Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 6
SKÓLADLAÐIÐ Ingólfur B. Sigfússon IV.C: I Árshótíð -viltu donso? Þegar grá- mygla hvers- dagsleikans er orðin þrúgandi birtir skyndi- lega til og við fáum afsökun til að slá öllu upp í kæru- leysi. Um miðjan febrúar á hverju ári verða nemendur Menntaskólans sem beljur að vori (eða var það á svelli?). Astæð- an er að sjálfsögðu að óðum styttist í hina rómuðu árshátíð Framtíðarinnar. Febrúar 1993 var engin undantekn- ing nema ef nefna skyldi afmælishátíð Framtíðarinnar sem hitaði nemendur upp síðustu vikuna fyrir sjálft há- markið: Árshátíð viltu dansa? Undir- búningur hafði reyndar staðið yfir vikum saman og hópur fólks undir röskri stjóm árshátíðamefndar unnið að glæsilegri skreytingu á kjallara Casa Nova. Mér leið eins og ég gengi inn í klakahöll þegar ég kom þangað. Stóri dagurinn Eftir reykklæðamátun og síðkjóla- leit rann hann loksins upp. Venju samkvæmt hófst dagurinn á morgun- samkvæmum sem stóðu væntanlega flest þar til haldið var á Hótel Island þar sem skemmtiatriði voru sýnd. Flest voru þau allgóð, t.a.m. atriðið um sjö bræður, samlíkingin átti mjög vel við. Þær stöllur Margrét og Krist- björg stóðu sig með stakri prýði sem kynnar. Atriði hinna kvenmannslausu skólafélagsforkólfa var bráðfyndið og fótafimi þeirra vakti mikla athygli í steppinu. Segið svo að maður læri ekkert hjá Hauki... Kvenfélagsrauð- sokkurnar voru fyndnar og sömuleiðis diskóperramir. Afhending Elíasarorð- unnar fór fram við undirleik lúðra- sveitar og kom það mjög vel út. Hljómsveitin og söngvararnir fá tvö prik fyrir fádæma góð tónlistaratriði Framan af var hún fremur hásfemmd og leiðinleg rerilín- buxna og pólýest- er-skyrtna heim- speki. og sömuleiðis fær Örn Úlfar prik fyrir heiðarlega tilraun til að skemmta þriðjubekkingum með aulahúmor. Skv. lauslegri könnun hló um helm- ingur þeirra, hinn helmingurinn sá að eldri bekkingar hlógu ekki og taldi best að fara að fordæmi þeirra. Að lokum verður að minnast á árshátíðar- ræðu Þráins Bertelssonar. En þegar leið á virtist hann slaka á og lét gamminn geysa við góðar undirtektir. Þegar á heildina er litið var ræðan góð og skemmtileg. Skemmtidagsskráin var að mestu prýðisgóð og ber að geta frammistöðu allra á bak við tjöldin sem eiga heiður skilinn því sýningin gekk mjög fagmannlega fyrir sig, hratt og örugglega. Eftir hraðakstur heim þar sem skipt var um föt var brunað á matstað þar sem Menntskælingar skófluðu í sig dýrindis mat. Að því loknu var haldið í kveldteiti þar sem veigar voru teig- aðar svo um munaði. Þeir sem lifðu af gerðu um miðnæturbil tilraun til að komast á Hótel Sögu, þar sem skrokkaskak við undirleik Bogomils Font, Móeiðar Júníusdóttur og Millj- ónamæringanna var stundað. Tals- verður fjöldi komst inn við illan leik eftir troðning við innganginn. Að- 6 ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.