Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 44

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 44
SKÓLADLAÐID heil). Myndin hefur einatt verið á listum yfir bestu gaman- myndir sem gerðar hafa verið og gagnrýnendur hafa keppst við að lofa hana. Það tók Kubrick 4 ár að leggja drög að næstu kvikmynd sinni, stórvirkinu 2001 :A Space Odyssey sem gerð var 1968. Þrátt fyrir aldur sinn þykir 2001 vera besta framtíð- armynd sem gerð hefur verið, enda hefur hún haft ómæld áhrif á síðari kynslóðir. I stórum drátt- um fjallar myndin um könnunar- leiðangur til Júpíters en leiðang- urinn fer úrskeiðis þegar móður- tölvan HAL 9000 tekur yfir- höndina og lýkur á einu sýrðasta atriði kvikmyndasögunnar þegar geimfarinn Frank ferðast í gegn- um tímann. Inn í myndina flétt- ast síðan heimspekilegar vanga- veltur varðandi hið óþekkta, vís- indi og uppruna mannsins. Myndin halaði inn peninga og munaði þar miklu um að myndin var vinsælt „sýrutripp“ hjá hippum og nú til dags Þykir vinsælt að droppa nokkrum sýrum áður en horft er á myndina, nánari uppls. fást í síma 71502. A Clockwork Orange var næsta mynd hans og að okkar mati hans besta, myndin er eftir Anthony Burgess(ekki frændi Kristjáns) og fjallar um hinn ofbeld- isfulla Alex og félaga hans og verður auðveldlega túlkuð sem félagsleg ádeila hvort sem um er að ræða framtíðina, leynimakk stjórnvalda eða ómannúðlegar læknisaðferðir. A sínum tíma Þótti hún ofbeldisfull og gróf og fékk slæm- ar viðtökur á Bretlandi sem leiddi til þess að Kubrick bannaði hana þar í landi. Myndin er í alla staði fullkomin hvað varðar leik, söguþráð, kvikmyndatöku, tónlist og Áriö 1979 fékk hrollvekjuhöfundurinn Srephen King Kubrick fil oð gero mynd um söguno The Shining. umgjörð alla. Það var ekki nema von að fólki brygði í brún þegar Kubrick ákvað að gera mynd eftir lítt þekktri sögu, Barry Lyndon, og fjallar um samnefndan mann sem lifir á tímum barrokks með tilheyrandi einvígum og barrokkón- list. Umgjörð myndarinnar var glæsileg sem og kvik- myndataka en söguþráðurinn var þunglamalegur og mynd- in allt of löng. Árið 1979 fékk hrollvekjuhöfundurinn Steph- en King Kubrick til að gera mynd um söguna The Shining. Niðurstaðan var mjög um- deild, annað hvort var henni hampað sem stórkostlegri hryllingsmynd og Jack Nicholson hampað í aðalhlut- verkinu, eða hún var of mikið borin saman við bókina og þar af leiðandi úthúðað. En engurn blöðum er um það að fletta að hún var kvikmyndalega séð mjög vel gerð. Nýjasta mynd Kubricks er stríðsádeilan Full Metal Jacket og að þessu sinni er sögusviðið Víetnam. Myndin er mjög frumleg að gerð enda er helmingur hennar um það ferli þegar saklaus- um strákum er breytt í stríðsvélar og vissulega óvenjuleg Víetnammynd. Eins og sjá má eru myndir Stanley Kubricks mjög frumlegar og fjölbreyttar þar sem tæknileg fullkomnun og vandvirk leikstjórn eru í hávegum höfð enda hefur hann einungis gert 12 myndir á seinustu 40 árum. Eflaust bíða margir næstu myndar snillingsins með eftirvæntingu og heyrst hefur að skáldsagan Ilmurinn verði hans næsta verk. Hvað sem öðru líður hefur Kubrick sýnt og sannað með myndum sínum að hann er á undan sinni samtíð. ) 4 )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.