Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 35

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 35
faraldri. Dauðastríð hans er öllu átak- anlegra en Lancelots, þar er hann beinlínis brjóstumkennanlegur er hann kallar eftir hjálp þeirra borgara sem áður höfðu af hræsni sýnt honum lotningu. í túlkun Herranætur virðist þetta umkomuleysi enn frekar undir- strikað Önnur margbrotin persóna er borg- arstjórinn. Hann birtist fyrst sem geð- veikur fáráður, en þó veit áhorfandinn aldrei að hvaða marki sú geggjun er uppgerð ein, því endrum og eins bráir af honum. Hann er sem vax í höndum aðstoðarfólks síns, en verður engu að síður fyrstur til að hagnýta sér kring- umstæður þegar drekinn drepst. Þetta gerist þrátt fyrir að hvergi skorti flærð og fláttskap í kringum hann. í hinu nýja hlutverki sínu virðist borgarstjór- inn öllu heilli á sönsum en áður, þótt enn bregði fyrir sálsýkisköstum. Sem sönnum einræðisherra sæmir er hann kenjóttur og óútreiknanlegur; kátur og föðurlegur í aðra röndina en snakillur og ógnandi þegar síst er von. Ekki síst vakir hann yfir hverri þeirri hættu sem steðjar að völdum hans svo að enginn er óhultur. Raunar er hann öllu verri harðstjóri en drekinn vegna þess að hann er maður sem kúgar meðbræður sína, meðan drekinn er -eðli sínu sam- kvæmt - bara skepna. Eins og í öllum einræðisríkjum kemur ætthygli strax til sögunnar og er samband hins nýja einræðisherra við son sinn, Hinrik, athyglisvert. Hinum alsjáandi föður er sama þótt þeir Hinrik njósni af kappi hvor um annan, svo fremi sem þeir haldi því innan fjölskyldunnar! Þessi öfug- snúna (og að því er virðist fölskvalausa ) föðurást gefur verkinu nýja vídd, því að hitt foreldrasam- bandið í leikritinu (Karlamagnús/El- ísabet - Elsa) einkennist af einsleitu verndarhlutverki foreldra gagnvart af- kvæmi. „Drekinn“ er leikrit sem fjallar um lygina og afhjúpun hennar. Nánast allar helstu persónur verksins ljúga einhvern tíma, ýmist að sjálfum sér eða öðrum. I þessu andrúmslofti blómstra sumir, aðrir kikna og geggj- ast (borgarstjórinn, einkaritari hans) og enn aðrir eflast þegar þeim verður lygin ljós. Ævintýrið hlýtur góðan endi, en eigi að síður lifir boðskapur verksins, að menn þurfi að sýna heil- indi og samkennd og halda vöku sinni, ella nái hræsni og lygi að vaxa og dafna á nýjan leik. Sýningin Uppfærsla Herranætur á „Drekan- um“ var aðstandendum að flestu leyti til sóma. Alkunna er að ekki er hægt að gera sömu kröfur til áhugaleikhópa sem atvinnumanna og gilda þau margtuggðu sannindi hér. En að sama skapi gætir oft meiri leikgleði hjá áhugafólki og mátti glöggt sjá það á „Drekanum“. Leikhópurinn var ótrú- lega samhentur og fjörmikill. Að öðr- um ólöstuðum báru þó tveir leikendur höfuð og herðar yfir aðra. Þar ber fyrst að geta frábærrar frammistöðu Elínar Lilju Jónasdóttur, en einstakt öryggi skein úr leik hennar frá fyrsta atriði til hins síðasta. Gilti einu hvort hún túlkaði hógværð og barnslega trúgirni eða niðurlægingu Orsokir einræðisins eru sterklego gefnor í skyn í verkinu, en þær virðisf höfundur feljo vero hverflyndi, doðleysi og undirlægjuhoff lýðsins. og þóttafullt stolt. Hlutverk Elsu er fjarri því að vera tilþrifamesta hlut- verk verksins, þótt mikilvægt sé, en Elín Lilja gæddi það lífi með sérlega öguðum og þroskuðum leik. Stafaði af henni svo mikil