Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 14
SKÓLADLAÐIÐ Srefán Jónsson: Úr einu í annað Páll Bergþórsson veðurfræðingur og hogyrðingur rekinn roli Um næstu áramót lætur núver- andi veðurstofustjóri, Páll Bergþórsson, af störfum. Ekki svo að skilja að hann hyggist skipta um starf heldur fer hann á eftirlaun enda að verða sjötug- ur, fæddur 1923. Líklegt er að hann hafi frá mörgu að segja og þess vegna kom ritnefnd því svo fyrir að við tók- um hann tali. Það sem er hjartanu kærast er tungunni tamast og því hóf- um við samræðurnar með spurningu um skólann og andrúmsloftið sem hér ríkti er hann stundaði nám. „Ja, nú hef ég ekki samanburð en það mótaði ekki mikið fyrir gömlum brag. Aður litu nemendur stórt á sig og aðrir en þeir voru kallaðir dónar. Það var alls ekki svona í minni tíð en þó eymdi eftir afþessu, án þess að ég vilji vera að setja út á skólasystkyni mín sem mér er afar hlýtt til. Flestir kennarar og nemendur þér- uðust og varð þess vegna lengra milli þeirra en ella. Mig minnir að Pálmi rektor hafifarið að þúa okkur í ó.bekk því þá þóttum við standa nœr full- orðnum, en reglan var að þéra. Einu sinni var ég að taka munnlegt próf í ensku hjá Boga Ólafssyni. Einhverjir viðstaddir fóru að pískra út af vafasömu svari hjá mér „Þið eruð ekkert skárri. “ sagði Bogi. Þetta hef- ur löngum aukið mér sjálfstraust síð- ar á ævinni. Á þessum tíma var nokkuð um fé- lags- og stjórnmálastarf í skólanum. Ég tók lítinn þátt í því en var kominn á skrið með sósíalisma þó að ég skrif- aði ekki í Skólablaðið eða talaði á fundum. Auðvitað var mikið talað um stríðsátökin, sérstaklega Þýskaland og Sovétríkin sem voru þá í brennid- epli. Flelstu stjórnmálafylkingarnar meðal skólapilta voru Sjálfstæðis- menn annars vegar og sósíalistar hins vegar, en aðrar skoðanir vorufurðan- lega sjaldgœfar. Auk þessa var haldið uppi leikstarfi og Framtíðarfundum en ég var lítið í því enda bara einn vetur í skólanum. Áður var ég í Reyk- holtsskóla og var reyndar kennari um skeið. Ég kenndi börnum kennaranna en í staðinn fékk ég tilsögn undir gagnfrœðapróf hjá þeim. Það tók ég árið 1941 og svo las ég utanskóla. Ég taldi mér liggja óskaplega á því lífið væri svo stutt; las þrjá bekki á tveim- ur vetrum. Þá bjó ég í góðu yfirlæti hjá frændfólki mínu hér í borg og naut hjálpar góðra manna. Meðal annars fékk ég að líta í glósur Jóns Guðmundssonar. Og lífið varð lengra en mig grunaði. Námið var svipað og ég bjóst við. Við Reykholtsskóla starfaði fólk sem hafði kennt í menntaskóla svo kennsl- an kom ekki sérlega á óvart. Hins vegar fannst mér nemendur stundum ekki notalegir við kennara. Hrekkir voru til í dæminu og sumir kennarar lagðir hálfvegis í einelti með hrekkj- um eins og að halla hurðinni að stöf- um og tylla ruslafötunni ofan á hana. Kannski var það aumingjaskapur að ég tók ekki þátt í þessu enda hlynntur því sem Sigurður 'Nordal sagði: „ Verið þið nú góð við kennarana ykk- ar. Þeir eru meiri börn en þið hald- ið. “ Á þessum árum var þó miklu held- ur urgur milli sumra kennara og rekt- ors, Pálma Hannessonar. Það voru leifar þess að sumir töldu að Pálmi hefði verið skipaður pólitískt. Þetta olli Pálma erfiðleikum en við þá urð- um við lítið vör. Það voru sumsé ekki neinar stór- deilur milli kennara og nemenda en þó kom fyrir að við höguðum okkur illa í Skólaselinu. Það náði svo langt að einu sinni vildi Pálmi rektor banna Selsferð vegna drykkjuláta. Ég held að það hafi jafnvel þótt enn fínna þá en nú að drekka sig fullan. Það var „stöðutákn verðandi stúdenta.“ Okkur hafði borist það til eyma að á þessum árum hafi landið verið enn rækilegar hersetið en nú er og fýsti því að vita hvort Páll hefði ekki orðið var við það. „Jú jú, það fór náttúrulega ekki fram hjá fólki að landið var hernumið. Um allt voru braggar og mikið var talað um meinta ásókn kvenfólksins í kynni við hermenn. Hersetunni fylgdu líka atvinnumögu- leikar, sjálfur var ég í Bretavinnu í Hrútafirði og skipaði upp kolum. Öll- um fannst þó, þrátt fyrir vinnuna, að mótmœla skyldi komu breska hersins enda kom hann fyrirvaralaust. Ríkis- stjórnin mótmælti líka en það var meira í orði en á borði því menn voru hlynntari Bretum en hinum stríðsaðil- anum. En svo var samið við Amerík- ana og það fannst manni óþarfi enda barðist ég mjög^ gegn hernum á stúd- entsárunum. I háskólanum voru haldnir margir fundir um hernáms- málin og gefið var út blað. Við vorum einkar hátíðleg og kölluðum það: „Vér mótmœlum allir. “. Ur því að við vomm að tala um fé- lagsstarfið í háskólanum lá beint við að spyrja um kynni hans af veður- fræði og háskólanámið. „I háskólanum fór ég fyrst í verk- fræði og stundaði nám sæmilega fyrsta misserið, verr nœsta misseri, mjög illa þriðja misserið og svo ekk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.