Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 5
með því að þyrla upp orðum sem eng- inn nennir að ráða framúr og gera ógreinilega hugsun óskiljanlega í tyrf- inni og torráðinni framsetningu. „Daginn sem við litum niður á efri- bekkinga" er frumleg og snjöll fyrir- sögn og lítið annað. Ekki má þó ör- vænta þar sem Anna er aðeins í i þriðjabekk og á ennþá framtíðina fyrir sér. Arleg sigurhátíð Menntaskólans er rituð í hefðbundnum anda og lítt breytt frá fyrri árum enda fara úrslit alltaf á einn veg í slíkri keppni. Borg- ar Þór heldur fremur stirt á pennanum og mætti athuga að vera ekki að leit- ast við að gera stílinn yfirmáta hátíð- legan því að það kemur flatneskjulega út og verður þess valdandi að lesend- ur nenna ekki að berjast í gegnum textann. „Einfaldleikinn er oft besta lausnin”. Krummhorns-kavalerinn tók sig bísna vel út í bráðsmellnu og framúr- stefnulegu viðtali. Skemmtileg nýbreytni hefur átt sér stað í skólanum, en líkt og allir vita hefur verið í allan vetur óvenju öflugt starf á vegum kvikmyndadeildar lista- félagsins. Kvikmyndagagnrýni á síð- um Skólablaðsins er frumleg hugmynd í góðri útfærslu þar sem stjómendur kvikmyndadeildar gera viðföngum sínum nokkuð greinargóð skil. Dándikvinnan Sigríður Hagalín er tekin fyrir í dánumannadálki sem er ágætur að vanda. Þó finnst undirrituð- um hjákátlegt að vera að skrifa slíka grein um einhvem sem varla hefur lif- að fjórðung ævi sinnar. Verður slík tugga oftar en ekki oflofi líkust og nær ekki marki. Arshátíðar umfjöllun var prýðilega skrifuð en varla nokkuð afgerandi og af sama skapi var plötudómur einkar ófagleg úttekt á svo mætri fram- kvæmd sem plötuútgáfa telst. Kristján í ham bregður fyrir sig stílbragði sem engu líkist í greinar- kominu „Ham í ham“. Hamfarinar eru þvílíkar á tíðum að skynvillu bregður fyrir sjónir höfundar. Hyggur Kristján þá „áhorfendur vera af ýms- um gerðum" og er þá engu líkara en að greinarhöfundur hafi valsað um í endorfínvímu vegna höfuð-„áverka“ og séð alla viðstadda í nýju ljósi. Hver veit??? Umfjöllun um Selið er góð og kynnir þann stað að verðleikum í að- gengilegum pistlum. Gaman er að lesa um framkvæmdir sumarsins frá svo ólíkum sjónarhólum sem þeir Bjarni „selskabsmeister“ og sérvisku- púkinn Stefán Pálsson skýra frá. Selsferð þriðjabekkjar virðist hafa farið fram í ró og spekt en frásögnin er í leiðu og fráhryndandi annáls- formi. Hvemig dettur jafn gáfuðum manni og Kára í hug að skrifa jafn leiðinlega grein um jafn óaðlaðandi efni og „kaffihúsið í kjallaranum”. Titillin einn „Eins og hjá ömmu“ vek- ur upp hjá undirrituðum seiðandi ólgu í miðhluta meltingarvegarins. Það er alltaf áhugavert að lesa greinar eftir „fréttaritara skólablaðs- ins vítt og breitt um veröldina”: Jó- hann Kárason hefur frá ýmsu skemmtilegu að segja í ágætis grein- arkomi. Quid novi, líkt og Skólatíðindin, versnar með hverju árinu sem líður. Ritnefnd ætti að ígrunda heilræði Ein- ars Benenediktssonar „Að fortíð skal hyggja ...“ Tvífaramir eru mjög góðir og þá sérstaklega Sveinn „Vilhjálm- ur“ Guðmarsson og Páll Vilhjálms- son. Pistillinn, „hvar em þau nú?