Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 37
MAMBÓ fyrir byrjendur
Hvoð er þetta MAJVIDÓ?
MAMBÓ er félagsskapur
listamanna og listunnenda
sem aðhyllast hina svo-
kölluðu MAMBÓ-stefnu.
Hlutverk MAMBÓ er að gefa ungu
fólki kost á því að tjá sig í hinu gelda
neyslusamfélagi hins steinsteypta nú-
tíma og að fletta ofan af spillingunni
og úrkynjun sem leynist undir hinu
svipblíða en yfirborðskennda velferð-
arþjóðfélagi sem við búum í.
Gætirðu útskýrt hina svokölluðu
MAMBO-stefnu í örfáum orðum?
Já, alveg sjálfsagt. MAMBÓ gæti
útlagst sem „hið yfimáttúrulega og
guðdómlega í lífinu og listinni“.
MAMBÓ er nokkurskonar samheiti
yfir öll bestu einkenni listarinnar og
stórkostlegustu fyrirbæri lífsins, það
má segja að MAMBÓ sé rjómi
rjómans, eða crém de la créme. Allir
stefna að einhverju takmarki í lífinu
sem þeir geta ekki útskýrt fullkom-
lega fyrir sjálfum sér og geta
þarafleiðandi aldrei náð því.
MAMBÓ er þetta takmark sem allir
stefna að og eina leiðin til að ná því er
þarafleiðandi að gera allt samkvæmt
MAMBÓ-stefnunni, að vera
MAMBÓ-isti. MAMBÓ er sameigin-
leg tíðni allra mannlegra tilfinninga
og útvarp sálarinnar. Það er MAMBÓ
hér á malbikinu í Reykjavík. Það er
MAMBÓ á malarvegunum úti á
landi. Það er MAMBÓ allsstaðar bara
ef maður vill hafa það. MAMBÓ-istar
reyna að rækta með sér hina doppóttu,
skærlituðu fegurð andans. Hina flekk-
óttu en jafnframt flekklausu sálarró
geðsjúklingsins. Hina köflóttu hugsun
hins tilfinningaríka stjómmálamanns.
Að ná fullkomnu MAMBÓ-i er að
geta tjáð tilfinningar sínar og vera til-
finningalaus á sömu stundu. Að geta
blekkt aðra og trúað blekkingunni
sjálfur. MAMBÓ er allt það sem þig
hefur dreymt um á nætumar en aldrei
þorað að dreyma um á daginn. Fyrir
þá sem vilja glöggva sig betur á
MAMBÓ-stefnunni vil ég benda á
eftirfarandi rit: „Lipstick Traces“ eftir
Greil Marcus, „Sovétríkin" eftir
Nikolaj N. Mikhaílov, „Skært lúðrar
hljóma, saga íslenskra lúðrasveita“
sem gefin er út af sambandi íslenskra
lúðrasveita, „Mánniskan, Naturen og
Samhállet“ eftir Isling og Cullert,
„Ein á forsetavakt“ eftir Steinunni
Sigurðardóttur, „Útlendingurinn“ eftir
Albert Camus, „Duran Duran“, „Vís-
ur Æra Tobba“, „1984“ eftir George
Orwell og „The Third Policeman“ eft-
ir Flann OÆrien. Einnig vil ég benda
á eftirfarandi hljómplötur eða geisla-
diska: „Never Mind the Bullocks“
með Sex Pistols, „Angel Heart“ með
Trevor Jones og Courtney Pine, „Are
we a Warrior" með Ijahman, „Naked
city“ og „Spillane“ með John Zorn,
„Survival“ með Bob Marley and the
Wailers, „Á bleikum náttkjól“ með
Megasi og spilverki þjóðanna, og allt
hljóðritað efni með Elvis Presley. Að
AAAMBÓ er
someiginleg fíðni
allro monnlegro
rilfinninga og
útvarp solorinnQr.
lokum langar mig að geta nokkurra
kvikmynda sem ekki væri verra að
berja augum: Hvítir Mávar, Konur á
barmi taugaáfalls, Hiroshima Mon
Amour, Angel Heart, Wild at Heart,
The Magic Christian, allar Star-Wars
myndimar að undanskildu bangsaat-
riðinu í Star Wars III, Subway og
Indiana-Jones myndirnar.
Hvernig kemst ég í MAMBÓ?
Einfalt, þú fyllir út umsóknareyðu-
blað saem þú getur fengið hjá ein-
hverjum af félögum hreyfingarinnar,
og skilar því til ábyrgra aðila. Síðan
verður vegið og metið af miðstjóm,
skrifræðisdeild og ritskoðunamefnd
hverjir komast inn og hverjir ekki, og
hverjir þurfa að gangast undir inn-
tökupróf.
Hverjir stjórna MAMBÓ?
Það er fimm manna miðstjóm skip-
uð fjórum ræðismönnum og ritara. En
auk miðstjómarinnar er skrifræðis-
deild sem kemur í veg fyrir að mið-
stjórn og aðrar nefndir misbeiti valdi
sínu og leiðréttir hugmyndafræðilegar
villur sem kunna að fyrirfinnast í
framkvæmdum hreyfingarinnar. Rit-
skoðunardeild rannsakar allt sem er
skrifað og sagt innan hreyfingarinnar
og sker af því ljótustu lýtin. Þjóð-
ræknisdeild hefur það hlutverk að
uppfræða unglinga á tölvuöld um
landið, söguna, málið og skyldur
þeirra. Þjóðvamardeild miðar að því
að undirbúa landann til að grípa til
vopna og verja land og þjóð ef öryggi
og sjálfstæði þjóðarnnar er stefnt í
hættu. MAMBÓ publishing house er
útgáfufyrirfæki MAMBÓ-hreyfmgar-
innar en það er einnig tengiliður
MAMBÓ-hreyfingarinnar við ýmis
félög annars staðar á hettinum. Innan
MAMBÓ publishing house starfar
sjálfstæð ritskoðunardeild og einnig
samstarfshópur um að koma bákninu
burt. Einnig er vert að minnast á
ferðafélagið „Langi Mangi“, skylm-
ingafélagið „Lunch“, kvenfélagið
„Ung, gröð og rík“ og á nýstofnaða
fótmenntadeild hinnar íslensku
MAMBÓ-hreyfingar sem miðar að
því að efla dans- og skautaiðkun.
Á hvaða hátt tengist MAMBÓ
Menntaskólanum í Reykjavík?
Stór hluti MAMBÓ-hreyfingarinn-
ar eru nemendur í M.R. og M.R hefur
útskrifað marga helstu lærifeður
MAMBÓ-ismans, t.d. Siggu nobody
og Hannes Jón. En það má einnig geta
þess að á myndlistarsýningu nemenda
M.R. síðastliðinni voru verk í
MAMBÓ-stíl meðal annars eftir Úlf
Eldjárn og Ragnar Kjartansson, og
flestir muna eftir leikritinu „Hvar er
Valli“ sem sýnt var á árshátíð Fram-
tíðarinnar, en að því stóð leiknefnd
MAMBÓ „Infúsoría“. En það er ekki
allt enn upptalið því á döfinni er að
stofna sérstaka MAMBÓ-mennta-
deild innan listafélags M.R.
Afhverju ekki þú og ég?
Já, afhverju ekki?
Miðstjórn hinnar íslensku
MAMBÓ-hreyfingar
Úlfur Eldjárn
Ragnar Kjartansson
Þorlákur Einarsson
Isar Logi Sigurþórsson
Páll Hilmarsson, ritari
SKÓLADLAÐIÐ