útgeislun að áhorf- andinn var alltaf meðvitaður um ná- vist hennar á sviðinu, jafnvel þótt leikur hennar væri ekki í brennidepli. Þá var framsögn hennar einstaklega skýr, hvort sem hún hækkaði róminn eða lækkaði. Er engum blöðum um það að fletta að í Elínu Lilju búa mikl- ir leikhæfileikar. í hlutverki sínu sem borgarstjóri og síðar einræðisherra var Olafur Darri Ólafsson einnig afbragðsgóður. Ólaf- ur Darri er sem skapaður í hlutverk valdsmanns, mikill á velli, með djúpa og hljómmikla rödd. Eigi að síður sýndi hann mikla fjölhæfni, t.a.m. þegar borgarstjórinn geggjaði brá sér í kvenmannslíki. Sem hinn nýi harð- stjóri fór þó Ólafur Darri fyrst á kost- um. Þar túlkaði hann listilega vel hár- fín blæbrigði í fasi hins óútreiknan- lega einræðisherra. Helst mátti finna að því í leik Ólafs Darra að framsögn hans varð ógreinileg þegar hann æsti sig. Frammistaða leikara í öðrum að- alhlutverkum var misjöfn. Sem Lancelot var Markús Þór Andrésson frambærilegur, en átti þó til að ýkja hlutverkið með ofleik. Galt hann þar e.t.v. að einhverju leyti ein- hlítrar persónusköpunar höfundar. í lokaatriðinu, við endurkomu Lance- lots, sýndi Markús samt mjög sterkan leik (án orða), þegar hann stjórnaði borgarbúun í veislunni með svip- brigðum einum. I hlutverki hinnar auðsveipu undirlægju var Egill Arnar- son góður, en persónan varð þó ögn einsleit í meðförum hans. Styrkur Hrannars Más Sigurðssonar í hlut- verki Hinriks fólst einkum í látæðinu, smávægilegir og fínlegir taktar sem undirstrikuðu hégómleika og henti- stefnu. Hins vegar skorti yfirvegun í framsögn Hrannars sem var á köflum flaustursleg og ógreinileg. Um frammistöðu einstakra dreka á ég erfitt með að dæma, þar sem ég áttaði mig ekki á hverjum leikara fyrir sig. Sýndist mér drekanum vaxa ásmegin með hverjum nýjum leikara en þó er erfitt að meta að hvaða marki það fólst í auknu gervi og afhjúpun „per- sónu“ drekans. I aukahlutverkum báru tveir leikar- ar af. Kristjana Sigurbjörnsdóttir var kostuleg í hlutverki kattarins. Allt lát- bragð hennar var framúrskarandi en jafnframt var framsögnin sérlega greinileg. Þá er vert að geta frammi- stöðu Bergdísar Bjartar Guðnadóttur, sem lék hlutverk Elísabetar af miklu öryggi. Hins vegar var Magnús Ragn- arsson tilþrifalítill sem Karlamagnús. Aðstoðarkonur borgarstjórans voru góðar og þó Nanna Kristín Magnús- dóttir sýnu betri sem hin stranga og svipþunga hjúkrunarkona. Linda As- geirsdóttir var fjörmikil í hlutverki einkaritarans en þó samræmdist létt- úðin og galsinn ekki fyllilega lýsingu þeirri sem nýi harðstjórinn gefur á henni sem svo iðinni og eljusamri að hún hafi endað á hæli (eftir að hafa af- hjúpað eigið samsæri gegn sjálfri sér um að bola sér úr eigin stöðu!). Þó skal ekki dæmt hér hvort það færist á reikning leikkonunnar eða leikstjór- ans að leggja áherslu á slíka túlkun. í hópsenum borgaranna var leikur- inn yfirleitt góður en textinn drukkn- aði stundum í leikhljóðum (barda- gagný/tónlist). Þó bar framsögn Nönnu Bjarkar Ásgrímsdóttur af, greinileg og barst gegnum hvaða óm sem var, auk þess sem leikgleðin var mikil. Leikmynd Maríu Valsdóttur var í senn haganleg og hugvitssamleg. í grundvallaratriðum miðaðist hún við hina miðaldalegu umgjörð verksins, wp með síkisbrú, borgarráðsbyggingu og SKÓLADLADIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.