Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Blaðsíða 116
82
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA.
“Eg lofaÖi mömmu því, að gera
ætíÖ eins og mér væri sagt.”
“Það er ekki liægt að segja ann-
að, en þú gerir það, ef þú ferð eft-
ir því, sem eg segi þér. Þú verð-
ur að læra að verða svolítið sjálf-
stæð,. og fara ekki eftir öllum tikt-
úrum kerlingarinnar — þú veizt
ekki alt sem eg veit — líka. En
það skal enginn geta sagt það um
hana Gunsu mína, að hún fari með
slúður. Eg- ætla ekki að fara að
útbásúna það, hvers vegna miljón-
erinn kom ekki í morgmn.”
“Miljónerinn? endurtók Svein-
björg, og fitlaði við rykþurkuna.
“Hélztu mér yrði mismæli? Mað-
ur þarf ekki' að fara alla leið til
Am’riku til að ná í miljónera. Eg
skil bara ekkert í hvað vitlaus hún
er, að vilja hann ekki. Hún held-
ur líklega að hún geti krækt í
Fidda krónprins.”
‘ ‘ Hver ? ’ ’
“Hvaða ógnar sauður ertu,
Bagga mín! Frökenið hérna, hún
Gerða. ’ ’
“Iiún Gunna í húsinu fyrir
handan, sagði hún væri altaf með
einhverjum skólapilti — einhverj-
um á læknaskólanum. ”
“Háskólanum meinar þú! Eg
skil ekki hún meini mikið með því.
Veiztu ekki, að skólapiltar eru
gengnir úr móð, síðan miljóner-
arnir komu til sögunnar? En sumt
fólk er svo grefili grunnhyggið!
Kannske hún hafi þess vegna
hryggbrotið Eystein. Eg sá þeg-
ar hún hryggbraut hann — sá það
í gegnum skráargatið. Hann féll
nú samt ekki á kné, eins og Baron
Adolf í sögunni: “Den röde
Dame”, sem eg var að lesa í gær-
kveldi. — Seztu hérna á stólinn,
legðu fingurnar á nóturnar, eins
og þú værir að spela — svona!
Nú gríp eg um hendurnar á þér og
segi: Gerða! mig hefur lengi lang-
að til að — þú sprettur á fætur, og
verður steinhissa; það verður mað-
ur ætíð -— þey! þey! kom ekki ein-
hver inn í forstofuna? Ætla það
sé mögulegt, að Am’ríka gamla sé
búin að ljúka sér af niðr’ í bæ?
Blessuð! þú verður að látast vera
að þurka af einhverju, ef það er
liún.” Gunsa rauk í svæflana á
sófanum, og klappaði þeim óþrymi-
lega.
“Eru þið ekld búnar, stúlkur
mínar?” spurði Stefanía, um leið
og hún kom inn.
“Rétt að enda,” sagði Gunsa,
en Sveinbjörg roðnaði og skauzt
út.
Stefanía settist við lítið drag-
loks skrifboð, sem var eitt af þeim
fáu munum, sem liún hafði komið
með frá Ameríku; dró út skúffu,
tók þaðan verðskrá frá Lindstrom,
Sturmer & Co., minnisvarðaverzl-
un, St. Paul; fletti henni eins og
í hugsunarleysi; stanzaði við
snotran marmara kross, horfði á
hann, þar til hann hvarf í þoku;
tók svo verðskrána; reif hana í
tætlur; og kreisti tætlurnar svo
fast í hendi sinni, að hnúarnir
livítnuðu. Það var eins og steinn
dytti ofan í pappírskörfuna, þeg-
ar hún loks opnaði lófann.
Gerða koma inn, gekk rakleitt
inn í svefnlierbergið; lagði frá sér
hatt og kápu, kom svo fram í dyrn-
ar og staðnæmdist þar hikandi.