Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Blaðsíða 140
ÍOG
TIMARIT ÞJÓJDRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA.
lávarður íslendingum og að lofs-
yrði lians um þá 1877 1) urðu þeim
að góðu gagni, kom að miklu ieyti
af því, að þau voru töluð á þeim
tíma, er margir í Winnipeg litu á
þá sem lélegan flokk innflytjenda,
er óhæfir væri fyrir þetta land.
Sem betur fer, hefir aldei verið
nein veruleg þjóðernis fæð eða ó-
vild lögð á Islendinga. En á löngu
l’.efir liðið þangað til kostir þeirra
fóru að vekja verulega eftirtekt.
Þeir hafa nú búið 16 ár í landinu
og eru töluverður hluti íbúa bæj-
arins, en alt frarn að þessu ári
liafa þeir engan liaft af sínum
þjóðflokki í bæjarstjórn.2). Þótt
]>að sé viðurkent, að þeir standi
mörgum öðrum þjóðflokkum fram-
ar að mentun, þá hefir þó enginn
þeirra til þessa dags verið kosinn
í skólanefnd bæjarins, og ])eir
hafa ekki tiltölulega eftir fjöida,
lagt kennara til barnaskólanna né
menn í þær stöður, er lærdóm út-
heimta. Þótt þeir fræði sjálfa sig
aðdáaniega vel um öll almenn mál,
þá hefir þó enginn þeirra árætt að
gera kost á sér til þingkosningar.
IIví skyldu Englendingar, Irar og
Canadamenn hafa á móti að kjósa
íslending, þegar þeir láta sér vel
lynda, að kjósa Skota, sem minna
hefir til síns ágætis?” 3)
Sannarlega var íslendingadag-
urinn að bera árangur í fleiri en
einum skilningi. Með ritgjörð
sem þessari, í aðaibiaði alls Norð-
1) Dufferin lávarSur heimsðtti íslend-
inga a?S Gimli 14. sept. 1877.
2) Arni kaupm. FriSriksson var kosinn
f bæjarráðiS 15. des. 1891.
3) pý'ðin.g' Jóns Ólafssonar f Hkr. 10.
ífgúst 1892, nr. 56.
vesturlandsins, gat eigi hjá því
farið, að farið yrði að veita ís-
lendingum meiri eftirtekt en áður,
og að álitaskifti væi’i í vændum
meðal liinna íenslrumælandi íbúa
landsins. Og þótt sú skoðana-
breyting væri að vísu ofur þýð-
ingarlítil í sjálfu sér og hvorki
yki við eða næmi nokkuð af mann-
gildi þeirra, var hún samt sem áð-
ur eigi einskisverð, er kom til al-
mennra viðskifta.
Hátíðin var nú þriggja ára göm-
ul og hafði verið færð fram og
aftur svo liana bar aldrei upp á
sama daginn, svo sem til að leit-
ast fyrir með hvaða tími myndi
lieppilegastur. En að því reyndu,
munu þó flestir hafa þar frá snú-
ið jafn ófróðir. En hitt var það,
að hinum enskumælandi meðborg-
urum ])ótti það kynlegt, að þjóð-
minningar hátíð Islendinga skyldi
eigi geta alla jafnast borið upp á
sama dag ársins. Það gekk þeim
illa að skilja og áttu þeir eigi slíku
að venjast sín á rneðal. En til
þess fundu Islendingar eigi. Daga-
færslan liafði orðið þess valdandi
þeirra á meðal, að ákveðinn á-
greiningur var risinn um hátíðis-
daginn. Yildi annar flokkurinn
binda hátíðina við einhvern dag
síðla í júnímánuði, en hinn að
haldið væri fast við upphaflega
daginn. Jón Ólafsson liafði átt til-
löguna um 2. ágúst. Var hann þá
meðritstjóri að “Lögbergi”, en
var nú kominn að “Heims-
kringlu”. Fylgdi hann nú 2.
ágúst fram og kvað “Lögberg”
vilja færa daginn til júní svo há-
tíðin legðist undir kirkjufélagið