Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Blaðsíða 62
28
TIMARIT ÞJÓDRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA.
nefna fyrstan Kristján Villatsson
skólameistara í Skálholti og seinna
nokkru prest. Hann þótti fyrir-
taks læknir og var sá er fyrstur
samdi lækningabók 1536 eftir út-
lendum lieimildum. Annar merk-
ur alþýðulæknir var séra Oddur
Oddsson á Reynivöllum (d. 1649).
Hann var einnig mikill tónfræð-
ingur og á íslenzkur kirkjusöngur
honum að þakka brautrýðjandi
stai’f við að útbreiða fögur útlend
sálmalög. Það er sagt, að séra
Oddi liafi fyrstum tekist áð lækna
sárasótt með drykkjum. Halda
menn, að það hafi veri sýfilés, en
sú leiða veiki gekk þá sem farald-
ur hér eins >og víðar. Hjá séra
Oddi lærði Jón Sigurðsson bart-
skeri í Káranesi í Kjós (d. 1670).
Varð Jón þessi mjög vel kyntur
fyrir lækningar sínar. Sézt það
bezt á erfiljóðum, sem Hallgrímur
Pétursson orti eftir hann látinn.
1 þeim er þetta:
“Bartskeradæmis mjúkleg ment
mörgum framar var honum lént.
GuSs er sú gáfan hreina.
AlúS því lagöi á þaö víst,
ómak og kostnað sparöi sízt,
svo má þar satt um greina.
-----Komu því oft til Káraness
kvillaðir menn og víst mun þess
minst veröa lengi víöa;
lækninga gaf þar ljúfleg ráö
lukkaöist vel fyrir herrans náö
margur síns misti kvíöa —
Af læknisfróðum klerkum má
nefna þá Þorkel og Þórð Vídalín,
Þórð Jónsson í Hítardal og séra
Jón Guðmundsson í Stærraárskógi
(d. 1696). Séra Jón þessi ritaði
reglur fyrir yfirsetukonur. Brynj-
ólfur Sveinsson biskup sneri riti
um kvensjúkdóma og barnameð-
ferð, en stærstu lækningabókina og
þá sem um langan aldur var mest
notuð hér á landi samdi Jón sýslu-
maður Magnússon (d. 1738). Þá
tíðkaðist einnig að lærðir menn
færðu í rím eða ljóð sína kunnáttu
í læknisfræðum sem öðru. Þannig
urðu til Þórðarrím, Gíslarím,
Oddsrím o. fh, og mun alþýða oft
hafa ausið úr þeim lindum þegar
á lá. Kendi margra grasa í vísum
þessum. T. d. er í Þórðarrími
bæði talað um 4 temperament
mannsins, böð og blóðtökur, lækn-
isdrykki, púrgatíur, heilsu og van-
heilsuteikn og um teikn sem lækn-
ar “plaga að taka af mannsins
þvagi; en þar að auk er þar margt
um himintungl og stjörnumerki
og samband ýmsra líkamsparta
við þau. (Sjá Þorv. Thoroddsen:
Landfræðissaga, passim).
Sem dæmi þess hve mentamenn
17. aldarinnar trúðu ýmsum hind-
urvitnum sem ábyggilegum vís-
indum, má nefna, að sjálfur Iiall-
grímur Pétursson fann sig knúð-
an til að snúa útlendri ritgjörð
“Um að sjá á augunum, þegar
stúlkur fallerast.” Þegar svo var
um greindustu menn, má geta
nærri live ósoðinn fróðleik alþýð-
an gleypti sem heilagan sann-
leika. Þykir oss, sem nú lifum og
þykjumst af vorrar aldar vísdómi,
margt vera broslegt að lesa í
fræðiritum þessara tíma. Aðgæt-
andi er þó, að við megum búast
við, að eins muni seinni alda kyn-
slóðir brosa að ýmsu, sem okkur
nú finst vera ólirekjandi og gagn-
fróð vísindi.