Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 40

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 40
SKÓLADLAÐID Gauti B. Eggertsson: Af drougohvölum, dulhyggju, skrímslum 09 skyggnilýsingum Lífsreynslusaga MB-sálar af skyggnilýsingarfundi Tilraunafélagsins Trúin á eitthvað yfimáttúrulegt hefur fylgt manninum frá örófi alda. Mannskepnan virðist alltaf hafa staðið í þeirri meiningu að hún væri of merki- leg til að deyja og því hlyti eitthvað að vera til „hinu megin“. Með vax- andi vísindahyggju nútímans hefur þessi trú tekið á sig ýmiss konar myndir. í dag eru fjöldi hópa sem reyna með tilraunastarfsemi að sanna vísindalega að líf sé eftir þetta. Þetta kallast spíritismi. Spíritismi er ekki nýr af nálinni. Fyrr á öldinni voru meira að segja allnokkrir prestar sem aðhylltust hann. Vildu þeir sanna með beinlínusambandi eða öðrum tiltæk- um ráðum tilvist Herrans. Einn af okkar þekktari spíritistum er líklega Þórbergur Þórðarson heitinn. Hann var alræmdur fyrir að þeysa á vett- vang með hin undalegustu mælitæki hvenær sem bók datt úr hillu eða dragsúgur skellti hurð. Raunar átti ég skemmtilegt samtal við Þórberg fyrir nokkrum dögum - en ég kem að því síðar. Tilraunafélagið og hvolfrið- unarsinninn Mognús Á íslandi eru starfandi nokkrir hópar spíritista. Þeirra á meðal er Til- raunafélagið. Forvígismaður hópsins gerði nemendum Menntaskólans þann heiður að sækja þá heim á málfund Framtíðarinnar um líf eftir dauðann ekki alls fyrir löngu. Umræddur er nánar tiltekið Magnús Skarphéðins- son sem er meðal annars þekktur fyrir að vera svo til eini íslenski hvalfrið- unarsinninn en er aukin heldur sagn- fræðingur. Magnús talaði í löngu máli um drauga, líkamninga, skyggnilýs- ingar og hin ýmsu fyrirbrigði. Svo mikið lá honum á hjarta að halda varð framhaldsfund stuttu síðar. En Magn- ús lét sér ekki nægja að skvetta úr koppum viskunnar heldur bauð einnig fundarmönnum að sækja einn af skyggnilýsingarfundum Tilraunafé- lagsins. Undirritaður lét narrast og hélt á fund Magnúsar og Andanna á- samt Borgari Þóri Einarsyni tilvon- andi skrípi. Fundurinn hófst með því að gestir fundarins (þ.e. þeir sem ekki voru innvígðir í félagsskapinn) leystu af hendi 1000 kr. framlag til rann- sóknarstarfsemi Tilraunafélagsins. Auk okkar höfðu villst inn á fundinn nokkrir gestir frá Selfossi. Gestir kvöldsins áttu að vísu eftir að verða fleiri en þeir voru ekki þessa heims og því ekki borgunarhæfir. Skrímsli - verur fró öðrum hnöttum, drougor eðo óuppgötvoðor Iffverur? Efni fundarins voru skrímsl. Magn- ús hóf fundinn á því að flytja stuttan fyrirlestur um skrímsli af ýmss konar tagi og sagði vera uppi tvenns konar kenningar um þau. Annars vegar að um væri að ræða óuppgötvaðar lífver- ur og hins vegar verur frá öðrum heimi, hnöttum eða tilverustigi. Sjálf- ur taldi Magnús að allt þetta gæti farið saman. Að lokum sagði hann nokkrar skrímslasögur. Hann hafði fengið heimildir sínar frá sérlegum skrímsla- sérfræðingi Tilraunafélagsins sem hefur söfnun þessara sagna fyrir tóm- stundagaman. Að þessum litlu fróð- leiksmolum loknum var kveikt á reykelsi og tónlist og menn tóku höndum saman og reyndu að samein- ast „alheimskraftinum“ (í gegnum Ijósop um enni og hjarta). Ekki leið á löngu þar til miðill Tilraunafélagsins, skúringakona úr Hafnafirði, féll í trans. Fyrsti gestur kvöldsins að hand- an var læknir nokkur. Sá maður er raunar tengiliður Tilraunafélagsins við þá „hinu megin“ og sér um að kalla á þá sem menn hafa áhuga á að tala við. Þessi ágæti maður heitir (,,hét“) Einar og er fastagestur á skyggnilýsingum félagsins. Umræðu- efni kvöldsins var borið upp við hann en hann hafði ósköp lítið um skrímsli að segja. Þess í stað kallaði hann til skrímslasérfræðing þeirra að handan. Afturgongnir hvolir Okkur heilsaði þá Þórbergur Þórð- arson skrímslasérfræðingur.Við rædd- um ýmislegt við Þórberg. Meðal ann- ars var hann spurður hvers eðlis fyrir- bærin rauðkembingar séu en það eru nokkurs konar illhveli sem hrella áhafnir skipa sér til dægrarstyttingar. Þórbergur tjáði okkur að hér væru á ferð afturgengnir hvalir. í þeim hefðu safnast illir andar og hugsanir. Þetta lýsti sér meðal annars í því að þeir væru með rauðan kamb á bakinu sem á að tákna eitthvað voðalega vont. Við héldum áfram að spjalla við Þór- berg en áberandi var að þegar við spurðum um eitthvað sem skipti máli úr lífi hans (þ.e. eitthvað sem miðill- inn gat ekki vitað) gat hann ekki „komið því í gegn“. Að lokum þurfti Þórbergur að þjóta og næst heimsótti okkur kona. Þessi kona gengur undir nafninu Blómakonan og er nokkuð tíður gestur á fundum félagsins. Blómakonan heilsað og sagðist strá yfir okkur blómum. Einn Selfyssing- urinn trúði mér fyrir því eftir fundinn að hann hefði fundið gríðarlega blómalykt um leið og hún hefði heim- sótt fundinn. Fleiri komu en ekkert annað markvert gerðist nema einna helst þegar Magnús gekk mjög hart að einum andanum til þess að komast að því hvemig menn færu í sturtu fyrir handan (það kom svo í ljós að þeir þyrftu ekki einu sinni blöndunartæki heldur stýrðu vatnsbununni í gegnum grænt auga á sturtuhausnum með hugsanaflutningi). Loks var fundur- inn yfirstaðinn. Hann hafði þá tekið svo mjög á andlegan þrótt Borgars, tilvonandi skrípis, að hann var löngu sofnaður. Eift sinn verða allir menn að deyja Ekki ætla ég að leggja mat á hvort eitthvað sé fyrir handan. Hitt er ég viss um að það verður aldrei sannað með neinu móti hvort svo sé eða ekki. Þegar allt kemur til alls fer það eftir innri sannfæringu hvers og eins hvort han trúi eða ekki. I raun sé ég ákaf- lega litla ástæðu til þess að fólk velti sér allt of mikið upp úr þessu. Fyrr eða síðar kemur þetta hvort eð er í ljós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.