Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Blaðsíða 108
74
TIMARIT TJÓDRÆKNISFIILAGS ÍSLENDINGA.
liún að gera þrítugasta og átt-
unda partinn af því, sem mamma
gerir!” Hin kolbrúnu augu Cterðu
Steinnes tindruðu. Eysteimi
liorföi á glóbjart hár hennar.
Þaðan hvörfluðu augu lians að
höndum hennar, sem keptust við
að koma þræðingunni fyrir katt-
arnef.
“Vertu ekki að þessum ýkjum,
góða barn!” Stefanía reis á oln-
boga.
“Það eru eugar ýkjur, mamma.
En því meira sem þú leggur þig í
líma fyrir þetta fólk, því van-
þakklátara verður það. Það
lieldur það geti fengið hangiket
og- steik á hverjum degi, og hald-
ið áfram að borga þriðjungi
minna en aðrir setja upp! Ef eg
heyri Kjaldals Herdísi segja oft-
ar: ‘Fiskur í alla mata!’, þá held
eg að eg geti ekki stilt mig um, að
segja henni að hypja sig. ”
“Ha! lia! Það væri vel af sér
vikið. Má eg kveikja í vindli ?”
“Já! gjörið þér svo vel. — Þáð
er nú auðvitað nokkuð satt í þessu
með fiskinn, Gerða mín; en hvað
á maður að gera, þegar ekki fæst
svo mikið sem íshúskjöt, og alt
annað er lmitað niður á seðla? —
Maður á ekki að vera svona hör-
undssár — og þær borga báðar
skilvíslega, og það er meir en
maður getur sagt um sumt af
hinu fólkinu—þegiar maður und-
anskilur yður, sem ætíð borgið
fyrir fram, stundum fyrir nokkra
mánuði. Maður getur ekki búist
við að hitta svoleiðis menn á
hverju strái.”
Eysteinu roðnaði og saug vind-
ilinn í ákafa. — “Blessaðar verið
þér, frú Steinnes! Fyr mætti nú
vera tuddaskapurinn, ef eg léti
yður bíða eftir fæðispeningunum.
Mér þykir að eins eitt leitt, og þér
vitið vel hvað það er, að þér haf-
ið aldrei viljað lofa mér að borga
meira en hinir ‘ matmennirnir ’.
3æði er nú það, að eg er færari
um það en flestir; og svo hafið
þér verið svo einstakar að lofa
mér að vera hér heimagang. Mér
hefir fundist eg eiga hér heima,
en ekki í stofunum á Hverfis-
götunni. ’ ’
“Yður hættir nú að finnast það,
þegar húsið yðar er tilbúið.”
“ Getur verið, ’ ’ svaraði Ey-
steinn lágt.
Gerða var eins og á nálum. —
“Mér finst þú ættir að láta Kjal-
dalssysturnar fara„ og aðra, sem
baktala okkur og finna að öllu.”
“Það finst mér líka,” sagði
Eysteinn.
“Já, það væri auðvitað æski-
legt. En fátæk ekkja eins og eg,
verður að láta slíka smámuni
eins og vind um eyrun þjóta. Ef
eg liefði ekki aðra en sjálfa mig
'ið taka tillit til, þá væri alt öðru
máli að gegna. ”
“Mannna! eg man ekki hvað
oft eg hefi beðið þig um að lofa
mér að vinna eittlivað í surnar-
fríunum. Heldurðu ekki að mér
liafi þótt það blóðugt, að láta þig
vinna fyrir mér, fulltíða stúlku!”
Tár lögðu hulu yfir augu frú
Steinnes. “Eg veit þér skiljið
það, Eysteinn, að mig langar tii
að einkabarnið mitt fái þá ment-
un, og komist í þá stöðu, sem eg