Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Blaðsíða 90
r
56 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA.
“Þetta var ekki raup, því að einu
sinni koni hann skríðandi lieim í
óstandandi veðri og moldviðri.
Hann rataði þessa leið eins og
skepna. Og bænum náðum við
klaklaust. En mörgum varð þessi
hríð harðleikin og sumum að fóta-
kef li. ’ ’
“ Já hríðargrátt loft er óráð-
in gáta”, svaraði eg. “En þið
hérna hafið leiðarvísir, þar sem
hafið er og brimhljóðið. Inni í
dölunum er sú leiðsögn engin.”
Öldungurinn leit út í liorn og
brá lausaprjóninum í lilustina.—
“Það kann nú að vera, að svo sé.
En hafið er breytilegt og stundum
kemur ekki garðurinn inn yfir
landið, þó illa láti í sjónum. Haf-
ið er í aðra röndina dularfult eins
og jörðin. Lífið og tilveran er ein
gáta eða bálkur af gátum, sam-
safn, jafnvel jörðin sjálf, moldin,
og við sjálfir..”
“Jörðin gátaV’ svaraði eg og
leit á hann.
“Já, jörðin, jafnvel hver lind.
Ilvað segirðu til dæmis um laug-
ina hérna utan við túnið ? Hún er
niðri í sprungu eða þó undir bjarg-
brún. Og þegar hún veit á góð-
viðri, staðviðri, stillingar, þá
lækkar í henni, en hækkar, þegar
umhleypingar eru í nánd. Þetta
er vissnlega rétt, og margsannað.
Hver grípur í þennan streng? Og
hver skapar draummyndirnar,
þessar torráðnu gátur, sem skilj-
ast þá fyrst, þegar atburðurinn er
fram kominn, sem gáta draumsins
sýnir , en hylur þó, eða felur und-
ir blícju?”—
Nú var Framar í augnaráði og
málrómi eins og eg hugsa mér að
spekingur geti orðið, sá sem náð
liefir aldurshæð og djúpsæi. En
þá kom liúsfreyjan og mælti, þeg-
ar hún var búin að heilsa mér:
“G-erðu svo vel og komdu að
fá þér næringu og fyrirgefðu
þessa löngu bið, þeim sem sein
er í snúningum og—kann líka að
eiga annríkt stundum.”
Þetta sagði liún brosandi og svo
kvenlega, að ylhlýju lagði um mig
—eins og sólskin kæmi úr suðri.
t
í
)
\
1