Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Blaðsíða 102
68
TIMARIT hK VRÆKNISFÉLAGS ISLBNDINGA.
liafa í rauninni aldrei lært, eSa
geti notað þa'S á nokkurn liátt. En
livers vegna kafa ekki unglingar
lært málið tilsagnarlaust ,af því
að heyra það talað lieima'? Þeir
hafa einu sinni ekki heyrt það
talaÖ rétt og óbjagað heima.
Fjöldi eldra fólks talar ekki ís-
lenzku eins vel og það kann hana
og sízt af öllu við börn og ung-
linga. Yanalega aðferðin er sú,
að lofa þeim að tala ensku lieima
og svara þeim á einhverjum ís-
lenzkublendingi. Iivernig er mögu-
legt að búast við góðum árangri
með þess konar liirðuleysi.
Siðir og venjur okkar liljóta að
vera að mestu leyti eins og siðir
og venjur annars fólks hér. Þó er
sumt í ýmsum siðvenjum okkar,
sem sérstaklega minnir á Island,
sem gjarnan má haldast, og ekki
missum við mikils þó að við látum
sumt, sem er siðvenjur annars
fólks hér, liggja á milli liluta. Yf-
irleitt er þetta ekki mikilsvert at-
riði. Yið getur þar hvorki ein-
angrað okkur né lagt niður alt,
sem er sérkennilegt.
Hjá því getur ekki farið, að við
eignumst með tímanum sameigin-
lega þjóðernis meðvitund með öðru
fólki hér í landi, meðvitund um
kanadiskt þjóðerni. Eg fæ ekki
séð, hvernig nokkur maður getur
álitið annað, en að það sé sjálf-
sagt. Því fólki, sem fæðist og elur
allan aldur sinn hér, væri undar-
lega farið, ef þaÖ hefði ekki þess
konar meÖvitund. En þarf hún að
útrýma úr liug’um olckar ræktar-
semi til Islands ? ISiei. Það verð-
ur aldrei of vel brýnt fyrir okkur,
að ræktarþel til Islands felur ekki
í sér neitt hollustuleysi til Kan-
ada; og ást til Kanada, þarf sann-
arlega ekki að fela í sér óvild til
íslands. Þetta er svo auðsætt, að
engum æitti að sýnast neitt :annaS.
Sameiginleg meðvitund allra, sem
hér búa, um að Kanada sé þeirra
land, er ekki að eins æskileg, hún
er sjálfsögð. En liver getur heimt-
að, að afkomendur Skota gleymi
Skotlandi og afkomendur Islend-
inga Islandi? Engir nema þeir
allra þröngsýnustu kref jast’ þess.
Þess konar samblöndun, er í
rauninni engin samblöndun, held-
ur samvinna og samhugur. Henn-
ar vegna glötum við ekki íslenzku
þjóðerni, ef okkur tekst að varð-
veita minninguna og málið.' Sam-
band okkar við þjóð þessa lands
ætti að vera þannig, að við værum
sem lieild innan stærri heildar.
Það sem okkur sameinaSi, væri
meÖvitundin um skyldleika, bæði
andlegan og ætternislegan, í sér-
stökum skilningi og öðru vísi, en
samband okkar við þjóðarheild-
ina.
En er nú þetta þannig í raun og
veru ? Gerum við okkur grein
fyrir afstöðu okkar hér? Margir
virðast gera sér grein fyrir þessu
sambandi eingöngu eftir því, í
hvers konar afstöðu ytri kringum-
stæðurnar liafa sett þá. Þeir sem
mikil mök liafa við enskumælandi
fólk, eru of oft hrifnir af öllu, sem
kallað er enskt. Þeir reyna ekki
að aðgreina og meta. Aðdáun og
eftirstæling er alt of oft lielztu
einkenni þeirra. Hjá hinum aft-
ur, sem lítil eða engin mök liafa