Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 31

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 31
Úlfur Eldjorn. Rífon Skerandi þögn rauf hávaðann. María lagði tréfótinn kæruleysislega frá sér á kínverjagult Ikeateppið. Líf hennar var orðið ömurlegra en íslensk kvikmynd. Fyrir ári síðan hefði hún getað sagt sjálfri sér að líf hennar væri áhugaverðara en geðsjúklingur á eyðibýli með haglabyssu en núna var líf hennar ekki einu sinni jafnáhuga- vert og krabba- meinssjúkur lög- fræðingur á hest- baki. Flún sogaði eld- inn ofan í pípuna og seigdrepandi reykurinn lagði af stað í langa og hættulega för í gegnum líkama hennar. Henni fannst notalegt að láta dauðann kitla sig að innan ör- skamma stund og að blása honum aftur út, svo hann gæti sest að í gluggatjöldunum eða veggfóðrinu. Feigðin var nota- leg. Henni hafði oft dottið í hug að stytta sér aldur, en þá minntist hún alltaf Egils Olafssonar dingl- andi í rafknúnna baggalyftaranum og fékk ógeð á hugmyndinni. Þegar hún hafði losað pípuna við jarðneskar leyfar tóbaksins fann hún sæng sína út- breidda og smeygði líkaman- um og fætinum eina undir hana og naut kuldans. Það er hægt að éta óætan mat en það er ekki hægt að ala upp ófætt barn. Við skiljum dauðann þótt við þekkjum hann ekki af eigin raun, en við getum með engu móti skil- ið lífið þótt við séum að lifa því núna. Það er hægt að berja óbarinn biskup en það er ekki hægt að óberja barinn bisk- up. Reyndar er ekki hægt að óberja neinn en líkingin var góð engu að Svíþjóð. Hún hóf næsta morgun á því að gefa hundinum. Morg- unstund gefur sull í hund. Hundurinn hét Lessý og var tík. Hún var líka algjör tík. Lessý átti það til að fara á túr á ólíklegustu tímum og þá fékk kínverjagula Ikeateppið að njóta góðs af rauðleitu, þykku tíðablóðinu. En þennan morgun tókst henni að setja skál undir tíkina áður en blóðið byrjaði að seytla niður. Þegar upp var staðið var skálin orðin full af tíðablóði tíkarinnar og þá hugsaði María með sér að það væri nú sóun á lífrænum efnum að fara að sturta þessu niður um klósettið, það hlyti að vera hægt að nýta þetta á einhvern hátt. Þá fékk María hug- mynd Þremur korter- um og einni geð- heilsu seinna var þessi hugmynd orðin kaka. Efst voru fjögur kert, undir þeim grænn, svampkenndur efri helmingurinn og undir honum rauð- litaður neðri helm- ingurinn sem hún hafði gert úr tíða- blóði hundsins. „Til hamingju með afmælið Lessý. ... og orðin svona stór. Seinast þegar ég sá þig varstu bara SVONA lítil. Hei má ég líka. En ég var að fá þetta. Þú getur alltaf leikið þér með það. Láttu mig fá það. A. Æ. Bú bú, Natú. Jæja krakkar núna er afmælið búið.” Og að þessum orðum mæltum bar María eld að reykmettuðum gluggatjöldunum, settist sallaróleg á gólfið og borðaði kökuna á meðan húsið brann. Hún var jarðsett, að eigin ósk, á öskuhaugunum í Gufu- nesi. Jarðarförin fór fram í kyrrþey ef undan er skilið smjattið í rottunum þegar þær nörtuðu úr henni augun. Blóm og kransæðastíflur voru afþakkaðar. 31 SKÓLADLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.