Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 43
Sigurður Jökull og Eiríkur
Slonley Kubrick
Fáir kvikmyndaleikstjórar hafa markað jafn djúp spor í
kvikmyndasögunni og Stanley Kubrick, en síðustu 40 ár
hefur hann verið leiðandi í bresk-amerískri kvikmynda-
gerð. Fjölbreytni og fullkomnun hafa leitt til þess að
mynda hans hefur ætíð verið beðið með eftirvæntingu, en
einnig hafa myndir hans sætt harðri gagnrýni enda eru þær
flóknar og ádeilufullar.
Stanley Kubrick fæddist í
Bronx hverfinu í N.Y. Þann 26.
júlí 1928. Á unga aldri dreymdi
hann að verða djass trommu-
leikari, en kvikmyndum kynnt-
ist hann með reglulegum bíó-
ferðum með mömmu gömlu.
Það ásamt óbilandi áhuga á
skák og ljósmyndun segir hann
að hafi stuðlað að áhuga sínum
á kvikmyndagerð. „Skákinn
veitir manni þá þolinmæði og
þann aga sem kvikmyndagerð
þarfnast“ segir Kubrick og und-
irstrikar það með því að byggja atriði í myndum sínum
upp eins og taflleik. Skólaganga Kubricks einkenndist af
agaleysi og fljótlega náði ljósmyndun tökum á honum og
að lokum fékk hann vinnu sem ljósmyndari hjá tímaritinu
Look. Á þeim 4 árum
sem hann starfaði hjá
Look óx kvikmynda-
áhugi hans jafnt og
þétt og birtist í stutt-
um heimildarmynd-
um. Það var svo árið
1953 að hann gerði
sína fyrstu mynd og
bar hún nafnið Fear
and Desire.
Fear and Desire
var stríðsdrama sem
þótti kvikmyndalega
séð vel gerð en leikur
og handrit Þótti Þeim
mun síðra. Sömu
vankanntar voru á
annari mynd hans,
Killers kiss, en hún
fjallar um hnefaleika-
kappa sem verður
ástfanginn af stúlku
) sem hann síðan
bjargar frá yfirmanni
hennar. Myndin gerði
honum samt sem
áður kleift að fjár-
magna næstu mynd
sína The killing sem
veitti honum í fyrsta
skipti almenna við-
urkenningu. Hópur
manna skipuleggur rán á veðhlaupabraut en áætlunin fer
úrskeiðis. Myndin var mjög góð af svo ungum leikstjóra
og sagan var sögð á óvenjulegan hátt. Sem dæmi má nefna
að hún hafði gríðarleg áhrif á Quentin Tarantino leikstjóra
Reservoir dogs. Kubrick hafði alltaf langað til að gera
kvikmynd eftir sögunni Paths of glory og árið 1957 rættist
sá draumur. Það má sanni segja
að þetta verkefni hafi farist hon-
um vel úr hendi en myndin er
enn þann dag í dag talin ein
hans allra besta. Paths of glory
var beinskeytt stríðsádeila, en
hún fjallar um 3 franska her-
menn sem skotnir eru fyrir heig-
ulskap en voru þó valdir af
handahófi. Myndin gerði mik-
inn usla t.d. í Frakklandi þar
sem hún var bönnuð í mörg ár.
Nú voru Kubrick allir vegir fær-
ir og stóru kvikmyndaverin
kepptust um hann. Að lokum
fengu þeir hjá Universal hann til að gera stórmyndina
Spartakus sem fjallaði um þrælin sem leiddi þrælauppreisn
á tímum Rómaveldis. Myndin var dæmigerð stórmynd á
þessum timum og að mestu leyti laus við það sem einkennt
hefur Kubrick allar
götur síðan. Næsta
verkefni hans var að
kvikmynda hið um-
deilda verk Nabokovs
Lolita enda hafði
Kubrick þann háttinn
á að leita í umdeildar
skáldsögur, en sögu-
þráðurinn var á þá leið
að miðaldra maður
verður ástfanginn af
fósturdóttur sinni, tán-
ingsstúlku. Mjög um-
deildir dómar hafa
leitt til þess að mynd-
in hefur fallið í skugg-
ann af öðrum mynd-
um hans enda telst
hún smámynd á hans
mælikvarða. Annað
verður sagt um næstu
rnynd hans Dr.
Strangelove, háðska
stríðsádeilu sem skart-
aði stórleikurunum
George C. Scott og
Peter Sellers sem fór
með þrjú hlutverk,
sem voru breskur liðs-
foringi, forseti Banda-
ríkjanna og geðveikur
vísindamaður (sieg
Á ungo oldri dreymdi
hann að verða djass
rrommuleikari, en
kvikmyndum kynnfist hann
með reglulegum
bíóferðum með mömmu
gömlu.
Frá vinstri Suzanne Christiane tilvonandi kona Kubrick. Stanley
Kubrick og Kirk Douglas taka kaffihlé frá myndatöku.
SKÓLADLAÐIÐ