Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 41

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 41
Srefon Polsson, 4.B: Oettu betur / ILaxdælu segir meðal annars af Gesti Oddleifssyni hinum fram- sýna, sem eins og viðumefnið gefur til kynna gat lesið líf manna eins og opna bók og eyðilagt svo allt fjörið með því að segja frá endinum. Gestur er löngu dauður og sjást hans nú aðallega merki í mis-lé- legum íslenskufyrirlestrum bekkjar- systra minna. En stundum gæti verið hentugt að hafa Gest hér á meðal okk- ar. Til dæmis þegar skrifa á grein um frammistöðu spumingaliðsins í „Gettu betur“ þegar úrslitaleikurinn sjálfur er eftir Allt í lagi, byrjum á byrjuninni. I fyrstu umferð sigruðum við Verk- menntaskólann á Akureyri 29-20. Því næst var Flensborgarskóli lagður að velli með sautján stiga mun og þar með var komið í sjónvarpið. Þar réð- umst við svo sannarlega á garðinn þar sem hann virtist lægstur, Framhalds- skólann á Laugum í Reykjadal. Öllum nemendum sveitaskólans, 111 talsins, var skóflað upp í rútur og ekið í bæ- inn, þar sem rúmlega 400 Menntskæl- ingar biðu þess að sjá lömbin leidd til slátrunar í Tjarnarsal Ráðhússins. Aftakan gekk treglega. Litli hérðas- skólinn kom öllum á óvart með því að ná 18 stigum í hraðaspurningum, ekki svo að skilja að okkar menn hefi ekki fengið fleiri stig, eða 23, sem er met. Fljótlega veittum við þó náðarhöggið og lokatölur urðu 32 - 22. Næst erum Öllum nemendum sveiroskólons, 111 rolsins, vor skófloð upp í rúrur og ekið í bæinn, þor sem rúmlego 400 Mennrskælingor biðu þess oð sjó lömbin leidd ril slórrunor í TjQrnorsQl Róðhússins. við komin að 4-liða úrslitunum, en eins og öllum er í fersku mini, þá gjörsigruðum við þar, leifarnar af sig- urliði seinustu tveggja ára, Mennta- skólans á Akureyri. Keppnin var spennandi í blábyrjuninni, en síðan skildu leiðir og sigurinn varð okkar, með 11 stiga mun, 35 - 24. Og þá vík- ur sögunni að sjálfum úrslitunum, þar sem andstæðingar okkar voru Versl- ingar. En það er einmitt kjarni máls- ins, þegar þessi grein er skrifuð, hamlar það mjög allri umfjöllun um úrslitaleikinn að hann hefur ekki enn farið fram. Og enginn veit hvernig fer. En hitt veit ég að frægir og málsmet- andi menn í þjóðfélaginu eru farnir að veðja á sigur okkar. En auðvitað þarf að taka tillit til þess að heppnin spilar stórt hlutverk í sjónvarpskeppninni. Lokaspurningarnar tvær sem gilda fimm stig hvor hafa ítrekað ráðið úr- slitum og hefur þar heppnin oft vegið þyngra en vitneskja. En þeir, Ólafur og Sveinn 5.A og Agúst 5.X, standa sig eins og hetjur og eflast við hverja raun, og ekki má gleyma liðstjóranum; mér. SKÓLADLADIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.