Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 38

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 38
SKÓLADLAÐID Alfreð Houksson, 5.-Y: lithóenreisQ stœrdfrœðiíliðsins Afrek MR- inga fara lík- lega ekki fram- hjá mörgum þessa daganna. Þó höfundur kunni ekki að nefna þau öll þá má helst benda á hinn glæsilega árangur ræðuliðsins í Mor- fís, spumingaliðsins í spurninga- keppni framhaldsskólanna, MR-inga á MR-VÍ daginn og síðast en ekki síst stærðfræðiliðs MR í sveitakeppni Eystrasaltslandanna. Lið skólans sem var sent fyrir hönd framhaldsskóla landsins var skipað Bjarna V. Hall- dórssyni (6-X), Sigurði F. Marinós- syni ( 6-X), Jóhannesi Loftssyni (6- X) og undirrituðum, Alfreð Hauks- syni (5tY). Þess má þó geta að einnig var sendur nemandi úr Fjölbrauta- skóla Suðurlands, hálfgert lukkudýr fararinnnar. Fararstjórinn Sverrir Öm Þorvaldsson, fyrrverandi MR- ingur, fylgdi í kjölfarið ásamt sómnefndar- fulltrúa. Greininni er meðal annars ætlað að veita nemendum innsýn í hinn framandi heim kommúnismans og þeim tækifærum sem mönnum bjóðast til að skvetta úr klaufunum. Flogið var að morgni 4. nóvember síðastliðinn til Kaupmannahafnar og þar gist eina nótt. Fyrsta verkefni okkar var að heimsækja hina þekktu hamborgarasamsteypu McDonald’s og ekki brugðust borgarnir í þetta skiptið frekar en fyrri daginn. Við gerðum okkur margt til skemmtunar svo sem að fara í bíó og á pöbbarölt. A heimleiðinni frá Litháen brugðum við á þeirri nýbreytni að fara á Burger King. Þegar til Litháen var komið blasti hið einkennandi útlit austantjalds- landa við og alls staðar bar á áratuga- langri stöðnun. Bágur efnahagur landsins leyfir fólki ekki að lifa við aðstæður eins og við gerum. A götum höfuðborgarinnar Vilnius óku nær einungis Skódar, Lödur og Trabantar eins og margur landinn hefur selt rússneskum sjómönnum. Við fórum að velta því fyrir okkur í hvaða formi fólk fengi greitt fyrir bflana sína eftir Fimm fogror lirhoenshor ungmeyjor buöusr ril oð hjálpo okkur með forongurinn um leið og við srigum úr úr rúrunni o áfongosroð. að Bjami þóttist hafa séð Skóda Óla R dönskukennara aka fram hjá. Ósjálfrátt brostum við breiðar þeg- ar við sáum hvaða leiðsögumenn við fengjum. Fimm fagrar litháenskar ungmeyjar buðust til að hjálpa okkur með farangurinn um leið og við stig- um út úr rútunni á áfangastað. Við fengum gjörsamlega núja hugmynd um land og þjóð á örskotsstundu og var það samdóma álit okkar að undir- búningurinn og móttökurnar lofuðu góðu. Okkur til mikils ama uppgötvuðum við fljótlega að hinnn alþjóðlegi ham- borgararisi McDonald’s hafði ekki skipað sér sess innan litháenskrar menningar. Til að halda heilsu þar til keppninni væri lokið ákváðum við að neyta ekki þess matar sem okkur var boðinn. Sem betur fer hafði ég tekið svið og harðfisk með mér að heiman og keypt stóra dós af danskri skinku á Kastrup-flugvelli. Því miður var ekki heitt vatn þar sem við dvöldum og var því kalt að fara í sturtu. Þar sem Litháenferðin stóð yfir í fimm daga og keppnin einn daginn höfðum við nægan tíma aflögu auk þess sem staðið var fyrir skoðunarferð í kastala í útjaðri Vilnius. Á daginn skoðuðum við borgina og versluðum. Vegna þess hve verðlagið var lágt í landinu komst ég í feitt þegar komið var í þriggja hæða stórverslun, því ég var með dollara í vasanum sem sam- svöruðu mánaðarlaunum háskólapró- fessors. Eg keypti skartgripi, pels og margt fleira nytsamlegt. Kapítalismi hefur enn ekki rutt sér til rúms í land- inu og viðgengst jafnan sá hugsunar- háttur „ég bara vinn héma“ mjög víða. Gott dæmi um það er ferð á kaffihús þar sem við pöntuðum okkur kaffi. Þá fengum við þau svör frá af- greiðslustúlkunni að kaffið væri vont og ráðlagði okkur að kaupa það ekki en sagðist alveg geta hellt upp á ef við endilega vildum. Á kvöldin fórum við m.a. út að borða á fínustu og dýrustu veitinga- stöðum bæjarins og á þeim besta voru þjónarnir klæddir reykfötum. Vegna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.