrstir allra þjóða viðurkennt sjálfstæði Lit- háen. Þar næstskýrði hann vel og lengi frá því hvernig væri að breyta skólanum í lýðræðislegan skóla. Hann lýsti því yfir að hann gæti brátt talist frumkvöðull í því að laga skól- ann að þörfum nemenda. Við opnunarathöfn keppninnar hélt litháenskur háskólaprófessor mikla hátíðarræðu. Greindi hann frá ástæðu þess að Islandi var boðin þátttaka í stærðfræðikeppni Eystrasaltsland- anna. Hann fór mörgum lofsamlegum orðum um það hvemig Island hefði staðið að viðurkenningu sjálfstæðis Litháen og klappaði samkundan okk- ur oft upp fyrir það. Bað hann for- svarsmenn hinna liðanna um að bjóða okkur framvegis í þessa keppni vegna þessara afreka. Næturlífið í Vilnius má teljast með betra móti þó með einni undantekn- ingu sem ég mun nú greina frá. Fyrsta kvöldið vorum við staddir á bar þar sem skemmtanagildið var farið að stefna á hið óendanlega. Við buðum gestum staðarinsins upp á fría drykki á meðan við smökkuðum á hinum ýmsu drykkjartegundum. Við eyddum í hvívetna og höfðum hreinlega lagt undir okkur staðinn. En á miðnætti átti allt í einu að loka honum. Starfs- mennimir sögðust ekki fá hærri laun þótt þeir hefðu opið lengur. Þeir ætl- uðu því að loka þótt velta staðarins væri nú margfalt meiri en á venjulegu kvöldi. Við ætluðum okkur ekki að láta þarna staðar numið og hugðumst finna almennilegan skemmtistað sem væri opinn lengur. Stelpumar sögðust vita um einn stað sem mjög dýrt væri að komast inn á en þegar var komið reyndist það kosta aðeins 50 krónur. Upphófst nú mikil gleði og skemmtan þar sem ekkert var til sparað. Ekki leið á löngu þar tið kabarettsýning hóst og voru sýnd ýmis dansatriði. Við óttumst hafa fundið þungamiðju skemmtanalífsins í Vilnius og sóttum þennan stað fast næstu kvöld á eftir. Við létum hin keppnisliðin vita af þessum stað en fáir sýndu því áhuga og þóttust ýmist vera uppteknir við lærdóm eða þurfa að fá sinn gáfna- svefn. Nokkrir Danir voru þó til í tuskið og tóku þátt í gleðskapnum. Það hefur óneitanlega sýnt sig að kynnist ekki við að leysa stærðfræði- Srelpurnar sögðusr vira um einn srað sem mjög dýrr væri að komasr inn ð en þegar þangað var komið reyndisr það kosra aðeins 50 krónur. í örkinni hans Nóa eru fjögur búr og í þau þarf að serja ö dýraregundir. í Ijós kemur að sérhver regund ð í mesra lagi 3 óvinareg- undir, sem ekki gera vprið með henni í búri. dæmi heldur við glaum og gleði. Þessi stærðfræðikeppni var sveita- keppni þar sem keppendur innan hvers liðs hjálpast að og er þess eðlis að þeir þurfa að vera samhentir. Við bygðum upp mjög góðan keppnisanda á kvöldstundum sem fyrr var getið enda skilaði það sér í árangri liðsins í keppninni. Þess má svo geta að við vorum landi okkar ávallt til sóma og það var einhlítt álit stelpnanna að Is- lendingar væru skemmtilegasta fólk sem fyrir finndist. Oftar en ekki hefur verið rætt um niðurskurð í ríkisbatteríinu hér á landi og hefur löggjæslan þótt ýkja dýr. I Litháen hefur sjálfsbjargarviðleitnin hins vegar komið til hjálpar því þar sinnir lögreglan leigubílaakstri með með lögreglustörfunum. Það vakti nefnilega athygli okkar að á kvöldin taka margir Litháar ókunnugt fólk af götunni og keyra það á laun og ekki gefur lögreglan samborgurum sínum eftir þegar dollarar eru í veði. I keppninni voru 20 dæmi og nem- endum til fróðleiks birti ég hér eitt þeirra...„I örkinni hans Nóa eru fjögur búr og í þau þarf að setja 8 dýrateg- undir. I ljós kemur að sérhver tegund á í mesta lagi 3 óvinategundir, sem ekki geta verið með henni í búri. Sannið að hægt sé að skipa dýrunum í búr þannig að sérhver tegund deili búri með vinum sínum.“ Hér sést augljóslega hve nytsamleg stærðfræð- in getur verið. Við vorum mjög ánægðir með ár- angur okkar þó alltaf megi gera betur. Við urðum í fimmta sæti af átta og fengum 55 stig á meðan Danir unnu keppnina með 80 stig. Það eitt að vera fyrir ofan Svía í keppninni gaf okkur sérstakt tilefni til að fara sérlega glað- ir út á á lífið. Lettland og Litháen voru einnig fyrir neðan okkur. SKÓLADLAÐID
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.