“ er einn sá besti sem undirritaður hefur lesið af sama, Fánu-myndirnar ráða þar mestu um. Sparðatíningur Ólafs Jóhannesar Einarssonar eru einhver jafnleiðinleg- ustu skrif sem undirritaður hefur lesið um ekki neitt. Óhætt er að fullyrða að Ólafur er fjölvís og fróður maður en hvað hvatar hann til að ráðast að stolti Menntaskólans, Framtíðinni og kasta rýrð á hana? Sumir nemendur útskrifast aldrei. Einhverra hluta vegna er Dimm- ission-ræða Dags Eggertssonar f.v. in- spector Scholae komin á síður Skóla- blaðsins.f Ef blaðið skyldi ekki koma út fyrr en á næsta ári þá var ræða þessi flutt á dimmission nemenda á vor- misseri ‘92 og Dagur þessi var ispect- or á undan Magnúsi sem aftur var á undan Svenna.) Þetta er nýbreytni sem aldrei hefur verið stunduð. Dagur er mikill penni og þrátt fyrir að ræðan sem er á heimspekilegum nótum sé mjög góð, þá er hún ofurlítið klisju- kennd og væmin á köflum, t.a.m. það að tala um sjálfan sig sem „lítinn dreng sem er að uppgötva harðneskju heimsins og hverfulleik, fær lesand- ann óneitanlega til að vökna um hvarminn. Verk skólaskáldsins Steinunnar Sigurðardóttur falla ekki að smekk undirritaðs frekar en annar surréal- ismi. Hátíðartónleikar listafélagsins eftir Jón Karl Einarsson: Þar fer mikill penni og lipur. Glæsileg skrif að smekk undirritaðs (sennilega portú- galskur klíkuskapur). Maðurinn sem málaði það sem hann sá er skemmtileg og fróðleg rit- gerð eftir Öm Ulfar „tímavörð". Orðalagið er hnittið og lipurt og efnis- tökin létt og aðgengileg. (Ef skilning- ur undirritaðs á dulnefni reynist réttur þá tekst Emi betur upp að þessu sinni en fyrr í blaðinu.) Ljósmyndir og myndasíður hefðu mátt vera fleiri og fjölbreyttari þar sem þær lífga upp á yfirbragð blaðs- ins. Auk þess væri viðeigandi að birta höfunda þeirra mynda sem bersýni- lega eru af listrænum toga því að myndir eru verk útaf fyrir sig „líkt og hvert annað ljóð“. (Birgir Guðjónsson ‘91) Myndasagan „í grænni lautu“ er snilld og þykir undirrituðum full á- stæða til að ætla að tvíeyki þeirra Jara og Jóns Páls verði framarlega í mótun impression- naive-isma með surréal- iskri framsetningu og nái langt á þeim vettvangi. Dýptin í frásögninni er haglega undirstrikuð í drátthagri út- færslu og lipurri tjáningu ljóss og skugga. Þegar undirritaður leiðir hugann að blaðinu eftir að hafa lokið gagnrýnni yfirferð á því stendur helst uppúr að ljóðmælum var sárlega áfátt og rit- smíðar voru einnig af skornum skammti. Myndir og teikningar nem- enda hefðu mátt vera fleiri og viðtöl við nemendur hefði verið vel. Undirritaður Að lokum vil ég, Guðjón Leifur Gunnarsson í eigin nafni víta ritstjórn umræddrar útgáfu fyrir að voga sér að snúa skólafélagslögunum sér í hag þegar horfir í að útgáfan hafist ekki á tilsettum tíma. Eins þykir mér miður að skólafundur skyldi samþykkja yfir sig þessi ósköp. Það sakar engan að gerast brotlegur við ákvæði Skólafé- lagslaganna og því fæ ég ekki með nokkru móti skilið að ritnefnd hafi neyðst til að breyta lögunum sér í hag. Skólablaðið á að vera vettvangur fyrir skoðanaskipti nemenda og hversu heitar sem umræðumar kunna að vera veit ég sem er að svar við heitri áskor- un í nóvember verður útkulnað í apríl. Ef að skólablaðið á að vera svo efnismikið og vandað eins og stefnan hefur verið á undanfömum árum, þá þarf að virkja annan miðil til þess að halda uppi skoðanaskiptum milli nemenda. Þetta væri verðugur vett- vangur skólatíðinda sem hafa nú sinnt þeim tilgangi einum að birta gorugan ritsóðaskap einhverra amlóða fæstum til skemmtunar. Geri ég það því að til- lögu minni að hér verði gerð breyting á og að lagabreyting ritstjómar á m haustmisseri 1992 verði endurskoðuð. & SKÓLADLAD ID
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.