Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Blaðsíða 129
F ardagar.
Eftir Gísla Jónsson.
Svo misjafnt okkar aldursskeið frá uppliafsstundu fer,
að fót minn þyngja þreytuspor, er þig að garði ber.
Þér liiæja blómguð lilíð og tún, þinn himinn skýlaus er, —
við hestasteininn hímir jór og hneggjar eftir mér.
Þér tíminn heilsar hýr á brún—eg heyri ’ans vængjaþyt;
því innreið þín fer að i senn, að út og burt eg flyt.
Eg þekki staðinn lit og inn—lians ömurleik og strit;
en þú sér aðeins opnað hlið og eygir fyrst hans glit.
Því hefði’ eg viljað hinkra við um heimaengi og tún,
og lesa blóm og hlusta’ á hljóm, er hreiðrin fyllast dún,
og hrinda knerri’ úr votri vör og voðir draga’ að hún,
og klífa með þér hjalla og hlíð að hæsta fjallsins brún.
En tíminn er það undrasvið, er öllu skapar kjör.
Þar fylgjast að um örstutt skeið, þau, æska, þroski’ og kör.
Þó sífelt týni tölu sveit og tífaldist hans ör,
þá bætast alt af aðrir við á endalausri för.
Svo gakk þií með mér garði frá, er glitra kvöldsins ljós.
Til eins eg mælist, minja til — það mér til handa kjós:
tfr þínum bjarta blómareit ef ber eg eina rós,
þá finn eg æskan fylgir mér, þótt feigðar nálgist ós.
Þér verði æskan ljúf og létt og löng og glöð og blíð, —
því mín varð ærið endaslepp og inntengd frosti og hríð.
En bráðum glymur Gjallarbrú, er geyst eg helveg ríð.
Þar yzt í vestri eygió skín — þar eftir þér eg bíð! —