Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 30

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 30
SKÓLADLAÐIÐ Ingimor lngimQrsson,formoður myndlisrordeildor Listofélogsins: Myndlistarsýning Hálfdasaður og niðurlútur opnaði ég dyrn- ar. Síðasti herra- maðurinn (moi), rölti niður tröppur Casa Nova að félags- aðstöðu okkar nemenda. Er ég leit upp og gerði mér grein fyrir því var ég væri staddur, átt- aði ég mig á því að í raun væri ég hvergi nærri útsofinn, því ákvað ég að hvílast um stund, drekka morgunkaffið og líta í moggann. Eftir að hafa heilsað snaganum og spurt hann um leyndar- dóma tegurfalla, hengdi ég frakkann á hann og kæfði þar með svör hans við spurningum mínum. Veskið gaf frá sér tómahljóð er ég hristi það. Fjandinn... merde... fnæsti ég milli samanbitinna tannanna. Eg vissi að fengi ég ekki kaffi yrði dagurinn CAPUT! En viti menn, sá vondi beindi sjónum mínum að tveimur glerjum sem lágu úti í homi. Eftir að hafa skipt þeim og fengið morgunkaffið í hendumar var skyndilega öskrað upp í eyrað á mér: „Hvemig er með þessa myndlistarsýningu?“ Mér varð svo bylt við að ég snérist í tvöfalda skrúfu og skall á einhverja rauðhærða stúlku sem hét Hildur. Eins og í hægri endurtekn- ingu sá ég hið langþráða kaffi þeysast úr glasinu og mála gólfið svart. En er ég lá þarna fékk ég stórkost- lega hugmynd, auðvitað... ef ég festi refil á einn vegginn, leyfði svo hverjum sem vildi að mála á hann þá fengi ég þetta líka glæsilega gólflistaverk. Máln- ingin nyndi festast í skóm listamann- anna (ég þekki sóðaskap samnemenda minna og geri mér grein fyrir að engin virðing verði borin fyrir special-t- acryllitum frá efnaverksmiðjunni Sjöfn í Garðabæ) og menn myndu svo spora út allt gólfið. En það gæti svo táknað lífsgöngu mannsins, þroskaferil hans frá því hann er blár þar til hann verður grænn, hvernig maðurinn gengi í spor- unum eða í spor annarra, hvernig sporið félli aldrei langt frá málningunni. Seinna um daginn hitti ég svo Friðfinn sem er sálfræðingur. En þama hafði kviknað hugmynd, það væri vel þess virði að halda eina Mnemendasýningu. Boð var látið út ganga um að nú skyldi efna til list- veislu, verkin fóru að streyma...aha...og allir voru kátir. Svo voru keyptar lím- rúllur, myndunum skellt á veggina, kranabílar látnir ná í skúlptúra, málað auglýsingaspjald og allir rammar skól- ans gerðir upptækir. Næsta dag var myndlistarsýning nemenda formlega opnuð með ávarpi hæstvirts formanns, að viðstöddum einum sófa og einum snaga kl. 7:30 f. h. Þvílík dýrð sem þarna var saman kominn... Mér er enn í fersku minni verk hins háttvísa forseta Vísindafé- lagsins, sem túlkaði einkar vel hræringu og upplausn nútímamannsins. Hvemig hann, þegar hann stendur frammi fyrir skólanum sínum, umbreytist í vanmátt- Öll lisf er nouðsynlego filgongslous. ugt barn sem býður heiminum byrginn með því að ulla. Að hafa hann miklu stærri en skalinn og túlka grasið sem einfalda græna rönd gerði það að verk- um að verkið hóf sig upp til skýjanna, lyftist upp á æðra satírískt plan. Ein- staklega smekkleg mynd og auðvitað fékk hún heiðurssæti á trönum og með þrjú spott. Engum dylst að þama er mikið efni á ferð. Ég hvet því Sigurð að halda áfram sinni sköpun. Mér er einnig sérlega minnisstætt myndverk Barða forseta, málverk sem í raun var samtenging myndmáls og myndlistar. Eins konar bókverk sem túlkaði hugmyndir listamannsins um listina. Hér ætla ég að birta smá brot af þessu myndmáli hans til þess að veita ykkur, lesendum, innsýn í dýrðina: „Ég er gamall, eins og hamar, list er hæna, kond'að spræna. Ef þetta er list þá er ég pissed. Barði....einn af merkilegustu mönn- um skólans.” En án gríns þá voru þarna mörg glæsileg verk og erfitt er að segja til um hvert þeirra hafi staðið upp úr. Refillinn sem settur var upp nýtti hinn almenni nemandi sér til hins ýtrasta og eftir að hann varð fullmálaður, var honum gefið sæmdarheitið: Artistic beastiness. Hef- ur slíkur skapnaður líklega aldrei sést áður á veggjum skólans. Það mætti þó kannski helst líkja honum við einhvers konar expressionisma. Humm......,já....(expressionism: ex- pression-ismi: þegar verk eiga á engan hátt að líkjast raunveruleikanum. Held- ur eiga tilfinningar listamannsins, þá stundina sem hann málar verkið, að koma í ljós í verkinu - þetta heiti er einnig notað hafi maður ekki minnstu hugmynd um hvað verk táknar. Þá er oftast hægt að bjarga sér með því að segja að það sé nú svei mér þá svolítið expressionískt og minni á Barlach.) Ef svo er, þá er deginum ljósara að við MR-ingar erum allir miklir listamenn og ef ég hefði ekki gefið svissneskum atferlisfræðingum þennan refil þá hefði hann sæmt sér vel þarna á veggnum í nokkum tíma. Svo hefði verið hægt að flytja hann upp á sal þar sem hann á í raun heima. Millum konunga og skóla- meistara hins lærða skóla, sem glæsi- legt dæmi um hina miklu grósku sem einkennir vort listalíf. Verr fór nú hins vegar fyrir gólflista- verkinu mínu. Onefndum manni að nafni Elías líkaði það ekki og lét for- mann bókmenntadeildar skúra það upp. Ahugasömum um þetta mikla verk er hins vegar bent á að það er enn til sýnis í skúringarfötu nr. 4 í kompu ræsti- tækna. Öll list er nauðsynlega tilgangslaus. Það eru ekki til neinir eiginlegir lista- menn, heldur erum við í raun öll ein- hvers konar gerð af listamanni. Gleym- um þessu aldrei, því öll finnum við ein- hvem tíma þörf fyrir sköpun. Þó svo við gerum okkur stundum út fyrir að vera fremsti skóli landsins hvað varðar menntun, þá megum við aldrei gleyma öðrum þáttum menningarinnar, og meðal þeirra er myndlistin. Það er von mín að sem flestir hafi haft gaman að þessari sýningu, fundist hún hafa veitt sér andartakshvíld frá amstri dags- ins og jafnvel lífgað hann örlítið upp. Uff....Nú er kominn tími fyrir kaffi og vindling..... Pétur, andskotinn! Drekktu nú ekki allt kaffið mitt... Heyrðu, áttu kannski annars nokkurs konar sígarettu? Ha?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.