Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 22

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 22
SKÓLADLAÐIÐ Kleppsvogi Morðsogo Húsvörðurinn,Alfreð Ottesen tók sér stöðu um ellefuleytið laugardaginn 20. febrúar við dymar að lyftukjallaranum þar sem hann var gersamlega ósýni- legur þeim sem kæmi ofan stigann. Alfreð vissi að innan skamms kæmi tilvonandi lík niður stigann til að sækja sunnudagsblað Morgunblaðsins í póstkassann. Alfreð hafði skipulagt kvöldið vel. Hann var klæddur léttum vinnugalla sem hann notaði við við- haldsstörf á húseigninni. Fyrir nokkrum ámm hafði Gylfi Gylfason fyrrum skólabróðir hans sem þá var formaður hús- félagsins í húseigninni Kleppsvegi 1-5 ráðið Al- freð sem húsvörð eftir að Hafskip fór á hausinn. Fyrir níu mánuðum síðan hafði Gylfi orðið bráð- kvaddur að heimili sínu Og við formennsku tekið Geir Úlfsson. Geir Úlfs- son var tilvonandi lík. Helsta baráttumál Geirs í húsfé- lagspólitíkinni var niðurskurður og lækkun húsfélagsgjalda og fékk Al- freð að finna fyrir því er starf hans var gert að hálfsdagsstarfi og leiga hans á húsvarðaríbúðinni á fyrstu hæð hækk- uð auk þess sem þrýstingur jókst um meiri afköst. Geir gerði og allt sem hann gat til að gera Alfreð hlægilegan á opinberum vettvangi og nýtti hann sér óspart hversu illa Alfreð var máli farinn. Fyrir þremur vikum var Datsun bifreið Alfreðs dregin í burtu vegna þess að henni var lagt í stæði ætluðu öryrkjum. Þetta útkall lög- reglunnar sem runnið var undan rifj- um Geirs var kornið sem fyllti mæl- inn. Sama kvöld hóf Alfreð að leggja drög að morðinu. Alfreð vissi að Geir fór alltaf skömmu fyrir miðnætti á laugardags- kvöldum og sótti sunnudagsmoggann. Það gaf Alfreð fullkomið tækifæri til að athafna sig. Alfreð ákvað að heppilegasta morðvopnið væri stór og beittur kjöthnífur. Þessi pervisni maður vissi ekki að hann leit eigin- lega hálf hlægilega út þar sem hann beið eins stolt rándýr eftir bráð sinni. Eftir því sem tíminn leið og morðið færðist nær fór efinn að segja til sín. Var önnur lausn hugsanleg? Væri kannski ákjósanlegra að setjast niður með Geir og ræða málin. Höndin sem hélt hnífnum brugðum tók að titra. Alfreð byrjaði að syfja. Hann hugs- aði með bros á vör til þess tíma þegar Gylfi var formaður og allar hefðir voru hafðar í heiðri. Aðalstarfið þá var að gæta þess að sorprennur stiga- ganganna þriggja stífluðust ekki en þeim hætti það til vegna þess að íbú- amir voru yfirmáta kærulausir um slík mál. Klukkan nálgaðist miðnætti óð- fluga og Alfreð undraðist þessa seinkun því yfirleitt var Geir mun fyrr á ferðinni. Efinn hafði nú náð yfir- tökunum og Alfreð ákvað að fresta aðgerðinni til betri tíma og gekk upp þau sjö þrep sem aðskildu hann og póstkassann. Hann nam snögglega staðar í efstu tröppunni er hann heyrði það hvella hljóð sem gaf til kynna að lyftan væri lögð af stað niður. Nú var að duga eða drepast. Nú var að duga og drepa. Alfreð skaust niður þrepin sjö og hnipraði sig niður í skugganum. Lyftudymar opnuðust með lágu ískri. Það blikaði á beitt vopnið. Tvö und- anfarin kvöld hafði hnífurinn veri brýndur af stakri natni og Alfreð hafði æft sig með því að stinga honum í úr- beinað lambalæri vafið inn í hand- klæði til að líkja sem best eftir þeim aðstæðum sem voru líklegar til að skapast. Þungt fótatak heyrðist þegar Geir gekk niður þrepin sjö sem að- skildu póstkassana frá lyftudyrunum. Alfreð taldi fótatökin. Anægjubland- inn ótti hríslaðist um litla húsvörðinn er hann sá að þama var Geir kominn. Hann þekkti þennan perulaga bak- svip, þykkan svírann og gljáandi skallann sem vom helstu einkenni þessa feiga manns. Istra Geirs gekk í bylgjum undir hvítum ermastuttum bolnum með bjórauglýsingunni þegar hann leitað að lyklunum sínum í vas- anum á hólkvíðum íþróttabuxum þeim er hann klæddist. Alfreð glotti. Nú skynjaði hann í fyrsta skipti vald sitt og yfirburði meðan Geir tók upp lyklakippuna, valdi rétta lykilinn, opnaði póstkassann og tók blaðið út. Alfreð læddist af stað. Geir lokaði póstkassanum og síðasta verk hans í þessari jarðvist var að stinga lyklun- um í vasann. Hvellt píphljóð úr tölvuúri húsvarðarins fékk Geir til að snúa sér snögglega við. Hann sá and- lit húsvarðarins vott af svita og það ánægjufulla glott sem einmitt á því augnabliki sem Geir sneri sér við var að breytast í ör- væntingarfulla grettu. Hann sá hins vegar hvorki upp reiddan handlegginn né hnífinn sem beint var niður. Þetta eina tíst í tölvuúrinu bergmálaði um allan stigaganginn og magnaðist í eyr- um Alfreðs þangað til það minnti á loftvamarflautu. Alfreð stakk hnífnum á kaf í hægri öxl Geirs þar sem hálsinn sameinast búknum. Þetta endurtók hann vinstra meginn. Dauf hrygla heyrðist úr barka Geirs en Alfreð missti alla yfir- vegun og stjórn á skapi sínu og stakk hnífnum á kaf í líkama Geirs hvað eft- ir annað. Hann hló ofsafengnum hlátri þegar blóðið spýttist í andlit hans sjálfs. Eftirtektarvert hefði á- horfanda þótt að þegar Alfreð skar í sundur maga Geirs vall út hvítur grút- ur sem blandaðist blóðinu á gólfinu undir póstkössunum og minnti á hversdagsrétt þann sem íslenskar hús- mæður búa gjaman til úr pylsubitum, tómatsósu og kartöflumús. Skerandi öskur úr barka konu einn- ar sem stóð í lyftudyrunum fékk Al- freð til að skjótast á fætur og hlaupa upp og inn í íbúðina sína og læsa að sér. Þegar lögreglan kom að sækja hann sat hann alblóðugur á klósettinu og endurtók fyrir munni sér:„Helvítis tölvuúrið! Helvítis tölvuúrið! Helvít- is...“ Alfreð álwoð oð heppilegosro morðvopnið væri srór og beirrur kjörhnífur. Höfundur nefnir sig Wolfgang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.