Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Blaðsíða 133
hJÓÐRÆKNISSAMTÖK.
9!)
Hreyfir hann nú máli þessu, rit-
ar um þaS alllanga grein, og livet-
ur til þess, að Islendingar láti þaS
að framkvæmdum verða, að liald-
in verði þjóðhátíð það sama ár.1)
Mælir sterklega með 2. ágúst sem
sjálfkjörnum hátíðisdegi. Yar
máli þessu svarað í “Heims-
kringlu”. Dregur ritstjórinn það
í efa að dagurinn sé heppilega
valin, bendir á, að um það leyti
hafii bændur naumast lokið hey-
önnum í hinum norðlægari bygð-
arlögum, en í kornyrkju héruðun-
um fari kornskera í hönd. Álít-
ur hann þó að uppástungu þess-
ari megi hlýta að þessu sinni, en
vill eigi að með því sé slegið nokk-
uru föstu með dagjnn. Seint
þykir honum og á þessu vera
byrjað, og telur vafasamt að af
hátíðahaldi geti orÖið það sumar.
En fyrir ötula frannnistöðu
beggja ritstjóranna að “Lög-
bergi”, var þegar byrjað á undir-
búningi. Forstöðunefnd var val-
in, til að standa fyrir hátíðahald-
inu, þannig að hvert íslenzkt fé-
lag í bænum var beðið að velja
fulltrúa frá sér í nefndina, með
úitstjórum beggja blaðanna og
ritstjóra Sameiningarinnar. Urðu
öll vel við þeim tilmælum og er
nefndin tekin til starfa með júlí
byrjun. En þessir voru í for-
stöðunefnd liins fyrsta “Islend-
inga-dags”, en svo var hátíðin
nefnd, og hefir það nafn haldist
oftast síðan.
Einar Hjörleifsson Kvaran
Jón Ólafsson
Eggert Jóhannsson
„ a> Lögb. 3. án, 4. júnl 1890, ,nr. 21,
Fram, fram, Islendingar.”
Gestur Pálsson
Sigurður Einarsson
Jón Blöndal
Sigtryggur Jónasson
Séra Jón Bjarnason
W. H. Paulson
Jóliannes Gottskálksson
Mrs. Signv Pálsdóttir Olson
Eleónóra Júlíus
Halldór G. Oddson
Guðjón Jónsson.
Fyrstu auglýsingu um.hátíðina
birti nefndin í báðum íslenzku
blöðunum hinn 23. og 24. júlí.
Fylgja auglýsingunni áskoranir
frá ritstjórunum til almennings,
að sækja liátíðina. í blöðunum
30. og 31. júlí, er skemtiskráin
birt, og skýrt frá því, að komið
verði saman að morgninum kl.
9Á2 á balanum sunnan við íslenzku
kirkjuna (við götuhornið Ross og
Sherbrooke) og þar skipað í fylk-
ingar og farin skrúÖganga austur
Ross stræti suður Isabel, austur
Notre Dame ofan á Portage Ave.,
þaðan ofan í AÖalstræti og norð-
ur eftir því að Rupert stræti,
austur eftir því og inn í “Victoria
Gardens”, en þann garð liafði
nefndin fengið léðan til hátíða-
haldsins. Var þannig ráðgjört,
að gengið yrði nær hálfa aðra
mílu gegnum meginhluta borgar-
innar, eftir því sem þá var. Horn-
leikaraflokkur hermannaskólans
var fenginn, til þess að ganga
fyrir liðinu og skemta um daginn
með hornablæstri. Fimm minni
voru auglýst, ort og flutt. Minni
Islands, kvæði Jón Ólafsson;
ræða Gestur Pálsson; minni Vest-
urheims, kvæði Einar Hjörleifs-