Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Blaðsíða 104
Skammdegiskvöld,
Eftir porstein p. porsteinsson.
Logar sólar lækka,
lækka söngva köll,
fagrir dagar fækka,
fækka blóm um völl.
Smástrá kalin smækka,
•—- smækka, liulin mjöll.
Húmsker vetrar liækka,
liækka blindsker öll.
Háa, livíta tinda,
háfext öldu djúp
augun ekki mynda
undir rökkurhjúp.
Norðri í liarða hlekki
lieiða bindur stig.
Ivrummi krúnkar ökki,
kúrir rjúpan sig.
Skepnur hýrast heima,
húsa kjósa ró;
gjálfri hríðar gleyma
garðann við í kró.
Dreyma dýrðarhaga
dögum hlýrri frá.
— Sérhvert líf er saga
saknaðar og þrá.
Bæ und bröttu fjalli
byljir kveða við.
Hærra er haft á palli,
húss þar situr lið.
Allir iðja en hlusta,
orði hverju ná. —
Söngur bæjarbursta
betur hækka má.
Les um landsins garpa
listug æfintýr
karl með kanrpa snarpa
kröptug orðin skýr.
Þróttur mælir máli —
málið — dvergastál.
Brýst fram sem í báli —
bálið: — Islands sál.
Inst í málsins arni
óskasteinninn býr.
íslands unga barni
ættarljómi dýr.
Lyfting andans æðsta
er í rún þá sótt.
Hún ber ljósið hæzta
hverja vetrarnótt.
Blæs um borg við flóa,
blika kvöldljós smá.
Lærdómslaukar gróa,
lestir þroska ná.
Lengjast gatnagöngur
gamla Barna-Jóns.
Glymur Grótta söngur
gulls, er varð til tjóns.
Situr inni í sölum
sveipuð mildum reyk
þjóð frá djúpum dölum
dillaði í leik,
kaffi og kvikmyndanna
kvak og sjónspil hljótt
hitar fólki fanna
fram á rauða nótt.
Blæju nætur ber hún
borgin líkt og sveit.
Samt hve íslenzk er hún
almáttugur veit.
Eins og Grímur Ægir
ýmsa her hún mynd.
Flimtir þjóð og frægir
fjörug lioltakind.
* * *
Mest var ment og bezta
mædd við þraut er glædd;
livest við brotliljóð bresta,
blædd og' endurfædd.
Mátt úr magni nátta
mæran andinn fær,
hátt þótt allra átta
ærist loft og sær.