Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Blaðsíða 127
AD LEIKSLOKUM.
93
komast til hans strax — sjá hann
lifandi — biðja liann fyrirgefn-
ingar. — Svo hann hafði heldur
hosið sjálfur hættuna, en að meiða
lítið barn. Og hún hafði verið að
bera honum á brýn hörku. Ó, guð,
láttu hann lifa, láttu liann lifa!
Hálfsögð bæn, kom í liuga hennar,
og var hrópuð í himininn.
Hún varð að komast til lians áð-
ur en það yrði of seint. — Hann
kanske lifði — guð minn góður
lofaðu honum að lifa — lofaðu
honum að lifa.
Henni fanst óravegur yfir á
sjúkrahúsið, en er þar kom, var
hann að skilja við.
Hún stóð við rúmið lians stilt
og þögu'l og hélt í liendina á hon-
um, og reyndi að horfa inn í liálf-
brostin augu hans síðustu kveðj-
unni, en í sál hennar var angist svo
djúp og sár, að þögnin ein var
möguleg.
Augun stóru og fögru, störðu
nú á móti henni brostin. Hún laut
niður að honurn og horfði á þenn-
an frið, tignarbrag og fjarlægð,
sem dauðinn merkir sína með.
Fyrir örstuttri stund var hann lif-
andi — lifandi með öllu sem felst
í því orði—en nú, guð minn, livar
var hann nú? Sama eilífa spurri-
ingin — sama eilífa þögnin.
Ósegjanlegur harmur og örvænt-
ing greip hana, það var eins og ís-
kaldar járnhendur nístu sál henn-
ar. — Sama sálarangistin og upp-
reistin á móti dauðanum, fyrir
þeim sem eftir lifa. Það var eins
og hún hefði verið tætt í sundur,
og stæði eftir blæðandi, titrandi af
sársauka; ekki búin að átta sig
á, live miklum eða sárum — til'
þess var hún of yfirkomin. í lmg
hennar og hjarta, og alt í kringum
liana var auðn og tóm. Það var
eins og' hún sjálf væri dauð, aðeins
lítill partur lifandi — sorgin og
sársaukinn.
Og nóttin leið í vonleysi, ásök
unum og gráti, eins og aðrar næt-
ur hafa liðið um þúsundir ára, fyr-
ir þeim, er hafa orðið að sjá þeim
á bak, er þeir elskuðu.
Og liún hélt áfram að lifa og
s'tárfa, og reyna að vera hugrökk,
en það veitir stundum sársauka.
Soi'gin og efinn geng-u lienni sitt
við livora hönd og fylgdu lienni
eins og skuggar.
Oft stóð hún og starði á gullin
kvöldskýin og sólarlagið. Mundi
hann vera þar, yfir á björtum lönd-
um í vestrinu, eins og Forn-
Egyptar trúðu — eða hvar?
Og smám saman fór aftur að
skýrast fyrir augum hennar. Hún
athugaði nú lífið í kringum sig
með nýjum skilningi. Hún sá að
allir höfðu byrðar að bera, sorg-
ir og sár. Hún sá allar tegundir
af mannlegu böli vera bornar með
hetjuskap, og hetjunum mætti hún
oft þar sem hana sízt hefði g-run-
að.
Og henni óx meðaumkvun, þol-
inmæði og kjarkur við að læra í
skóla lífsins. Ilún sá, þó að henn-
ar litli heimur væri hruninn, var
veröldin alveg eins björt, fögur og
glöð og áður. Sólin skein eins
skært, blómin uxu, fuglarnir sungu
og börnin léku sér.
Hún hélt áfram — áfram. Þrátt
fyrir torfærur og örðugleika, verð-