Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Blaðsíða 181
Síðan árið 1900, hafa rúmlega 5,000 innflytjendur komið
frá íslandi til
VESTUR - CANADA
og una sér hið bezta við landbúnað á hinurn frjóvu
sléttum og akurlöndum
Alberta, Manitoba, Saskatcbewan
Hinu heilnæma og hressandi loftslagi á Vestur-
Canada að þakka þrifnað og framfarir hinna ötulu og
hraustu íbúa sinna.
Yfir sumartímann, er sólargangur til jafnaðar fimtán
klukkustundir á dag.
Frost og snjór yfir vetrarmánuðina veita nægan raka
á vorin, jörðinni til undirbúnings fyrir kornsáningu.
Hinn langi sóJargangur á sumrin, og hinar svölu nætur,
þroska allan jarðargróða til fullnustu, svo sem hveiti og
aðrar korntegundir, fóðurgras, aldini og rótarávexti.
Að kornþreskingu og haustplægingum má vinna fram
í nóvembermánuð.
Níu tíundu hlutar allra hrossa og nautgripa eru aldrei
teknir í hús, allan veturinn út.
Sveitir allar vel settar, hvað járnbrautir snertir,
banka, talsíma, sköla, kirkjur timburverzlanir, sögunar-
millur og hveitisöluhús.
Fyrir 45 árum var Vestur-Canada ein óbygð og eyði-
mörk, nú er það komhlaða allrar veraldarinnar,
Canada framleiddi árið 1922:—
390,000,000 bushel a-f hveiti.
295,000,030 bushel af höfrum.
55,000,000 bushel af byggi.
29,500,000 bushel af rúgi.
5,000,000 bushel af hörfræi.
lOftir upplýslnpriiin. skrifið til
SECRETAKY, DEPARTMENT OF IMMIGRATION Ottawa, Canada,
eða, J. OBED-SMITH, Superintendent of Emigration for Canadp,
1 Regent Street, Lonidon S.W., England.